Fótbolti

Sara Björk hafði betur gegn Alexöndru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hjá Juventus unnu stórsigur í Seríu A í dag.
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hjá Juventus unnu stórsigur í Seríu A í dag. Getty/ Jonathan Moscrop

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir fagnaði sigri í Íslendingaslag í ítölsku deildinni í dag þegar Juventus vann 4-0 stórsigur á Fiorentina.

Með þessum sigri þá náði Juventus liðið átta stiga forskoti á Fiorentina í baráttunni um annað sætið en Roma er með tíu stiga forystu á toppnum og á titilinn vísann.

Sara Björk Gunnarsdóttir byrjaði á bekknum hjá Juventus en Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliðinu hjá Fiorentina.

Sara Björk kom inn á sem varamaður á 63. mínútu en á sama tíma var Alexandra tekin af velli.

Hin nígeríska Onyi Echegini fór mikinn í liði Juventus og skoraði þrennu en kanadíska knattspyrnukonan Julia Angela Grosso kom Juve í 1-0 á strax á elleftu mínútu. Lineth Beerensteyn lagði upp tvö af mörkunum hjá Echegini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×