Þær þýsku sluppu með skrekkinn í kvöld: Mæta Íslandi næst Aron Guðmundsson skrifar 5. apríl 2024 20:24 Úr leik Austurríkis og Þýskalands í kvöld Vísir/Getty Þýskaland slapp heldur betur með skrekkinn gegn nágrönnum sínum í Austurríki í fyrstu umferð undankeppni EM kvenna í fótbolta í kvöld. Liðin eru með Íslandi í riðli og er óhætt að segja að Þjóðverjarnir hafi lent í kröppum dansi í kvöld en höfðu þó á endanum 3-2 sigur. Þýskaland og Ísland mætast svo á þriðjudaginn kemur í uppgjöri efstu liða riðilsins. Nokkuð óvæntar vendingar áttu sér stað snemma leiks þegar Eileen Campbell kom Austurríki yfir strax á 8.mínútu leiksins. Marga rak svo í rogastans þegar að téð Campbell tvöfaldaði forystu heimakvenna með sínu öðru marki í leiknum tæpum tíu mínútum síðar. Sterk staða fyrir austurríska liðið en gæðin sem þýska liðið býr yfir dyljast engum og enn nóg eftir af leiknum til þess að afskrifa þær í baráttunni um sigurinn. Klara Buhl minnkaði einmitt muninn fyrir Þýskaland með marki á 39.mínútu og staðan 2-1 fyrir Austurríki þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja. Buhl var síðan aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hún jafnaði metin fyrir Þýskaland með sínu öðru marki í leiknum. Giulia Gwinn, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, fullkomnaði síðan endurkomu Þýskalands er hún bætti við þriðja marki liðsins úr vítaspyrnu á 64.mínútu og Þjóðverjar því komnir yfir í leiknum, 3-2. Reyndist það lokamark leiksin, torsóttur 3-2 sigur Þýskalands staðreynd og hefja Þjóðverjar undankeppnina með sama móti og Ísland, á sigri, en Stelpurnar okkar sitja hins vegar á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina á betri markatölu eftir þriggja marka sigur á Póllandi fyrr í dag.. Þýskaland og Ísland mætast einmitt í næstu umferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur í Aachen í Þýskalandi og er ljóst að sigurliðið í þeim leik mun sitja á toppi riðilsins fram að næsta landsleikjahléi hið minnsta. Vísir fylgir Stelpunum okkar í íslenska kvennalandsliðinu út til Þýskalands og færir ykkur allt það helsta í tengslum við leikinn. EM í Sviss 2025 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Nokkuð óvæntar vendingar áttu sér stað snemma leiks þegar Eileen Campbell kom Austurríki yfir strax á 8.mínútu leiksins. Marga rak svo í rogastans þegar að téð Campbell tvöfaldaði forystu heimakvenna með sínu öðru marki í leiknum tæpum tíu mínútum síðar. Sterk staða fyrir austurríska liðið en gæðin sem þýska liðið býr yfir dyljast engum og enn nóg eftir af leiknum til þess að afskrifa þær í baráttunni um sigurinn. Klara Buhl minnkaði einmitt muninn fyrir Þýskaland með marki á 39.mínútu og staðan 2-1 fyrir Austurríki þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja. Buhl var síðan aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleik er hún jafnaði metin fyrir Þýskaland með sínu öðru marki í leiknum. Giulia Gwinn, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, fullkomnaði síðan endurkomu Þýskalands er hún bætti við þriðja marki liðsins úr vítaspyrnu á 64.mínútu og Þjóðverjar því komnir yfir í leiknum, 3-2. Reyndist það lokamark leiksin, torsóttur 3-2 sigur Þýskalands staðreynd og hefja Þjóðverjar undankeppnina með sama móti og Ísland, á sigri, en Stelpurnar okkar sitja hins vegar á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina á betri markatölu eftir þriggja marka sigur á Póllandi fyrr í dag.. Þýskaland og Ísland mætast einmitt í næstu umferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur í Aachen í Þýskalandi og er ljóst að sigurliðið í þeim leik mun sitja á toppi riðilsins fram að næsta landsleikjahléi hið minnsta. Vísir fylgir Stelpunum okkar í íslenska kvennalandsliðinu út til Þýskalands og færir ykkur allt það helsta í tengslum við leikinn.
EM í Sviss 2025 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira