Maðurinn sem hljóp þvert yfir alla Afríku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. apríl 2024 18:35 Þegar kappinn Russ Cook komst lokst í mark, á nyrsta odda Afríku, í Túnis. X Bretinn Russ Cook lauk því ótrúlega afreki í dag að hlaupa þvert yfir alla Afríku. Það gerði hann á 352 dögum í þágu góðgerðarstarfs. Russ Cook, sem kallar sig „Hardest geezer“ á samfélagsmiðlum hóf hlaup sitt í Suður Afríku, á syðsta punkti Afríkuálfu og lauk því á þeim nyrsta í Túnis í dag. Á meðan þrekrauninni stóð var Russ duglegur við að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum frá því hver staðan á hlaupinu væri, en ekki síður staðan á honum sjálfum. Á leiðinni varð Russ fyrir alls kyns hrakföllum, eins og við mátti búast, svo sem veikindum, meiðslum og ráni. Hér að neðan má sjá skrautlega útsendingu Sky News frá því þegar Russ Cook kom í mark við strendur Túnis. Fjölmargir höfðu safnast saman til að taka á móti kappanum. BREAKING: 'Hardest Geezer' Russ Cook successfully runs the length of Africa https://t.co/wZzWN4sB1I@hardestgeezer📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/ljcWndyKhQ— Sky News (@SkyNews) April 7, 2024 Dæmi um myndband þar sem Russ Cook gefur fylgjendum sínum stöðuuppfærlsu á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan. Day 348 of running the entire length of Africa. 4 more days to go🫡 pic.twitter.com/PWOOQT0hN7— Russ Cook (@hardestgeezer) April 3, 2024 Russ Cook segir að með hlaupinu hafi ætlunin verið að geta horft til baka á ævina án eftirsjár. Árin fyrir hlaup glímdi Russ við andleg veikindi, spilafíkn og óreglu. Tími var kominn til að snúa blaðinu við. Eins og áður segir hljóp Russ frá Suður-Afríku alla leið til Túnis, og fór í gegnum sextán lönd á leiðinni. Upprunalega planið var að hlaupa suður frá Túnis, en þau plön fóru í súginn vegna vegabréfavesens í Alsír. Til stóð að hlaupa 360 maraþon á 240 dögum. Á síðustu stundu breyttust plönin: hann skyldi hlaupa frá syðsta enda Suður-Afríku og þaðan í gegnum Afríkulöndin í vesturhluta álfunnar. Að endingu lauk hann maraþonunum 360 á 352 dögum. Hvorki meira né minna en nítján milljónir skrefa þarf til þess að skrefa alla Afríku. Ýmislegt varð á vegi jaxlsins, þar á meðal vopnað rán í Namibíu. Vegabréfi, myndavélum, símum, pening og visa-áritunum var stolið þann 24. júní á síðasta ári. Heilsan var ekki alltaf upp á sitt besta; þrálátur bakverkur gerði snemma vart við sig, auk magapesta sem gerði það að verkum að Russ þurfti að minnka hraðann á hlaupinu. Hann gafst þó aldrei upp og í dag lauk þessu þrekvirki á nyrsta odda Afríku. Fjöldinn allur af hlaupurum hlupu síðasta spölinn með Russ og breska pönkhljómsveitin Soft Play, áður Slaves, er mætt til að halda fjörinu uppi í kvöld. Óhætt er að mæla með X aðgangi Russ Cook þar sem hann hefur deilt efni frá hlaupinu mikla. Hlaup Bretland Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Russ Cook, sem kallar sig „Hardest geezer“ á samfélagsmiðlum hóf hlaup sitt í Suður Afríku, á syðsta punkti Afríkuálfu og lauk því á þeim nyrsta í Túnis í dag. Á meðan þrekrauninni stóð var Russ duglegur við að sýna fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum frá því hver staðan á hlaupinu væri, en ekki síður staðan á honum sjálfum. Á leiðinni varð Russ fyrir alls kyns hrakföllum, eins og við mátti búast, svo sem veikindum, meiðslum og ráni. Hér að neðan má sjá skrautlega útsendingu Sky News frá því þegar Russ Cook kom í mark við strendur Túnis. Fjölmargir höfðu safnast saman til að taka á móti kappanum. BREAKING: 'Hardest Geezer' Russ Cook successfully runs the length of Africa https://t.co/wZzWN4sB1I@hardestgeezer📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/ljcWndyKhQ— Sky News (@SkyNews) April 7, 2024 Dæmi um myndband þar sem Russ Cook gefur fylgjendum sínum stöðuuppfærlsu á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan. Day 348 of running the entire length of Africa. 4 more days to go🫡 pic.twitter.com/PWOOQT0hN7— Russ Cook (@hardestgeezer) April 3, 2024 Russ Cook segir að með hlaupinu hafi ætlunin verið að geta horft til baka á ævina án eftirsjár. Árin fyrir hlaup glímdi Russ við andleg veikindi, spilafíkn og óreglu. Tími var kominn til að snúa blaðinu við. Eins og áður segir hljóp Russ frá Suður-Afríku alla leið til Túnis, og fór í gegnum sextán lönd á leiðinni. Upprunalega planið var að hlaupa suður frá Túnis, en þau plön fóru í súginn vegna vegabréfavesens í Alsír. Til stóð að hlaupa 360 maraþon á 240 dögum. Á síðustu stundu breyttust plönin: hann skyldi hlaupa frá syðsta enda Suður-Afríku og þaðan í gegnum Afríkulöndin í vesturhluta álfunnar. Að endingu lauk hann maraþonunum 360 á 352 dögum. Hvorki meira né minna en nítján milljónir skrefa þarf til þess að skrefa alla Afríku. Ýmislegt varð á vegi jaxlsins, þar á meðal vopnað rán í Namibíu. Vegabréfi, myndavélum, símum, pening og visa-áritunum var stolið þann 24. júní á síðasta ári. Heilsan var ekki alltaf upp á sitt besta; þrálátur bakverkur gerði snemma vart við sig, auk magapesta sem gerði það að verkum að Russ þurfti að minnka hraðann á hlaupinu. Hann gafst þó aldrei upp og í dag lauk þessu þrekvirki á nyrsta odda Afríku. Fjöldinn allur af hlaupurum hlupu síðasta spölinn með Russ og breska pönkhljómsveitin Soft Play, áður Slaves, er mætt til að halda fjörinu uppi í kvöld. Óhætt er að mæla með X aðgangi Russ Cook þar sem hann hefur deilt efni frá hlaupinu mikla.
Hlaup Bretland Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira