Bjartsýn á að samningar náist Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 18:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði ársfund Seðlabanka Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forætisráðherra ávarpaði ársfund Seðlabanka Íslands sem fór fram í Hörpu í dag. Í ávarpi sínu segist hún vera bjartsýn á að hópar á almennum vinnumarkaði og starfsfólk hins opinbera muni fylgja á eftir og gera langtímakjarasamninga á borð við þá sem gerðir voru af aðilum á vinnumarkaði við Samtök atvinnulífsins í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar kemur fram að Katrín hafi farið yfir stöðu efnahagsmála og verðbólu í ávarpi sínu. Þau séu meginviðfangsefni hagstjórnar hér á landi eins og víða annars staðar. „Verðbólga hafi hjaðnað og þá muni nýgerðir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði koma til með að eiga mikilvægan þátt í að skapa forsendur fyrir minnkandi verðbólgu og lækkun vaxta á næstunni,“ kemur fram í tilkynningunni. Katrín segist trúa því að þær aðgerðir sem ríki og sveitarfélög hafi ákveðið að ráðast í til að styðja við samningana muni skila sér í bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks. „Samhliða því að verðbólgan færis aftur í átt að markmiði,“ bætir hún við. Hún fjallaði einnig um eldsumbrotin á Reykjanesskaga og þær margvíslegu efnahagslegu aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að styðja við íbúa Grindavíkur. Um sé að ræða fordæmalitla stöðu og ýmis viðfangsefni fram undan sem greiða þurfi úr. „Forsætisráðherra kom einnig inn á mikilvægi þess að koma á fót innlendu greiðslumiðlunarkerfi. Slíkt skapi bæði ávinning fyrir neytendur og tryggi öryggi og viðnámsþrótt kerfisins en forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi þess efnis á Alþingi í febrúar sl.“ segir í tilkynningunni. „Þá vék hún máli sínu að mikilvægi þess að erlendar fjárfestingar í mikilvægum innviðum og annarri samfélagslega mikilvægri starfsemi hér á landi séu í samræmi við þjóðaröryggi. Frumvarp þess efnis var lagt fyrir Alþingi fyrr á árinu sem forsætisráðherra mælti fyrir í mars.“ Lesa má ávarpið í heild sinni á síðu Stjórnarráðsins. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar kemur fram að Katrín hafi farið yfir stöðu efnahagsmála og verðbólu í ávarpi sínu. Þau séu meginviðfangsefni hagstjórnar hér á landi eins og víða annars staðar. „Verðbólga hafi hjaðnað og þá muni nýgerðir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði koma til með að eiga mikilvægan þátt í að skapa forsendur fyrir minnkandi verðbólgu og lækkun vaxta á næstunni,“ kemur fram í tilkynningunni. Katrín segist trúa því að þær aðgerðir sem ríki og sveitarfélög hafi ákveðið að ráðast í til að styðja við samningana muni skila sér í bættum lífskjörum og kaupmætti launafólks. „Samhliða því að verðbólgan færis aftur í átt að markmiði,“ bætir hún við. Hún fjallaði einnig um eldsumbrotin á Reykjanesskaga og þær margvíslegu efnahagslegu aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að styðja við íbúa Grindavíkur. Um sé að ræða fordæmalitla stöðu og ýmis viðfangsefni fram undan sem greiða þurfi úr. „Forsætisráðherra kom einnig inn á mikilvægi þess að koma á fót innlendu greiðslumiðlunarkerfi. Slíkt skapi bæði ávinning fyrir neytendur og tryggi öryggi og viðnámsþrótt kerfisins en forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi þess efnis á Alþingi í febrúar sl.“ segir í tilkynningunni. „Þá vék hún máli sínu að mikilvægi þess að erlendar fjárfestingar í mikilvægum innviðum og annarri samfélagslega mikilvægri starfsemi hér á landi séu í samræmi við þjóðaröryggi. Frumvarp þess efnis var lagt fyrir Alþingi fyrr á árinu sem forsætisráðherra mælti fyrir í mars.“ Lesa má ávarpið í heild sinni á síðu Stjórnarráðsins.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira