Fótbolti

Reyna að sann­færa Xavi um að vera á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Xavi ræðir við dómara. Ekki er vitað hvort dómarar Spánir séu æstir í að hann verði áfram í starfi en forráðamenn Barcelona vilja það hins vegar.
Xavi ræðir við dómara. Ekki er vitað hvort dómarar Spánir séu æstir í að hann verði áfram í starfi en forráðamenn Barcelona vilja það hins vegar. Alex Caparros/Getty Images

Forráðamenn spænska knattspyrnurisans Barcelona gera nú hvað þeir geta til að sannfæra þjálfara liðsins, Xavi, um að vera áfram við stjórnvölin. Xavi stendur þó fast á sínu og mun hætta í sumar.

Í upphafi árs kom Xavi öllum verulega á óvart þegar hann staðfesti að hann myndi stíga til hliðar í sumar. Vissulega hefur gengið á ýmsu hjá Börsungum undanfarin misseri en Xavi er goðsögn hjá félaginu og kominn í draumastarfið, að stýra uppeldisfélaginu.

Hann vill þó meina að það sé eitt að spila fyrir Barcelona og annað að stýra liðinu. Hann fékk einfaldlega nóg og ákvað að segja af sér.

Nú greinir The Athletic frá því að Joan Laporta, forseti Barcelona, og aðrir forráðamenn félagsins séu að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að halda Xavi hjá félaginu.

Svo mikla áherslu leggur félagið á að halda Xavi að leit þeirra að eftirmanni hans hefur verið stöðvuð.

Barcelona er sem stendur í 2. sæti La Liga með 67 stig. Átta stigum minna en topplið Real Madríd þegar átta umferðir eru eftir. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem París Saint-Germain bíður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×