„Bjóst ekki við að þetta myndi enda svona“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2024 07:00 Jesus trúði vart niðurstöðu ítalska knattspyrnusambandsins. Pier Marco Tacca/Getty Images Brasilíumaðurinn Juan Jesus er æfur út í knattspyrnuyfirvöld á Ítalíu fyrir að refsa ekki Francesco Acerbi, leikmanni Inter, fyrir meint kynþáttaníð í hans garð. Acerbi, sem er 36 ára gamall landsliðsmaður Ítala, var sakaður um að hafa kallað ókvæðisorðum að Jesus á grundvelli hörundlitar hans í leik milli liðs hans Inter og Napoli, félags Jesus. Málið var fellt niður af ítalska knattspyrnusambandinu á þriðjudag vegna skorts á sönnunargögnum. Acerbi átti tíu leikja bann yfir höfði sér, auk sektar, hefði hann verið fundinn sekur. Hann dró sig úr landsliðshópi Ítala vegna málsins. Napoli gagnrýndi ákvörðunina harðlega í yfirlýsingu í fyrradag og kvaðst félagið ekki ætla að taka þátt í verkefnum Seríu A sem vinna gegn kynþáttaníði. „Þó að ég virði ákvörðunina, þá er það ákvörðun sem ég á erfitt með að skilja og ég er bitur yfir henni,“ segir meðal annars í langri yfirlýsingu sem Jesus sendi frá sér í gær. Acerbi og Jesus ræða málin í umræddum leik.Pier Marco Tacca/Getty Images „Satt að segja er ég hneykslaður á svona alvarlegu atviki þar sem einu mistökin mín voru að taka á því heiðursmannslega. Ég ákvað að trufla ekki mikilvægan leik, með öllum þeim óþægindum sem hefðu valdið áhorfendum sem horfðu á leikinn. Ég gerði það í þeirri trú að slík afstaða hefði verið virt og kannski tekin sem fordæmi,“ „Ég bjóst ekki við að þetta myndi enda svona. Ég óttast – og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér – að þetta gæti skapað alvarlegt fordæmi fyrir því að réttlæta ákveðna hegðun eftir atburðinn,“ segir Jesus. Yfirlýsinguna má sjá í tístinu að neðan. Juan Jesus statement. I have read several times and with great disappointment the decision of the sports judge, who felt there was no evidence that I was the victim of a racist insult during the match between Inter and Napoli on 17 March. While respecting the decision, it is pic.twitter.com/fYAD7c0uc4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2024 Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Acerbi, sem er 36 ára gamall landsliðsmaður Ítala, var sakaður um að hafa kallað ókvæðisorðum að Jesus á grundvelli hörundlitar hans í leik milli liðs hans Inter og Napoli, félags Jesus. Málið var fellt niður af ítalska knattspyrnusambandinu á þriðjudag vegna skorts á sönnunargögnum. Acerbi átti tíu leikja bann yfir höfði sér, auk sektar, hefði hann verið fundinn sekur. Hann dró sig úr landsliðshópi Ítala vegna málsins. Napoli gagnrýndi ákvörðunina harðlega í yfirlýsingu í fyrradag og kvaðst félagið ekki ætla að taka þátt í verkefnum Seríu A sem vinna gegn kynþáttaníði. „Þó að ég virði ákvörðunina, þá er það ákvörðun sem ég á erfitt með að skilja og ég er bitur yfir henni,“ segir meðal annars í langri yfirlýsingu sem Jesus sendi frá sér í gær. Acerbi og Jesus ræða málin í umræddum leik.Pier Marco Tacca/Getty Images „Satt að segja er ég hneykslaður á svona alvarlegu atviki þar sem einu mistökin mín voru að taka á því heiðursmannslega. Ég ákvað að trufla ekki mikilvægan leik, með öllum þeim óþægindum sem hefðu valdið áhorfendum sem horfðu á leikinn. Ég gerði það í þeirri trú að slík afstaða hefði verið virt og kannski tekin sem fordæmi,“ „Ég bjóst ekki við að þetta myndi enda svona. Ég óttast – og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér – að þetta gæti skapað alvarlegt fordæmi fyrir því að réttlæta ákveðna hegðun eftir atburðinn,“ segir Jesus. Yfirlýsinguna má sjá í tístinu að neðan. Juan Jesus statement. I have read several times and with great disappointment the decision of the sports judge, who felt there was no evidence that I was the victim of a racist insult during the match between Inter and Napoli on 17 March. While respecting the decision, it is pic.twitter.com/fYAD7c0uc4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2024
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira