Gagnrýna bæjarstjórn fyrir samráðsleysi og vilja fjölbreyttari úrræði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. apríl 2024 20:01 Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda í Grindavík sem segir brýnt að fá fjölbreyttari úrræði fyrir fyrirtæki í bænum. Vísir/Sigurjón Fyrirtæki í Grindavík kalla eftir mun fjölbreyttari úrræðum vegna stöðunnar í bænum. Algjör óvissa sé um hvort og hvenær íbúar geti snúið til baka og því ljóst að hluti fyrirtækja muni þurfa að hætta starfsemi í bænum. Bæjarstjórn er gagnrýnd fyrir samráðsleysi. Eigendur fyrirtækja í Grindavík sendu ráðamönnum á dögunum athugasemdir vegna aðgerðaráætlunar stjórnvalda vegna stöðunnar í bænum. Þar kemur fram að áætlunin taki nánast einungis til þeirra fyrirtækja sem geta starfað í Grindavík. Fram kemur að fyrirtækin vilja strax fá skýrari svör. Þau geti ekki beðið lengur. Bara ein leið í boði Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda sem skrifar undir skjalið en hún er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu. Hún segir að það þurfi að gera margvíslegar endurbætur á aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í bænum. „Okkur finnst aðeins vera ein leið í boði í núverandi áætlun eða að halda áfram að starfa í bænum. Það hentar alls ekki öllum fyrirtækum. Það hefur til að mynda áhrif á mörg fyrirtæki að nú þegar er ljóst að mun færri koma til með að búa í bænum þegar og ef aðstæður leyfa en nú þegar hefur fólk ákveðið að láta kaupa sig út. Um leið og húsnæði er keypt upp þá er verið að loka samfélaginu. Þegar þú ert að reka fyrirtæki þá þarftu að reka það í samfélagi. Þetta þarf að haldast í hendur. Þá er flækjustigið í aðgerðaráætlunni orðið alltof mikið,“ segir Halla. Halla segir að kröfur hópsins að aðgerðir stjórnvalda miði að þrenns konar úrræðum fyrir fyrirtæki. „Úrræðin þurfa að vera fyrir fyrirtæki sem vilja og geta starfað í Grindavík. Þau þurfa að vera fyrir þá sem vilja flytja sína starfsemi og svo þá sem vilja uppkaup á fasteignum sínum í bænum,“ segir Halla. Gagnrýni hópsins snúi enn fremur að bæjarstjórninni sem nú hafi aðsetur í Reykjavík. „Við hefðum vilja setjast niður með þeim. Heyra hvaða áform þau hafa fyrir Grindavík. Okkur finnst skorta á samráð við bæjarstjórnina,“ segir Halla. Þarf að bíða eftir greiðslu vegna burðarveggs Hún segist sjálf hafa lent í óþarfa flækjum eftir að vinnslurými veitingarstaðar hennar eyðilagðist. Það dragist að fá það bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). „Við höfum ekki enn þá fengið greitt frá NTÍ því ónýta byggingin er í samstæðu með sameiginlegt burðavirki. Við þurfum að fá lögfræðing til að útbúa bréf og fá samþykki allra þeirra sem eiga húsnæði í lengjunni. Það hefði verið einfaldara ef NTÍ hefði getað séð um slík mál. Við erum með nóg á okkar könnu þessa dagana,“ segir Halla. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Eigendur fyrirtækja í Grindavík sendu ráðamönnum á dögunum athugasemdir vegna aðgerðaráætlunar stjórnvalda vegna stöðunnar í bænum. Þar kemur fram að áætlunin taki nánast einungis til þeirra fyrirtækja sem geta starfað í Grindavík. Fram kemur að fyrirtækin vilja strax fá skýrari svör. Þau geti ekki beðið lengur. Bara ein leið í boði Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda sem skrifar undir skjalið en hún er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu. Hún segir að það þurfi að gera margvíslegar endurbætur á aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í bænum. „Okkur finnst aðeins vera ein leið í boði í núverandi áætlun eða að halda áfram að starfa í bænum. Það hentar alls ekki öllum fyrirtækum. Það hefur til að mynda áhrif á mörg fyrirtæki að nú þegar er ljóst að mun færri koma til með að búa í bænum þegar og ef aðstæður leyfa en nú þegar hefur fólk ákveðið að láta kaupa sig út. Um leið og húsnæði er keypt upp þá er verið að loka samfélaginu. Þegar þú ert að reka fyrirtæki þá þarftu að reka það í samfélagi. Þetta þarf að haldast í hendur. Þá er flækjustigið í aðgerðaráætlunni orðið alltof mikið,“ segir Halla. Halla segir að kröfur hópsins að aðgerðir stjórnvalda miði að þrenns konar úrræðum fyrir fyrirtæki. „Úrræðin þurfa að vera fyrir fyrirtæki sem vilja og geta starfað í Grindavík. Þau þurfa að vera fyrir þá sem vilja flytja sína starfsemi og svo þá sem vilja uppkaup á fasteignum sínum í bænum,“ segir Halla. Gagnrýni hópsins snúi enn fremur að bæjarstjórninni sem nú hafi aðsetur í Reykjavík. „Við hefðum vilja setjast niður með þeim. Heyra hvaða áform þau hafa fyrir Grindavík. Okkur finnst skorta á samráð við bæjarstjórnina,“ segir Halla. Þarf að bíða eftir greiðslu vegna burðarveggs Hún segist sjálf hafa lent í óþarfa flækjum eftir að vinnslurými veitingarstaðar hennar eyðilagðist. Það dragist að fá það bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). „Við höfum ekki enn þá fengið greitt frá NTÍ því ónýta byggingin er í samstæðu með sameiginlegt burðavirki. Við þurfum að fá lögfræðing til að útbúa bréf og fá samþykki allra þeirra sem eiga húsnæði í lengjunni. Það hefði verið einfaldara ef NTÍ hefði getað séð um slík mál. Við erum með nóg á okkar könnu þessa dagana,“ segir Halla.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira