„Bjóst ekki við að þetta myndi enda svona“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2024 07:00 Jesus trúði vart niðurstöðu ítalska knattspyrnusambandsins. Pier Marco Tacca/Getty Images Brasilíumaðurinn Juan Jesus er æfur út í knattspyrnuyfirvöld á Ítalíu fyrir að refsa ekki Francesco Acerbi, leikmanni Inter, fyrir meint kynþáttaníð í hans garð. Acerbi, sem er 36 ára gamall landsliðsmaður Ítala, var sakaður um að hafa kallað ókvæðisorðum að Jesus á grundvelli hörundlitar hans í leik milli liðs hans Inter og Napoli, félags Jesus. Málið var fellt niður af ítalska knattspyrnusambandinu á þriðjudag vegna skorts á sönnunargögnum. Acerbi átti tíu leikja bann yfir höfði sér, auk sektar, hefði hann verið fundinn sekur. Hann dró sig úr landsliðshópi Ítala vegna málsins. Napoli gagnrýndi ákvörðunina harðlega í yfirlýsingu í fyrradag og kvaðst félagið ekki ætla að taka þátt í verkefnum Seríu A sem vinna gegn kynþáttaníði. „Þó að ég virði ákvörðunina, þá er það ákvörðun sem ég á erfitt með að skilja og ég er bitur yfir henni,“ segir meðal annars í langri yfirlýsingu sem Jesus sendi frá sér í gær. Acerbi og Jesus ræða málin í umræddum leik.Pier Marco Tacca/Getty Images „Satt að segja er ég hneykslaður á svona alvarlegu atviki þar sem einu mistökin mín voru að taka á því heiðursmannslega. Ég ákvað að trufla ekki mikilvægan leik, með öllum þeim óþægindum sem hefðu valdið áhorfendum sem horfðu á leikinn. Ég gerði það í þeirri trú að slík afstaða hefði verið virt og kannski tekin sem fordæmi,“ „Ég bjóst ekki við að þetta myndi enda svona. Ég óttast – og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér – að þetta gæti skapað alvarlegt fordæmi fyrir því að réttlæta ákveðna hegðun eftir atburðinn,“ segir Jesus. Yfirlýsinguna má sjá í tístinu að neðan. Juan Jesus statement. I have read several times and with great disappointment the decision of the sports judge, who felt there was no evidence that I was the victim of a racist insult during the match between Inter and Napoli on 17 March. While respecting the decision, it is pic.twitter.com/fYAD7c0uc4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2024 Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Acerbi, sem er 36 ára gamall landsliðsmaður Ítala, var sakaður um að hafa kallað ókvæðisorðum að Jesus á grundvelli hörundlitar hans í leik milli liðs hans Inter og Napoli, félags Jesus. Málið var fellt niður af ítalska knattspyrnusambandinu á þriðjudag vegna skorts á sönnunargögnum. Acerbi átti tíu leikja bann yfir höfði sér, auk sektar, hefði hann verið fundinn sekur. Hann dró sig úr landsliðshópi Ítala vegna málsins. Napoli gagnrýndi ákvörðunina harðlega í yfirlýsingu í fyrradag og kvaðst félagið ekki ætla að taka þátt í verkefnum Seríu A sem vinna gegn kynþáttaníði. „Þó að ég virði ákvörðunina, þá er það ákvörðun sem ég á erfitt með að skilja og ég er bitur yfir henni,“ segir meðal annars í langri yfirlýsingu sem Jesus sendi frá sér í gær. Acerbi og Jesus ræða málin í umræddum leik.Pier Marco Tacca/Getty Images „Satt að segja er ég hneykslaður á svona alvarlegu atviki þar sem einu mistökin mín voru að taka á því heiðursmannslega. Ég ákvað að trufla ekki mikilvægan leik, með öllum þeim óþægindum sem hefðu valdið áhorfendum sem horfðu á leikinn. Ég gerði það í þeirri trú að slík afstaða hefði verið virt og kannski tekin sem fordæmi,“ „Ég bjóst ekki við að þetta myndi enda svona. Ég óttast – og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér – að þetta gæti skapað alvarlegt fordæmi fyrir því að réttlæta ákveðna hegðun eftir atburðinn,“ segir Jesus. Yfirlýsinguna má sjá í tístinu að neðan. Juan Jesus statement. I have read several times and with great disappointment the decision of the sports judge, who felt there was no evidence that I was the victim of a racist insult during the match between Inter and Napoli on 17 March. While respecting the decision, it is pic.twitter.com/fYAD7c0uc4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2024
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira