Árásin í Vantaa: Tólf ára barn lést og tvö alvarlega særð Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2024 10:33 Tilkynnt var um árásina í Vantaa klukkan 9:08 í morgun að staðartíma, eða 6:08 að íslenskum tíma. EPA Tólf ára barn lést og tvö eru alvarlega særð eftir skotárás tólf ára barns í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Þetta upplýsti finnska lögreglan á blaðamannafundi klukkan 10 í morgun. Tólf ára barn var handtekið á vettvangi í morgun vegna gruns um að bera ábyrgð á árásinni og segir lögregla að barnið hafi játað árásina við skýrslutöku. Of snemmt sé þó að segja nokkuð til um ástæður árásarinnar. Lögregla var kölluð á vettvang upp úr klukkan níu að staðartíma í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um árásina í Viertolan-grunnskólanum í Vantaa, norður af Helsinki. Fyrstu lögreglumennirnir voru mættir í skólann um níu mínútum eftir að tilkynnt var um árásina. Um níu hundruð nemendur í fyrsta til níunda bekk grunnskóla stunda nám við skólann. Starfsmenn skólans eru um níutíu. Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, segir á samfélagsmiðlinum X að skotárásin í Vantaa sé átakanleg. Ampumavälikohtaus Vantaalla järkyttää syvästi. Ajatukseni ovat uhrien, heidän läheistensä ja Viertolan koulun muiden oppilaiden ja henkilökunnan luona. Seuraamme tilannetta tiiviisti ja odotamme viranomaisten päivittyviä tietoja.https://t.co/wJjwp8mcal— Petteri Orpo (@PetteriOrpo) April 2, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skotárás er gerð í skóla í Finnlandi. Í september 2008 skaut nemandi við Háskólann í Kauhajoki tíu manns til bana áður en hann svipti sig lífi. Í nóvember 2007 skaut svo átján ára nemandi í framhaldsskóla í Jokela átta manns til bana, áður en hann svipti sig lífi. Finnland Tengdar fréttir Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28 Tólf ára barn grunað um árásina Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið. 2. apríl 2024 08:34 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Þetta upplýsti finnska lögreglan á blaðamannafundi klukkan 10 í morgun. Tólf ára barn var handtekið á vettvangi í morgun vegna gruns um að bera ábyrgð á árásinni og segir lögregla að barnið hafi játað árásina við skýrslutöku. Of snemmt sé þó að segja nokkuð til um ástæður árásarinnar. Lögregla var kölluð á vettvang upp úr klukkan níu að staðartíma í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um árásina í Viertolan-grunnskólanum í Vantaa, norður af Helsinki. Fyrstu lögreglumennirnir voru mættir í skólann um níu mínútum eftir að tilkynnt var um árásina. Um níu hundruð nemendur í fyrsta til níunda bekk grunnskóla stunda nám við skólann. Starfsmenn skólans eru um níutíu. Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, segir á samfélagsmiðlinum X að skotárásin í Vantaa sé átakanleg. Ampumavälikohtaus Vantaalla järkyttää syvästi. Ajatukseni ovat uhrien, heidän läheistensä ja Viertolan koulun muiden oppilaiden ja henkilökunnan luona. Seuraamme tilannetta tiiviisti ja odotamme viranomaisten päivittyviä tietoja.https://t.co/wJjwp8mcal— Petteri Orpo (@PetteriOrpo) April 2, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skotárás er gerð í skóla í Finnlandi. Í september 2008 skaut nemandi við Háskólann í Kauhajoki tíu manns til bana áður en hann svipti sig lífi. Í nóvember 2007 skaut svo átján ára nemandi í framhaldsskóla í Jokela átta manns til bana, áður en hann svipti sig lífi.
Finnland Tengdar fréttir Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28 Tólf ára barn grunað um árásina Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið. 2. apríl 2024 08:34 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Skotárás í finnskum grunnskóla Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda. 2. apríl 2024 07:28
Tólf ára barn grunað um árásina Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið. 2. apríl 2024 08:34