Þjófarnir leika lausum hala Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2024 12:11 Lýst var eftir þjófunum tveimur þann 26. mars síðastliðinn. Þeir eru enn ófundnir. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. Tvær vikur sléttar eru nú liðnar síðan starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar luku við að tæma spilakassa Videomarkaðarins Hamraborgar að morgni mánudagsins 25. mars. Þeir óku hvítum litlum sendiferðabíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Catalinu, hinum megin við götuna, og héldu inn til að tæma spilakassana þar. Á upptöku úr öryggismyndavél sést samkvæmt heimildum fréttastofu hvernig Toyotu Yaris er bakkað í hraði að skotti bíls Öryggismiðstöðvarinnar. Á innan við tíu sekúndum tekst þjófunum að opna skottið, henda peningatöskunum í bíl sinn og bruna á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Þetta var á tíunda tímanum um morguninn. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Toyotu Yaris bíl á þriðja tímanum eftir hádegið en tilgreindi ekki hvers vegna. Bíllinn er ófundinn. Það var ekki fyrr en að morgni þriðjudags sem málið komst í fjölmiðla. Töskurnar fundust tómar í Mosfellsbæ og á Esjumelum. Óvíst er hvort litasprengjur sem voru í töskunum hafi virkað. Þá hefur lögregla sagt óvíst hvort þjófarnir hafi komist úr landi. Öryggismiðstöðin hefur ekki veitt viðtöl vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni, sagði í skriflegu svari til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir að farið verði yfir alla ferla með Öryggismiðstöðinni og stefnt á áframhaldandi samstarf. Happdrætti Háskóla Íslands segist tryggt fyrir þjófnaðinum sem sé mikill léttir enda um háa upphæð að ræða. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna málsins og ekkert nýtt að frétta. Málið sé á fullu í rannsókn og verið sé að elta vísbendingar sem lögreglan hafi. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Tvær vikur sléttar eru nú liðnar síðan starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar luku við að tæma spilakassa Videomarkaðarins Hamraborgar að morgni mánudagsins 25. mars. Þeir óku hvítum litlum sendiferðabíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Catalinu, hinum megin við götuna, og héldu inn til að tæma spilakassana þar. Á upptöku úr öryggismyndavél sést samkvæmt heimildum fréttastofu hvernig Toyotu Yaris er bakkað í hraði að skotti bíls Öryggismiðstöðvarinnar. Á innan við tíu sekúndum tekst þjófunum að opna skottið, henda peningatöskunum í bíl sinn og bruna á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Þetta var á tíunda tímanum um morguninn. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Toyotu Yaris bíl á þriðja tímanum eftir hádegið en tilgreindi ekki hvers vegna. Bíllinn er ófundinn. Það var ekki fyrr en að morgni þriðjudags sem málið komst í fjölmiðla. Töskurnar fundust tómar í Mosfellsbæ og á Esjumelum. Óvíst er hvort litasprengjur sem voru í töskunum hafi virkað. Þá hefur lögregla sagt óvíst hvort þjófarnir hafi komist úr landi. Öryggismiðstöðin hefur ekki veitt viðtöl vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni, sagði í skriflegu svari til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir að farið verði yfir alla ferla með Öryggismiðstöðinni og stefnt á áframhaldandi samstarf. Happdrætti Háskóla Íslands segist tryggt fyrir þjófnaðinum sem sé mikill léttir enda um háa upphæð að ræða. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna málsins og ekkert nýtt að frétta. Málið sé á fullu í rannsókn og verið sé að elta vísbendingar sem lögreglan hafi.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira