Þjófarnir leika lausum hala Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2024 12:11 Lýst var eftir þjófunum tveimur þann 26. mars síðastliðinn. Þeir eru enn ófundnir. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. Tvær vikur sléttar eru nú liðnar síðan starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar luku við að tæma spilakassa Videomarkaðarins Hamraborgar að morgni mánudagsins 25. mars. Þeir óku hvítum litlum sendiferðabíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Catalinu, hinum megin við götuna, og héldu inn til að tæma spilakassana þar. Á upptöku úr öryggismyndavél sést samkvæmt heimildum fréttastofu hvernig Toyotu Yaris er bakkað í hraði að skotti bíls Öryggismiðstöðvarinnar. Á innan við tíu sekúndum tekst þjófunum að opna skottið, henda peningatöskunum í bíl sinn og bruna á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Þetta var á tíunda tímanum um morguninn. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Toyotu Yaris bíl á þriðja tímanum eftir hádegið en tilgreindi ekki hvers vegna. Bíllinn er ófundinn. Það var ekki fyrr en að morgni þriðjudags sem málið komst í fjölmiðla. Töskurnar fundust tómar í Mosfellsbæ og á Esjumelum. Óvíst er hvort litasprengjur sem voru í töskunum hafi virkað. Þá hefur lögregla sagt óvíst hvort þjófarnir hafi komist úr landi. Öryggismiðstöðin hefur ekki veitt viðtöl vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni, sagði í skriflegu svari til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir að farið verði yfir alla ferla með Öryggismiðstöðinni og stefnt á áframhaldandi samstarf. Happdrætti Háskóla Íslands segist tryggt fyrir þjófnaðinum sem sé mikill léttir enda um háa upphæð að ræða. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna málsins og ekkert nýtt að frétta. Málið sé á fullu í rannsókn og verið sé að elta vísbendingar sem lögreglan hafi. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Tvær vikur sléttar eru nú liðnar síðan starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar luku við að tæma spilakassa Videomarkaðarins Hamraborgar að morgni mánudagsins 25. mars. Þeir óku hvítum litlum sendiferðabíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Catalinu, hinum megin við götuna, og héldu inn til að tæma spilakassana þar. Á upptöku úr öryggismyndavél sést samkvæmt heimildum fréttastofu hvernig Toyotu Yaris er bakkað í hraði að skotti bíls Öryggismiðstöðvarinnar. Á innan við tíu sekúndum tekst þjófunum að opna skottið, henda peningatöskunum í bíl sinn og bruna á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Þetta var á tíunda tímanum um morguninn. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Toyotu Yaris bíl á þriðja tímanum eftir hádegið en tilgreindi ekki hvers vegna. Bíllinn er ófundinn. Það var ekki fyrr en að morgni þriðjudags sem málið komst í fjölmiðla. Töskurnar fundust tómar í Mosfellsbæ og á Esjumelum. Óvíst er hvort litasprengjur sem voru í töskunum hafi virkað. Þá hefur lögregla sagt óvíst hvort þjófarnir hafi komist úr landi. Öryggismiðstöðin hefur ekki veitt viðtöl vegna málsins. Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni, sagði í skriflegu svari til Mbl.is tveimur dögum eftir þjófnaðinn of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðinni. Peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, segir að farið verði yfir alla ferla með Öryggismiðstöðinni og stefnt á áframhaldandi samstarf. Happdrætti Háskóla Íslands segist tryggt fyrir þjófnaðinum sem sé mikill léttir enda um háa upphæð að ræða. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna málsins og ekkert nýtt að frétta. Málið sé á fullu í rannsókn og verið sé að elta vísbendingar sem lögreglan hafi.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent