Innlent

Bíll og bíl­skúr loguðu á sama tíma

Kjartan Kjartansson skrifar
Sendiferðabíllinn virðist mikið skemmdur eftir eldinn sem kviknaði í honum.
Sendiferðabíllinn virðist mikið skemmdur eftir eldinn sem kviknaði í honum. Hlynur Skúli

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bíls annars vegar og bílskúrs hins vegar sem loguðu á sama tíma hvor í sínum hluta borgarinnar í kvöld. Engan sakaði á hvorugum staðnum.

Útköllin bárust bæði um sjö leytið nú í kvöld. Eldur kviknaði í númeralausum sendiferðabíl sem var lagður við bílskúr í Vogahverfi í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins var engin hætta á ferðum og náðu slökkviliðsmenn að ráða niðurlögum eldsins án þess að hann breiddi frekar úr sér.

Mikið viðbragð var vegna elds sem kom upp í bílskúr í Smárahverfi í Kópavogi á sama tíma en búið var að slökkva hann að mestu leyti þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×