Lítill hópur heldur uppi sölunni í ÁTVR Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2024 11:27 Svala og Halldóra. Þær segja að viðhorfin hafi breyst en enn sé löggjafinn tregur í taumi í að breyta um stefnu í vímuefnamálum. vísir/Jóhann/Einar Takmarkaður hópur fólks kaupir langmest af því áfengi sem selt er í Vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. En þetta er sama fólk og glímir við áfengisvanda. Eða svo segir Svala Jóhannesdóttir, sem er formaður Matthildar – samtök um skaðaminnkun. Hún segir þetta óábyrgt af íslenska ríkinu, að hafa ekki sett vínbúðum sínum skaðaminnkandi stefnu. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Frelsið er yndislegt, hlaðvarpsþætti Afstöðu en þar var Svala gestur ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata og Þóri Tony Guðlaugssyni, varðstjóra í fangelsinu á Hólmsheiði. En þar var einkum til tals skaðaminnkun. Verðum að leita annarra leiða Þær Svala og Halldóra voru sammála um að nýja nálgun þurfi þegar kemur að vímuefnamálum hér á landi en báðar vilja stokka upp markaðinn og regluvæða hann. „Mér finnst algjörlega galið að ríkið taki ábyrgð á einum vímugjafa og eftir stendur risastór markaður af efnum og risastór gróðamöguleiki. Við höfum þessi efni í einhverjum undirheimum þar sem hver sem er getur selt og framleitt og flutt inn,“ segir Svala. Hún sagði að ekkert aldurstakmark væri við sölu á öðrum eiturlyfjum, í heimi sem snýst um mannorð og ofbeldi. Við verðum að hugsa upp aðrar leiðir. Halldóra sagði að með því að regluvæða fleiri vímuefni væri um leið hægt að draga úr aðgengi að þeim. Þingmál Ásmundar standar á afstöðu VG Lyfjahampur var einnig ræddur og sú vitundarvakning sem orðið hefur í samfélaginu um gagnsemi kannabisplöntunnar. Halldóra sagði umhverfið vera að breytast hröðum skrefum. „Þegar ég lagði fram frumvarp um lyfjahamp og mælti fyrir því þá var ekki einn einasti þingmaður eða þingflokkur sem studdi málið og ég ákvað að hætta við frumvarpið og berjast fyrir CBD. En núna í dag er þetta mjög breytt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er kominn fram með þingmál um lyfjahamp. Þannig að það hefur margt breyst á stuttum tíma.“ Þingmál Ásmundar um lyfjahamp í tilraunaskyni hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis og var síðast tekið fyrir á fundi í febrúar. Ólíklegt er talið að það verði afgreitt úr nefndinni, til síðari umræðu og atkvæðagreiðslu fyrir þinglok. Er það rakið til andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við málið. Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Lyf Fíkn Fíkniefnabrot Verslun Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Eða svo segir Svala Jóhannesdóttir, sem er formaður Matthildar – samtök um skaðaminnkun. Hún segir þetta óábyrgt af íslenska ríkinu, að hafa ekki sett vínbúðum sínum skaðaminnkandi stefnu. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Frelsið er yndislegt, hlaðvarpsþætti Afstöðu en þar var Svala gestur ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata og Þóri Tony Guðlaugssyni, varðstjóra í fangelsinu á Hólmsheiði. En þar var einkum til tals skaðaminnkun. Verðum að leita annarra leiða Þær Svala og Halldóra voru sammála um að nýja nálgun þurfi þegar kemur að vímuefnamálum hér á landi en báðar vilja stokka upp markaðinn og regluvæða hann. „Mér finnst algjörlega galið að ríkið taki ábyrgð á einum vímugjafa og eftir stendur risastór markaður af efnum og risastór gróðamöguleiki. Við höfum þessi efni í einhverjum undirheimum þar sem hver sem er getur selt og framleitt og flutt inn,“ segir Svala. Hún sagði að ekkert aldurstakmark væri við sölu á öðrum eiturlyfjum, í heimi sem snýst um mannorð og ofbeldi. Við verðum að hugsa upp aðrar leiðir. Halldóra sagði að með því að regluvæða fleiri vímuefni væri um leið hægt að draga úr aðgengi að þeim. Þingmál Ásmundar standar á afstöðu VG Lyfjahampur var einnig ræddur og sú vitundarvakning sem orðið hefur í samfélaginu um gagnsemi kannabisplöntunnar. Halldóra sagði umhverfið vera að breytast hröðum skrefum. „Þegar ég lagði fram frumvarp um lyfjahamp og mælti fyrir því þá var ekki einn einasti þingmaður eða þingflokkur sem studdi málið og ég ákvað að hætta við frumvarpið og berjast fyrir CBD. En núna í dag er þetta mjög breytt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er kominn fram með þingmál um lyfjahamp. Þannig að það hefur margt breyst á stuttum tíma.“ Þingmál Ásmundar um lyfjahamp í tilraunaskyni hefur verið til meðferðar hjá velferðarnefnd Alþingis og var síðast tekið fyrir á fundi í febrúar. Ólíklegt er talið að það verði afgreitt úr nefndinni, til síðari umræðu og atkvæðagreiðslu fyrir þinglok. Er það rakið til andstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við málið.
Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Lyf Fíkn Fíkniefnabrot Verslun Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira