Ný áfengis- og vímuvarnarstefna verði samvinnuverkefni allra þingflokka Lovísa Arnardóttir skrifar 4. apríl 2024 08:50 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kallað eftir samvinnu allra þingflokka við nýja stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópur sem hann skipaði fyrir um ári síðan um nýja stefnu í skaðaminnkun á að skila til að hans tillögum á næstu vikum. Willum Þór segir ópíóíða þurfa miklu meiri athygli. Fjallað var um það fyrr í vikunni að Willum hafi í fyrra sagst ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni til að ræða þessi mál. Willum segir að fyrir ári síðan hafi hann blásið í lúðra vegna alvarlegrar stöðu í því sem þá var kallað ópíóíðafaraldur. Hann bjó til sérstakan starfshóp um skaðaminnkun sem á að skila til hans tillögum á næstu vikum um stefnu í skaðaminnkun. Willum segir að hann hafi kallað eftir aðkomu allra þingflokka að þessari stefnu þegar tillögurnar liggja fyrir. Verði vel varið Hvað varðar peningana sem hann ætlaði að verja í málaflokkinn kom fram í umfjöllun Vísis í vikunni að þær 225 milljónir sem hann hafi ætlað að verja hafi endað sem 150 milljónir í fjárlögum. Willum segir að 150 milljónunum verði vel varið á árinu og að auk þeirra sé meiri peningur í málaflokknum eins og í viðhaldsmeðferð, lyf og önnur verkefni. Willum Þór var í Bítinu til að ræða málefni er varða ópíóíða en fór einnig yfir stóru málin í sínu ráðuneyti síðustu árin. Eins og að veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu án efnahag og að tryggja samninga við sérgreinalækna. Þá nefndi hann einnig breytingar á Landspítalanum varðandi bið eftir því að komast í aðgerð og skipulag á spítalanum. Valkvæðar aðgerðir hafi verið færðar af spítalanum og biðtími styst samhliða. Sigurður Ingi verði mögulega forsætisráðherra Þá ræddi Willum einnig mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta og hver gæti tekið við af henni. „Ég held að ég sjái það alveg geta gerst þannig,“ segir Willum Þór um það hvort að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Hann segir að það sé þó formannanna í ríkisstjórninni að fara yfir það. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það yrði þá þeirra Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og þá Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem myndi taka við sem formaður Vinstri grænna fari Katrín fram. Hann er varaformaður Vinstri grænna í dag. Willum Þór sagðist alls ekki tilbúinn til að hætta sem heilbrigðisráðherra en að það verði að vinna sig af ábyrgð í gegnum þá stöðu sem er komin upp með mögulegu framboði Katrínar. Ríkisstjórnin geti staðið þetta af sér en að þau verði bara að sjá hvernig forsetakosningarnar fari. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Willum hefur óskað eftir aðkomu allra þingflokka að nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum, ekki skaðaminnkun eins og kom fram fyrst. Leiðrétt klukkan 09:51 þann 4.4.2024. Fíkn Bítið Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vikunni að Willum hafi í fyrra sagst ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni til að ræða þessi mál. Willum segir að fyrir ári síðan hafi hann blásið í lúðra vegna alvarlegrar stöðu í því sem þá var kallað ópíóíðafaraldur. Hann bjó til sérstakan starfshóp um skaðaminnkun sem á að skila til hans tillögum á næstu vikum um stefnu í skaðaminnkun. Willum segir að hann hafi kallað eftir aðkomu allra þingflokka að þessari stefnu þegar tillögurnar liggja fyrir. Verði vel varið Hvað varðar peningana sem hann ætlaði að verja í málaflokkinn kom fram í umfjöllun Vísis í vikunni að þær 225 milljónir sem hann hafi ætlað að verja hafi endað sem 150 milljónir í fjárlögum. Willum segir að 150 milljónunum verði vel varið á árinu og að auk þeirra sé meiri peningur í málaflokknum eins og í viðhaldsmeðferð, lyf og önnur verkefni. Willum Þór var í Bítinu til að ræða málefni er varða ópíóíða en fór einnig yfir stóru málin í sínu ráðuneyti síðustu árin. Eins og að veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu án efnahag og að tryggja samninga við sérgreinalækna. Þá nefndi hann einnig breytingar á Landspítalanum varðandi bið eftir því að komast í aðgerð og skipulag á spítalanum. Valkvæðar aðgerðir hafi verið færðar af spítalanum og biðtími styst samhliða. Sigurður Ingi verði mögulega forsætisráðherra Þá ræddi Willum einnig mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta og hver gæti tekið við af henni. „Ég held að ég sjái það alveg geta gerst þannig,“ segir Willum Þór um það hvort að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Hann segir að það sé þó formannanna í ríkisstjórninni að fara yfir það. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það yrði þá þeirra Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og þá Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem myndi taka við sem formaður Vinstri grænna fari Katrín fram. Hann er varaformaður Vinstri grænna í dag. Willum Þór sagðist alls ekki tilbúinn til að hætta sem heilbrigðisráðherra en að það verði að vinna sig af ábyrgð í gegnum þá stöðu sem er komin upp með mögulegu framboði Katrínar. Ríkisstjórnin geti staðið þetta af sér en að þau verði bara að sjá hvernig forsetakosningarnar fari. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Willum hefur óskað eftir aðkomu allra þingflokka að nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum, ekki skaðaminnkun eins og kom fram fyrst. Leiðrétt klukkan 09:51 þann 4.4.2024.
Fíkn Bítið Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira