Lítill hópur heldur uppi sölunni í ÁTVR Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2024 11:27 Svala og Halldóra. Þær segja að viðhorfin hafi breyst en enn sé löggjafinn tregur í taumi í að breyta um stefnu í vímuefnamálum. vísir/Jóhann/Einar Takmarkaður hópur fólks kaupir langmest af því áfengi sem selt er í Vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. En þetta er sama fólk og glímir við áfengisvanda. Eða svo segir Svala Jóhannesdóttir, sem er formaður Matthildar – samtök um skaðaminnkun. Hún segir þetta óábyrgt af íslenska ríkinu, að hafa ekki sett vínbúðum sínum skaðaminnkandi stefnu. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Frelsið er yndislegt, hlaðvarpsþætti Afstöðu en þar var Svala gestur ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata og Þóri Tony Guðlaugssyni, varðstjóra í fangelsinu á Hólmsheiði. En þar var einkum til tals skaðaminnkun. Verðum að leita annarra leiða Þær Svala og Halldóra voru sammála um að nýja nálgun þurfi þegar kemur að vímuefnamálum hér á landi en báðar vilja stokka upp markaðinn og regluvæða hann. „Mér finnst algjörlega galið að ríkið taki ábyrgð á einum vímugjafa og eftir stendur risastór markaður af efnum og risastór gróðamöguleiki. Við höfum þessi efni í einhverjum undirheimum þar sem hver sem er getur selt og framleitt og flutt inn,“ segir Svala. Hún sagði að ekkert aldurstakmark væri við sölu á öðrum eiturlyfjum, í heimi sem snýst um mannorð og ofbeldi. Við verðum að hugsa upp aðrar leiðir. Halldóra sagði að með því að regluvæða fleiri vímuefni væri um leið hægt að draga úr aðgengi að þeim. Þingmál Ásmundar standar á afstöðu VG Lyfjahampur var einnig ræddur og sú vitundarvakning sem orðið hefur í samfélaginu um gagnsemi kannabisplöntunnar. Halldóra sagði umhverfið vera að breytast hröðum skrefum. „Þegar ég lagði fram frumvarp um lyfjahamp og mælti fyrir því þá var ekki einn einasti þingmaður eða þingflokkur sem studdi málið og ég ákvað að hætta við frumvarpið og berjast fyrir CBD. En núna í dag er þetta mjög breytt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er kominn fram með þingmál um lyfjahamp. Þannig að það hefur margt breyst á stuttum tíma.“ Þingmál Ásmundar um lyfjahamp í tilraunaskyni hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis og var síðast tekið fyrir á fundi í febrúar. Ólíklegt er talið að það verði afgreitt úr nefndinni, til síðari umræðu og atkvæðagreiðslu fyrir þinglok. Er það rakið til andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við málið. Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Lyf Fíkn Fíkniefnabrot Verslun Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eða svo segir Svala Jóhannesdóttir, sem er formaður Matthildar – samtök um skaðaminnkun. Hún segir þetta óábyrgt af íslenska ríkinu, að hafa ekki sett vínbúðum sínum skaðaminnkandi stefnu. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Frelsið er yndislegt, hlaðvarpsþætti Afstöðu en þar var Svala gestur ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata og Þóri Tony Guðlaugssyni, varðstjóra í fangelsinu á Hólmsheiði. En þar var einkum til tals skaðaminnkun. Verðum að leita annarra leiða Þær Svala og Halldóra voru sammála um að nýja nálgun þurfi þegar kemur að vímuefnamálum hér á landi en báðar vilja stokka upp markaðinn og regluvæða hann. „Mér finnst algjörlega galið að ríkið taki ábyrgð á einum vímugjafa og eftir stendur risastór markaður af efnum og risastór gróðamöguleiki. Við höfum þessi efni í einhverjum undirheimum þar sem hver sem er getur selt og framleitt og flutt inn,“ segir Svala. Hún sagði að ekkert aldurstakmark væri við sölu á öðrum eiturlyfjum, í heimi sem snýst um mannorð og ofbeldi. Við verðum að hugsa upp aðrar leiðir. Halldóra sagði að með því að regluvæða fleiri vímuefni væri um leið hægt að draga úr aðgengi að þeim. Þingmál Ásmundar standar á afstöðu VG Lyfjahampur var einnig ræddur og sú vitundarvakning sem orðið hefur í samfélaginu um gagnsemi kannabisplöntunnar. Halldóra sagði umhverfið vera að breytast hröðum skrefum. „Þegar ég lagði fram frumvarp um lyfjahamp og mælti fyrir því þá var ekki einn einasti þingmaður eða þingflokkur sem studdi málið og ég ákvað að hætta við frumvarpið og berjast fyrir CBD. En núna í dag er þetta mjög breytt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er kominn fram með þingmál um lyfjahamp. Þannig að það hefur margt breyst á stuttum tíma.“ Þingmál Ásmundar um lyfjahamp í tilraunaskyni hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis og var síðast tekið fyrir á fundi í febrúar. Ólíklegt er talið að það verði afgreitt úr nefndinni, til síðari umræðu og atkvæðagreiðslu fyrir þinglok. Er það rakið til andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við málið.
Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Lyf Fíkn Fíkniefnabrot Verslun Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent