Próftökubann og refsingar fyrir svindlara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 12:20 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggur til að ökunemar sem svindla á bílprófinu fái allt að sex mánaða próftökubann að launum. Vísir/Arnar Í nýju frumvarpi innviðaráðherra til breytinga á umferðarlögum er lagt til að brot á prófreglum í ökuprófi geti varðað sviptingu á próftökurétti í allt að sex mánuði, auk annarra mögulegra refsinga. Frumvarpinu er aðallega ætlað að bregðast við aukinni umferð smáfarartækja, svo sem rafknúinna hlaupahjóla, og var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Þar eru lagðar til breytingar á lögunum sem ætlað er að skilgreina smáfarartæki og marka lagaramma utan um þau, svo sem með reglum um lágmarksaldur upp á 13 ár og að óheimilt sé að aka þeim undir áhrifum áfengis. Í frumvarpinu er þó að finna nýmæli frá því það var síðast lagt fram. Þar er lögð til breyting á 58. grein umferðarlaga, þannig að brot á prófreglum í ökuprófi varði brottvísun úr prófi og sviptingar réttinum til að þreyta prófið í allt að sex mánuði. Auk þess gæti slík háttsemi sætt sektum eða refsingu samkvæmt 95. grein laganna. Í frumvarpinu segir þá að öðrum sé óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum og að Samgöngustofa myndi hafa ákvörðunarvald til sviptingu próftökuréttarins. Sektir eða fangelsi Í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með ákvæðinu sé gert ráð fyrir að Samgöngustofa taki við ákvörðun um sviptingu próftökuréttar mið af alvarleika brots, þeim hagsmunum sem undir eru hverju sinni, þeim varðaðaráhrifum sem viðurlögunum er ætlað að hafa og aðstæðum að öðru leyti. Þá er heimild fyrir ráðherra að mæla fyrir um útfærslu ákvæðisins og viðurlaga samkvæmt því, í reglugerð. „Þá er gert ráð fyrir því að í alvarlegri tilvikum geti beiting viðurlaga skv. 95. gr. einnig komið til skoðunar. Með því verða varnaðaráhrif viðurlaga vegna brota á prófreglum aukin enn frekar svo að draga megi úr umfangi þess en einnig bregðast við þeim tilvikum þegar upp kemst um að ökunemi hafi haft rangt við,“ segir í greinargerðinni. Í 95. grein er kveðið á um að brot gegn ákveðnum ákvæðum umferðarlaga, meðal annars 58. greininni sem fjallar um bílprófið, geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Geta svindlað og mætt aftur í næstu viku Í greinargerð með frumvarpinu er brot á prófreglum í ökuprófi sagt alvarlegt vandamál hér á landi, og að Samgöngustofa hafi vakið athygli ráðuneytisins á því, „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið.“ Því þyki nauðsynlegt að bregðast við slíkum brotum, og hæfilegt þyki að í flestum tilfellum verði viðkomandi óheimilt að þreyta prófið um ákveðinn tíma. Þó liggi fyrir að í alvarlegri tilvikum verði hægt að beita alvarlegri viðurlögum. Alþingi Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Bílpróf Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Frumvarpinu er aðallega ætlað að bregðast við aukinni umferð smáfarartækja, svo sem rafknúinna hlaupahjóla, og var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Þar eru lagðar til breytingar á lögunum sem ætlað er að skilgreina smáfarartæki og marka lagaramma utan um þau, svo sem með reglum um lágmarksaldur upp á 13 ár og að óheimilt sé að aka þeim undir áhrifum áfengis. Í frumvarpinu er þó að finna nýmæli frá því það var síðast lagt fram. Þar er lögð til breyting á 58. grein umferðarlaga, þannig að brot á prófreglum í ökuprófi varði brottvísun úr prófi og sviptingar réttinum til að þreyta prófið í allt að sex mánuði. Auk þess gæti slík háttsemi sætt sektum eða refsingu samkvæmt 95. grein laganna. Í frumvarpinu segir þá að öðrum sé óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum og að Samgöngustofa myndi hafa ákvörðunarvald til sviptingu próftökuréttarins. Sektir eða fangelsi Í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með ákvæðinu sé gert ráð fyrir að Samgöngustofa taki við ákvörðun um sviptingu próftökuréttar mið af alvarleika brots, þeim hagsmunum sem undir eru hverju sinni, þeim varðaðaráhrifum sem viðurlögunum er ætlað að hafa og aðstæðum að öðru leyti. Þá er heimild fyrir ráðherra að mæla fyrir um útfærslu ákvæðisins og viðurlaga samkvæmt því, í reglugerð. „Þá er gert ráð fyrir því að í alvarlegri tilvikum geti beiting viðurlaga skv. 95. gr. einnig komið til skoðunar. Með því verða varnaðaráhrif viðurlaga vegna brota á prófreglum aukin enn frekar svo að draga megi úr umfangi þess en einnig bregðast við þeim tilvikum þegar upp kemst um að ökunemi hafi haft rangt við,“ segir í greinargerðinni. Í 95. grein er kveðið á um að brot gegn ákveðnum ákvæðum umferðarlaga, meðal annars 58. greininni sem fjallar um bílprófið, geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Geta svindlað og mætt aftur í næstu viku Í greinargerð með frumvarpinu er brot á prófreglum í ökuprófi sagt alvarlegt vandamál hér á landi, og að Samgöngustofa hafi vakið athygli ráðuneytisins á því, „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið.“ Því þyki nauðsynlegt að bregðast við slíkum brotum, og hæfilegt þyki að í flestum tilfellum verði viðkomandi óheimilt að þreyta prófið um ákveðinn tíma. Þó liggi fyrir að í alvarlegri tilvikum verði hægt að beita alvarlegri viðurlögum.
Alþingi Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Bílpróf Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira