Fótbolti

Phillips genginn í raðir West Ham

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kalvin Phillips leikur með West Ham út tímabilið.
Kalvin Phillips leikur með West Ham út tímabilið. West Ham United FC/Getty Images

Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er genginn í raðir West Ham á láni frá Englandsmeisturum Manchester City.

Phillips gekk í raðir Manchester City árið 2022 fyrir 45 milljónir punda frá Leeds. Hann skrifaði þá undir sex ára samning við City, en tími hans hjá félaginu hefur ekki náð miklum hæðum.

Phillips hefur verið á mála hjá City í um eitt og hálf ár og á þeim tíma hefur hann aðeins komið við sögu í 16 deildarleikjum og verið í byrjunarliðinu í tveimur þeirra.

Hann fær þó nú tækifæri til að koma ferlinum aftur af stað hjá West Ham. Lánssamningur hans við félagið, sem gildir út yfirstandandi tímabil, felur þó ekki í sér möguleika á kaupum.

West Ham var ekki eina liðið sem hafði áhuga á því að fá Phillips í sínar raðir í þessum félagsskiptaglugga. Lið á borð við Newcastle, Crystal Palace og Juventus höfðu einnig lýst yfir áhuga, en nú er orðið ljóst að hann mun leika með West Ham út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×