Skítakuldi en spennt fyrir því að spila á Kópavogsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2024 07:00 Alexandra í einum af 41 A-landsleik sínum. Vísir/Vilhelm Ísland mætir Póllandi á föstudaginn kemur í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir EM 2025 sem fram fer í Sviss. Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er nokkuð brött og finnst allt í góðu að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli enda var hún lengi vel í röðum Breiðabliks. Hin 24 ára gamla Alexandra spilar í dag með Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. „Aðeins kaldara kannski,“ sagði Alexandra og hló aðspurð hvort það væri ekki örlítill munur á veðrinu í Reykjavík og Flórens á þessum árstíma. „Þetta er bara voðalega fínt veður þó það sé skítakuldi. Það er allavega ekki mikill vindur,“ bætti miðjumaðurinn við. Fiorentina er sem stendur í 3. sæti deildarinnar og er komið í bikarúrslit. Liðið hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. „Síðustu þrír leikir bara búnir að vera lélegir, 4-0 gefur ekki rétt mynd af leiknum síðasta laugardag. Búnar að vera erfiðar vikur hjá okkur og fínt að komast í þetta verkefni og fá svo fríhelgi eftir það.“ „Gleyma þessum þremur leikjum, allt annað hugarfar hér þar sem það er allt annað verkefni og allt annar hópur. Fínt að kúpla sig aðeins út.“ Leikurinn á morgun fer fram á Kópavogsvelli og hefur liðið því æft þar síðan það kom saman. Líkar Alexöndru það vel. „Mér finnst bara fínt að spila hér. Ég var mjög ánægð þegar þau sögðu að leikurinn yrði á Kópavogsvelli,“ sagði Alexandra skælbrosandi. Klippa: Alexandra ánægð með að spilað verði á Kópavogsvelli Um leikinn gegn Póllandi „Ótrúlega vel, flottur riðill sem við fengum og allir geta unnið alla. Við eigum líka bara bullandi að vera í efstu tveimur sætunum í þessum riðli sem er klárt markmið hjá okkur.“ „Þetta er lið með flotta leikmenn, margar að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Spiluðum við þær fyrir EM 2022 og unnum 3-0 en það segir ekkert. Þær eru í A-riðli, öll lið þar eru ótrúlega góð og þetta verður ótrúlega erfiður leikur.“ Ísland mætir Póllandi klukkan 16.45 á morgun, föstudag. Fótbolti EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Hin 24 ára gamla Alexandra spilar í dag með Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. „Aðeins kaldara kannski,“ sagði Alexandra og hló aðspurð hvort það væri ekki örlítill munur á veðrinu í Reykjavík og Flórens á þessum árstíma. „Þetta er bara voðalega fínt veður þó það sé skítakuldi. Það er allavega ekki mikill vindur,“ bætti miðjumaðurinn við. Fiorentina er sem stendur í 3. sæti deildarinnar og er komið í bikarúrslit. Liðið hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð. „Síðustu þrír leikir bara búnir að vera lélegir, 4-0 gefur ekki rétt mynd af leiknum síðasta laugardag. Búnar að vera erfiðar vikur hjá okkur og fínt að komast í þetta verkefni og fá svo fríhelgi eftir það.“ „Gleyma þessum þremur leikjum, allt annað hugarfar hér þar sem það er allt annað verkefni og allt annar hópur. Fínt að kúpla sig aðeins út.“ Leikurinn á morgun fer fram á Kópavogsvelli og hefur liðið því æft þar síðan það kom saman. Líkar Alexöndru það vel. „Mér finnst bara fínt að spila hér. Ég var mjög ánægð þegar þau sögðu að leikurinn yrði á Kópavogsvelli,“ sagði Alexandra skælbrosandi. Klippa: Alexandra ánægð með að spilað verði á Kópavogsvelli Um leikinn gegn Póllandi „Ótrúlega vel, flottur riðill sem við fengum og allir geta unnið alla. Við eigum líka bara bullandi að vera í efstu tveimur sætunum í þessum riðli sem er klárt markmið hjá okkur.“ „Þetta er lið með flotta leikmenn, margar að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Spiluðum við þær fyrir EM 2022 og unnum 3-0 en það segir ekkert. Þær eru í A-riðli, öll lið þar eru ótrúlega góð og þetta verður ótrúlega erfiður leikur.“ Ísland mætir Póllandi klukkan 16.45 á morgun, föstudag.
Fótbolti EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira