Óvænt fjarvera Bjarna á fundi í Brussel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2024 10:18 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður ekki meðal gesta á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO sem hefst í Brussel klukkan ellefu að íslenskum tíma. Bjarni forfallaðist skyndilega vegna anna hér heima við önnur ónefnd verkefni. Utanríkisráðuneytið staðfesti fjarveru Bjarna við fréttastofu RÚV. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands í NATO, situr fundinn fyrir hönd Bjarna. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, birtir mynd af þátttakendum fundarins þar sem sjá má mynd af Bjarna sem bendir til þess að hann hafi ætlað að sitja fundinn. Á dagskrá fundarins er meðal annars langtímastuðningur NATO við Úkraínu og fyrirhugaður leiðtogafundur NATO í Washington í júlí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi klukkan 13 í dag þar sem umræðuefnið er mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til embættis forseta Íslands. Katrín hefur ekkert tjáð sig um mögulegt framboð sitt undanfarna daga og hefur fjölmiðlum sömuleiðis reynst erfiðara en áður að ná tali af henni á síðustu ríkisstjórnarfundum. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ sagði Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokksins í samtali við Vísi í gær. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarna né Hersi Aroni Ólafssyni aðstoðarmanni hans það sem af er degi. Ægir Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagðist í samtali við fréttastofu ætla að afla upplýsinga um ástæður fyrir fjarveru Bjarna í Brussel. Uppfært klukkan 10:48 Hersir Aron Ólafssyni, aðstoðarmaður Bjarna, segir í skriflegu svari til fréttastofu að Bjarni hafi forfallast vegna „annarra verkefna“ hér heima. Ekki fengust svör við því hvaða verkefni trompuðu fund NATO en á dagskrá Bjarna í dag er meðal annars fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins klukkan 13 vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta. Ægir Þór Eysteinsson segir í skriflegu svari: Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna. Fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sækir utanríkisráðherrafundinn í hans stað. Utanríkismál NATO Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið staðfesti fjarveru Bjarna við fréttastofu RÚV. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands í NATO, situr fundinn fyrir hönd Bjarna. Björn Malmquist, fréttamaður RÚV í Brussel, birtir mynd af þátttakendum fundarins þar sem sjá má mynd af Bjarna sem bendir til þess að hann hafi ætlað að sitja fundinn. Á dagskrá fundarins er meðal annars langtímastuðningur NATO við Úkraínu og fyrirhugaður leiðtogafundur NATO í Washington í júlí. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hittist á fundi klukkan 13 í dag þar sem umræðuefnið er mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til embættis forseta Íslands. Katrín hefur ekkert tjáð sig um mögulegt framboð sitt undanfarna daga og hefur fjölmiðlum sömuleiðis reynst erfiðara en áður að ná tali af henni á síðustu ríkisstjórnarfundum. „Þingið er ekki að störfum eins og er þannig ég hafði ekki ætlað mér að hafa fund í vikunni. En mér finnst í ljósi stöðunnar eðlilegt að við ræðum okkar á milli hvernig breytt staða gæti litið út, ef af henni verður. Þá munu auðvitað hlutir gerast hratt,“ sagði Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokksins í samtali við Vísi í gær. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarna né Hersi Aroni Ólafssyni aðstoðarmanni hans það sem af er degi. Ægir Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagðist í samtali við fréttastofu ætla að afla upplýsinga um ástæður fyrir fjarveru Bjarna í Brussel. Uppfært klukkan 10:48 Hersir Aron Ólafssyni, aðstoðarmaður Bjarna, segir í skriflegu svari til fréttastofu að Bjarni hafi forfallast vegna „annarra verkefna“ hér heima. Ekki fengust svör við því hvaða verkefni trompuðu fund NATO en á dagskrá Bjarna í dag er meðal annars fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins klukkan 13 vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til forseta. Ægir Þór Eysteinsson segir í skriflegu svari: Utanríkisráðherra forfallaðist á fundinn með skömmum fyrirvara sökum annarra verkefna. Fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu sækir utanríkisráðherrafundinn í hans stað.
Utanríkismál NATO Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira