Vilja að ríkið fjármagni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. mars 2024 20:30 Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar vill að ríkið komi að fjármögnun viðgerða á sprungum í bænum. Vísir/Arnar Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar. Búið er að gefa út frumniðurstöður jarðkönnunar í Grindavík fyrir vesturhluta bæjarins og voru þær kynntar fyrir bæjarstjórn síðastliðinn þriðjudag. Þar voru tilgreind níu svæði þar sem eru vísbendingar um mögulega holrými á jarðsármælum sem verið er að skoða nánar. Bæjaryfirvöld í samvinnu við vettvangsstjórn lokuðu fyrir aðgengi að þessum svæðum. Þar á meðal eru tvær íbúagötur, Sunnubraut og Kirkjustígur. Þar voru í dag framkvæmdar álagsprófanir þar sem ekki vildi betur til en svo að jörðin gaf sig undan vinnuvél á Kirkjubraut. Engin slys urðu á fólki en atvikið þykir sýna hversu ótraust jörðin er. Hér má sjá holu í malbiki sem gaf sig undan vinnuvél við Kirkjustíg í Grindavík í dag. Vísir/Arnar Verkefnið sé rétt að byrja Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar segir næstu daga fara í frekari mælingar og í lok vikunnar muni líklega liggja fyrir hvort lokunum verði viðhaldið eða ekki. „En svo er náttúrulega verkefnið framundan að fara í mjög umfangsmiklar mótvægisaðgerðir á þessum stöðum,“ segir Atli Geir Júlíusson. Ljóst sé að Grindavíkurbær hafi enga burði til að standa fjárhagslega að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Það þarf að grafa sprungurnar upp, setja dúka, steypa eða einhverjar plötur. Það verkefni þarf að fjármagna af hálfu ríkisins. „Svo eigum við meira að segja eftir að fara yfir opnu svæðin, sem eru þá lóðirnar, leikskólalóðirnar, íbúðarhúsalóðir, gönguleiðir og fleira. Það er næsti fasi, þannig að þetta verkefni er bara rétt að byrja í raun og veru.“ Hann segir að ekki sé hægt að girða endalaust og því þurfi að vinna hratt að mótvægisaðgerðum. „Maður segir það ekki nógu oft að sveitafélagið mun ekki geta staðið undir þessum kostnaði, þetta mun kosta hundruð milljóna að minnsta kosti,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar. Á myndinni má sjá Víkurbraut og Dalbraut sem tengist Stamphólsgjá. Þar eru sterkar vísbendingar um holrými.VERKÍS Jarðsjásnið frá Kirkjustíg. Skuggarnir á myndinni sýna vísbendingar um holrými sem voru staðfestar með álagsprófunum í dag. VERKÍS Á Kirkjustíg og Vesturbraut eru vísbendingar um holrými á nokkrum stöðum. VERKÍS Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Búið er að gefa út frumniðurstöður jarðkönnunar í Grindavík fyrir vesturhluta bæjarins og voru þær kynntar fyrir bæjarstjórn síðastliðinn þriðjudag. Þar voru tilgreind níu svæði þar sem eru vísbendingar um mögulega holrými á jarðsármælum sem verið er að skoða nánar. Bæjaryfirvöld í samvinnu við vettvangsstjórn lokuðu fyrir aðgengi að þessum svæðum. Þar á meðal eru tvær íbúagötur, Sunnubraut og Kirkjustígur. Þar voru í dag framkvæmdar álagsprófanir þar sem ekki vildi betur til en svo að jörðin gaf sig undan vinnuvél á Kirkjubraut. Engin slys urðu á fólki en atvikið þykir sýna hversu ótraust jörðin er. Hér má sjá holu í malbiki sem gaf sig undan vinnuvél við Kirkjustíg í Grindavík í dag. Vísir/Arnar Verkefnið sé rétt að byrja Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar segir næstu daga fara í frekari mælingar og í lok vikunnar muni líklega liggja fyrir hvort lokunum verði viðhaldið eða ekki. „En svo er náttúrulega verkefnið framundan að fara í mjög umfangsmiklar mótvægisaðgerðir á þessum stöðum,“ segir Atli Geir Júlíusson. Ljóst sé að Grindavíkurbær hafi enga burði til að standa fjárhagslega að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Það þarf að grafa sprungurnar upp, setja dúka, steypa eða einhverjar plötur. Það verkefni þarf að fjármagna af hálfu ríkisins. „Svo eigum við meira að segja eftir að fara yfir opnu svæðin, sem eru þá lóðirnar, leikskólalóðirnar, íbúðarhúsalóðir, gönguleiðir og fleira. Það er næsti fasi, þannig að þetta verkefni er bara rétt að byrja í raun og veru.“ Hann segir að ekki sé hægt að girða endalaust og því þurfi að vinna hratt að mótvægisaðgerðum. „Maður segir það ekki nógu oft að sveitafélagið mun ekki geta staðið undir þessum kostnaði, þetta mun kosta hundruð milljóna að minnsta kosti,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar. Á myndinni má sjá Víkurbraut og Dalbraut sem tengist Stamphólsgjá. Þar eru sterkar vísbendingar um holrými.VERKÍS Jarðsjásnið frá Kirkjustíg. Skuggarnir á myndinni sýna vísbendingar um holrými sem voru staðfestar með álagsprófunum í dag. VERKÍS Á Kirkjustíg og Vesturbraut eru vísbendingar um holrými á nokkrum stöðum. VERKÍS
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira