Tólf ára árásarmaðurinn segist sjá eftir gjörðum sínum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 22:50 Tólf ára drengur var skotinn til bana og tvær tólf ára stúlkur særðust alvarlega. AP/Roni Rekomaa Tólf ára árásarmaðurinn sem hóf skothríð í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi á þriðjudaginn segist sjá eftir gjörðum sínum. Lögregla yfirheyrði hann í gær og mun yfirheyrsla halda áfram ótímabundið. Á meðan yfirheyrslu stóð gaf drengurinn í skyn að hann hafi verið lagður í einelti í skólanum og telur lögreglan það mögulega orsök árásarinnar sem dró annan tólf ára dreng til bana. Einnig særðust tvær tólf ára stúlkur alvarlega. Samkvæmt heimldum finnska miðilsins MTV Uutiset öskraði árasarmaðurinn um einelti á meðan árásinni stóð. Drengurinn hafði nýlega skipt um skóla og hóf göngu sína þar sem árásin átti sér stað eftir áramót. Í umfjöllun þeirra er einnig greint frá því að samkvæmt lögreglu hafi verknaðurinn verið fyrirfram áætlaður og skipulagður. Lögregluyfirvöld hafa ekki greint frá því hve lengi hann hafði þessar áætlanir en það er vitað að drengurinn hafi skipulagt árásina fyrir páskafrí. Erfitt að segja til um hvort hann skilji Vopnið sem notað var marghleypt skammbyssa og Kimmo Hyvärinen yfirlögregluþjónn sagði í viðtali við finnskan miðil að einhver hljóti að hafa kennt honum að beita slíku vopni því ólíklegt er að hann hafi getað beitt því æfingarlaust. Hann bar einnig andlitsgrímu og heyrnarvernd að sögn lögreglunnar. „Drengurinn sagði í yfirheyrslu að hann sá eftir verknaðinum og baðst fyrirgefningar. Þegar slík mál varða börn er erfitt að segja til um hvort hann raunverulega skilji það sem hann hefur gert og afleiðingar þess,“ sagði Kimmo. Drengnum hefur ekki verið leyft að hitta fjölskyldu sína. Endurfundir hans og foreldra sinna verða leyfðir eftir að búið er að yfirheyra þau líka. Finnland Tengdar fréttir Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Á meðan yfirheyrslu stóð gaf drengurinn í skyn að hann hafi verið lagður í einelti í skólanum og telur lögreglan það mögulega orsök árásarinnar sem dró annan tólf ára dreng til bana. Einnig særðust tvær tólf ára stúlkur alvarlega. Samkvæmt heimldum finnska miðilsins MTV Uutiset öskraði árasarmaðurinn um einelti á meðan árásinni stóð. Drengurinn hafði nýlega skipt um skóla og hóf göngu sína þar sem árásin átti sér stað eftir áramót. Í umfjöllun þeirra er einnig greint frá því að samkvæmt lögreglu hafi verknaðurinn verið fyrirfram áætlaður og skipulagður. Lögregluyfirvöld hafa ekki greint frá því hve lengi hann hafði þessar áætlanir en það er vitað að drengurinn hafi skipulagt árásina fyrir páskafrí. Erfitt að segja til um hvort hann skilji Vopnið sem notað var marghleypt skammbyssa og Kimmo Hyvärinen yfirlögregluþjónn sagði í viðtali við finnskan miðil að einhver hljóti að hafa kennt honum að beita slíku vopni því ólíklegt er að hann hafi getað beitt því æfingarlaust. Hann bar einnig andlitsgrímu og heyrnarvernd að sögn lögreglunnar. „Drengurinn sagði í yfirheyrslu að hann sá eftir verknaðinum og baðst fyrirgefningar. Þegar slík mál varða börn er erfitt að segja til um hvort hann raunverulega skilji það sem hann hefur gert og afleiðingar þess,“ sagði Kimmo. Drengnum hefur ekki verið leyft að hitta fjölskyldu sína. Endurfundir hans og foreldra sinna verða leyfðir eftir að búið er að yfirheyra þau líka.
Finnland Tengdar fréttir Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14 Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33 Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Einelti sagt ástæða árásarinnar Tólf ára barnið sem grunað er um skotárásina í grunnskóla í Vantaa í Finnlandi í gær hafði einungis verið nemandi í skólanum í ellefu vikur. Ástæða árásarinnar er sögð vera einelti sem nemandinn hafði sætt. 3. apríl 2024 14:14
Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. 2. apríl 2024 10:33
Flaggað í hálfa stöng eftir skotárásina Flaggað verður í hálfa stöng við allar opinberar byggingar og stofnanir í Finnlandi í dag vegna skotárásarinnar í grunnskóla í Vantaa í gær. Tólf ára drengur lét lífið og tvær stúlkur særðust þar í árás tólf ára barns. 3. apríl 2024 09:16