Styðja við Phillips eftir að hann sýndi áhorfanda fingurinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. apríl 2024 22:01 Það var ekki vísifingur sem Kalvin Phillips beindi að áhorfanda á laugardaginn. West Ham United FC/Getty Images David Moyes, þjálfari West Ham, sagði félagið ætla að styðja við bakið á Kalvin Phillips eftir að hann reiddist stuðningsmanni liðsins á laugardag. Atvikið má sjá á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Þar gefur Phillips áhorfanda fingurinn eftir að hann kallaði leikmanninn „gagnslausan“. Kalvin Phillips shows the middle finger to a West Ham fan who called him 'useless'. 😳pic.twitter.com/qOk6ANQe1X— CentreGoals. (@centregoals) March 30, 2024 Phillips hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann fór frá Leeds til Manchester City árið 2022. Leiktími hans þar var mjög takmarkaður og Phillips fór á láni til West Ham í lok janúar á þessu ári. Í fyrsta leik fyrir West Ham gaf Phillips boltann frá sér sem leiddi til marks strax á 3. mínútu gegn Bournemouth. Hann kom inn sem varamaður í 1-3 á laugardag gegn Newcastle, gaf vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar sem blés lífi í Newcastle og leiddi til endurkomu þeirra og 4-3 sigurs. West Ham hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvikið en David Moyes, þjálfari liðsins, sagði félagið ætla að styðja Phillips á erfiðum tímum á hans ferli og kallaði eftir því að stuðningsmenn gerðu slíkt hið sama. „Kalvin er mannlegur, hann þarf á stuðningi fólksins að halda, við munum styðja hann. Við þurfum að fá áhorfendur á bakvið hann líka því Kalvin er frábær leikmaður og ég trúi því að hann geti enn gert góða hluti hér.“ sagði þjálfarinn Moyes. West Ham mætir næst Tottenham í Lundúnaslag á morgun, þriðjudag. Enski boltinn Tengdar fréttir Biðst loks afsökunar á að hafa sagt Phillips of þungan Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur beðist afsökunar á „ofþyngdar“-ummælum sínum í garð eins af leikmönnum félagsins, Kalvin Phillips. 20. febrúar 2024 07:30 Sagði orð Guardiola hafa verið algjöran lágpunkt Kalvin Philips var lánaður frá Manchester City til West Ham í janúarglugganum. Hann var keyptur til City sumarið 2022 en náði sér aldrei á strik hjá meisturnum. 12. febrúar 2024 07:00 Phillips genginn í raðir West Ham Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er genginn í raðir West Ham á láni frá Englandsmeisturum Manchester City. 27. janúar 2024 08:01 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Sjá meira
Atvikið má sjá á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Þar gefur Phillips áhorfanda fingurinn eftir að hann kallaði leikmanninn „gagnslausan“. Kalvin Phillips shows the middle finger to a West Ham fan who called him 'useless'. 😳pic.twitter.com/qOk6ANQe1X— CentreGoals. (@centregoals) March 30, 2024 Phillips hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann fór frá Leeds til Manchester City árið 2022. Leiktími hans þar var mjög takmarkaður og Phillips fór á láni til West Ham í lok janúar á þessu ári. Í fyrsta leik fyrir West Ham gaf Phillips boltann frá sér sem leiddi til marks strax á 3. mínútu gegn Bournemouth. Hann kom inn sem varamaður í 1-3 á laugardag gegn Newcastle, gaf vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar sem blés lífi í Newcastle og leiddi til endurkomu þeirra og 4-3 sigurs. West Ham hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvikið en David Moyes, þjálfari liðsins, sagði félagið ætla að styðja Phillips á erfiðum tímum á hans ferli og kallaði eftir því að stuðningsmenn gerðu slíkt hið sama. „Kalvin er mannlegur, hann þarf á stuðningi fólksins að halda, við munum styðja hann. Við þurfum að fá áhorfendur á bakvið hann líka því Kalvin er frábær leikmaður og ég trúi því að hann geti enn gert góða hluti hér.“ sagði þjálfarinn Moyes. West Ham mætir næst Tottenham í Lundúnaslag á morgun, þriðjudag.
Enski boltinn Tengdar fréttir Biðst loks afsökunar á að hafa sagt Phillips of þungan Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur beðist afsökunar á „ofþyngdar“-ummælum sínum í garð eins af leikmönnum félagsins, Kalvin Phillips. 20. febrúar 2024 07:30 Sagði orð Guardiola hafa verið algjöran lágpunkt Kalvin Philips var lánaður frá Manchester City til West Ham í janúarglugganum. Hann var keyptur til City sumarið 2022 en náði sér aldrei á strik hjá meisturnum. 12. febrúar 2024 07:00 Phillips genginn í raðir West Ham Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er genginn í raðir West Ham á láni frá Englandsmeisturum Manchester City. 27. janúar 2024 08:01 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Sjá meira
Biðst loks afsökunar á að hafa sagt Phillips of þungan Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur beðist afsökunar á „ofþyngdar“-ummælum sínum í garð eins af leikmönnum félagsins, Kalvin Phillips. 20. febrúar 2024 07:30
Sagði orð Guardiola hafa verið algjöran lágpunkt Kalvin Philips var lánaður frá Manchester City til West Ham í janúarglugganum. Hann var keyptur til City sumarið 2022 en náði sér aldrei á strik hjá meisturnum. 12. febrúar 2024 07:00
Phillips genginn í raðir West Ham Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er genginn í raðir West Ham á láni frá Englandsmeisturum Manchester City. 27. janúar 2024 08:01