Newcastle reis upp frá dauðum í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 14:39 Harvey Barnes tryggði Newcastle United sigurinn með tveimur mörkum undir lokin. Getty/Stu Forster Hamrarnir misstu frá sér frábæra stöðu á St. James Park í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Newcastle tryggði sér 4-3 sigur á West Ham með því að skora þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Leikurinn var frábær skemmtun, sjö mörk og mikið líf og fjör allan tímann. Harvey Barnes var hetjan því hann skoraði síðustu tvö mörkin eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 67. mínútu þegar Newcastle liðið var 3-1 undir. West Ham var 3-1 yfir í leiknum þegar Newcastle fékk sitt annað víti í leiknum á 75. mínútu. Það kveikti heldur betur í heimamönnum sem höfðu ekki litið allt of vel út lengstum í leiknum. Alexander Isak skoraði tvö mörk fyrir Newcastle en þau komu bæði úr vítum. West Ham menn hefðu hoppað upp að hlð Manhester United í sjötta sætinu með sigri og náð ennfremur sjö stiga forskot á Newcastle í töflunni. Nú munar bata einu stigi á þeim, West Ham er í sjöunda sætinu en Newscastle í áttunda sæti. Newcastle fékk draumabyrjun á sjöttu mínútu þegar Anthony Gordon fiskaði víti og Svíinn Alexander Isak skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. West Ham jafnaði á 21. mínútu og þar munaði mestu um frábæra stungusendingu frá Lucas Paqueta. Michail Antonio fékk boltann inn fyrir vörnin og skoraði laglega. Mohammed Kudus kom síðan West Ham síðan yfir á tíundu mínútu í uppbótatíma í fyrri hálfleik. Lucas Paqueta var fljótur að taka aukaspyrnu og Jarrod Bowen fann Kudus í framhaldinu. West Ham endaði fyrri hálfleikinn vel og byrjaði þann seinni frábærlega. Bowen skoraði þá þriðja markið eftir að hafa sloppið í gegnum vörnina eftir skyndisókn og sendingu frá Kudus. Fimmtánda deildarmark Bowen á leiktíðinni. Það leit allt út fyrir útisigur. Newcastle menn vöknuðu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Anthony Gordon fiskaði aðra vítaspyrnu á 76. mínútu og Alexander Isak fór aftur á punktinn og skoraði aftur af miklu öryggi. Newcastle menn héldu áfram og tókst síðan að jafna metin í 3-3 með marki frá Harvey Barnes á 83. mínútu. Hann fékk þá stungusendingu frá umræddum Isak. Barnes var ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og kórónaði endurkomu Newcastle í leiknum. Ótrúlegur endurkomusigur í stórkostlegum fótboltaleik. Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Leikurinn var frábær skemmtun, sjö mörk og mikið líf og fjör allan tímann. Harvey Barnes var hetjan því hann skoraði síðustu tvö mörkin eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 67. mínútu þegar Newcastle liðið var 3-1 undir. West Ham var 3-1 yfir í leiknum þegar Newcastle fékk sitt annað víti í leiknum á 75. mínútu. Það kveikti heldur betur í heimamönnum sem höfðu ekki litið allt of vel út lengstum í leiknum. Alexander Isak skoraði tvö mörk fyrir Newcastle en þau komu bæði úr vítum. West Ham menn hefðu hoppað upp að hlð Manhester United í sjötta sætinu með sigri og náð ennfremur sjö stiga forskot á Newcastle í töflunni. Nú munar bata einu stigi á þeim, West Ham er í sjöunda sætinu en Newscastle í áttunda sæti. Newcastle fékk draumabyrjun á sjöttu mínútu þegar Anthony Gordon fiskaði víti og Svíinn Alexander Isak skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. West Ham jafnaði á 21. mínútu og þar munaði mestu um frábæra stungusendingu frá Lucas Paqueta. Michail Antonio fékk boltann inn fyrir vörnin og skoraði laglega. Mohammed Kudus kom síðan West Ham síðan yfir á tíundu mínútu í uppbótatíma í fyrri hálfleik. Lucas Paqueta var fljótur að taka aukaspyrnu og Jarrod Bowen fann Kudus í framhaldinu. West Ham endaði fyrri hálfleikinn vel og byrjaði þann seinni frábærlega. Bowen skoraði þá þriðja markið eftir að hafa sloppið í gegnum vörnina eftir skyndisókn og sendingu frá Kudus. Fimmtánda deildarmark Bowen á leiktíðinni. Það leit allt út fyrir útisigur. Newcastle menn vöknuðu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Anthony Gordon fiskaði aðra vítaspyrnu á 76. mínútu og Alexander Isak fór aftur á punktinn og skoraði aftur af miklu öryggi. Newcastle menn héldu áfram og tókst síðan að jafna metin í 3-3 með marki frá Harvey Barnes á 83. mínútu. Hann fékk þá stungusendingu frá umræddum Isak. Barnes var ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og kórónaði endurkomu Newcastle í leiknum. Ótrúlegur endurkomusigur í stórkostlegum fótboltaleik.
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira