Geðhjálp kallar eftir vitundarvakningu: Algeng, alvarleg og langvarandi fráhvörf frá þunglyndislyfjum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2024 18:31 Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar kallar eftir vitundarvakningu um hver áhrif fráhvarfa frá þunglyndislyfjum geta verið. Vísir/Ívar Næstum allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár. Vanlíðan var meiri en fyrir töku lyfjanna hjá mörgum þeirra sem tóku þátt. Geðhjálp kallar eftir vitundarvakningu um áhrif slíkra lyfja Rannsóknin birtist á vefnum Science Direct og tóku 1148 manns þátt í henni sem höfðu hætt á SSRI þunglyndislyfjum eða lyfjum í svipuðum flokki. Fram kemur að 98 prósent þátttakenda fundu fyrir fráhvörfum þegar þeir hættu á lyfjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana. Fjórir af hverjum tíu voru enn með fráhvörf eftir tvö ár samkvæmt rannsókninni. Í áttatíu prósent tilvika voru áhrif þeirra nokkur eða mikil. Fjórðungur sagðist ekki hafa getað hætt á lyfjunum vegna fráhvarfa. Ríflega helmingur fann fyrir minni starfsgetu, fjórðungur missti starf. Sex af hverjum tíu þurftu að fara í veikindaleyfi og fjórðungur lýsti sambandsslitum í kjölfar þeirra. Fráhvörfin hafi áhrif á öll svið lífsins Svava Arnardóttir Formaður Geðhjálpar sem vakti athygli á rannsókninni segir niðurstöðurnar sláandi. „Það má sjá að það að hætta á þunglyndislyfjum og upplifa fráhvörfin hefur áhrif á þátttakendur á öllum sviðum lífsins. Hvort sem það var í samböndum, vinnu eða getu til að taka almennt þátt í lífinu. Viðmælendur töluðu um raunveruleg straumhvörf í lífi sínu vegna fráhvarfanna og einkennin voru alvarlegri en þeir höfðu áður en þeir byrjuðu á lyfjunum,“ segir Svava. Málið sé alvarlegt sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eigi met í inntöku þunglyndislyfja. Margir sem upplifa fráhvörf frá þunglyndislyfjum Svava segist sjálf þekkja til slíkra einkenna. „Við heyrum mikið af sögum af fólki sem er að glíma við fráhvörf frá þunglyndislyfjum. Ég þekki það líka á eigin skinni að þetta er mikil og erfið barátta þegar maður fer að trappa sig niður og hættir,“ segir Svava. Hún kallar eftir vitundarvakningu um málið. „Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“ „Það þarf að upplýsa fólk áður en það byrjar að taka slík lyf þá hver áhrifin geta verið þegar og ef það ákveður að minnka þau eða hætta alfarið á þeim. Við þurfum fjölbreyttari valmöguleika þegar kemur að geðheilsu okkar. Það er ekki nóg að beina öllum eina leið í geðlyfin,“ segir Svava. Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Rannsóknin birtist á vefnum Science Direct og tóku 1148 manns þátt í henni sem höfðu hætt á SSRI þunglyndislyfjum eða lyfjum í svipuðum flokki. Fram kemur að 98 prósent þátttakenda fundu fyrir fráhvörfum þegar þeir hættu á lyfjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana. Fjórir af hverjum tíu voru enn með fráhvörf eftir tvö ár samkvæmt rannsókninni. Í áttatíu prósent tilvika voru áhrif þeirra nokkur eða mikil. Fjórðungur sagðist ekki hafa getað hætt á lyfjunum vegna fráhvarfa. Ríflega helmingur fann fyrir minni starfsgetu, fjórðungur missti starf. Sex af hverjum tíu þurftu að fara í veikindaleyfi og fjórðungur lýsti sambandsslitum í kjölfar þeirra. Fráhvörfin hafi áhrif á öll svið lífsins Svava Arnardóttir Formaður Geðhjálpar sem vakti athygli á rannsókninni segir niðurstöðurnar sláandi. „Það má sjá að það að hætta á þunglyndislyfjum og upplifa fráhvörfin hefur áhrif á þátttakendur á öllum sviðum lífsins. Hvort sem það var í samböndum, vinnu eða getu til að taka almennt þátt í lífinu. Viðmælendur töluðu um raunveruleg straumhvörf í lífi sínu vegna fráhvarfanna og einkennin voru alvarlegri en þeir höfðu áður en þeir byrjuðu á lyfjunum,“ segir Svava. Málið sé alvarlegt sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar eigi met í inntöku þunglyndislyfja. Margir sem upplifa fráhvörf frá þunglyndislyfjum Svava segist sjálf þekkja til slíkra einkenna. „Við heyrum mikið af sögum af fólki sem er að glíma við fráhvörf frá þunglyndislyfjum. Ég þekki það líka á eigin skinni að þetta er mikil og erfið barátta þegar maður fer að trappa sig niður og hættir,“ segir Svava. Hún kallar eftir vitundarvakningu um málið. „Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“ „Það þarf að upplýsa fólk áður en það byrjar að taka slík lyf þá hver áhrifin geta verið þegar og ef það ákveður að minnka þau eða hætta alfarið á þeim. Við þurfum fjölbreyttari valmöguleika þegar kemur að geðheilsu okkar. Það er ekki nóg að beina öllum eina leið í geðlyfin,“ segir Svava.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru að fráhvörfin geta verið alvarleg og haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Einkennin voru jafnframt alvarlegri en fólk hafði fyrir inntöku lyfjana.
„Það sem vantar hér er vitundarvakning um áhrif þunglyndislyfja og hversu erfitt það getur reynst að hætta að taka þau.“
Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira