Níu svæði í Grindavík girt af Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. mars 2024 12:13 Ljóst er að lokanirnar hafa áhrif íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Grindavíkurbær Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. Frumniðurstöður úr fyrsta fasa jarðkönnunarverkefnis almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra liggja nú fyrir. Í þessum fyrsta fasa voru götur í vesturhluta Grindavíkurbæjar, það er vestan Víkurbrautar, sjónskoðaðar og mældar með jarðsjám sem ná niður á 4 - 4,5 metra dýpi. „Við förum hratt yfir með cobra jarðsjá sem sér grunnt og svo förum við yfir með dýpri jarðsjá á þeim stöðum þar sem við sjáum vísbendingar um sprungur eða holrými,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar hjá Verkís. „Og það sem hefur komið í ljós er að í vesturbænum eru níu staðir sem við þurfum að skoða betur og munum skila þeim niðurstöðum til almannavarna. Í þessari viku vinnum við að því að segulmæla á þeim svæðum sem gefa okkur betri mynd af því sem er að gerast og í framhaldinu er tekin ákvörðun um hvort það þurfi að fara í mótvægisaðgerðir á svæðinu.“ „Allt á hreyfingu þarna ennþá“ Verkís sér um jarðkönnunina fyrir hönd almannavarna en það er svo í höndum bæjarstjórnar Grindavíkur að ákveða hvað er gert í framhaldinu við niðurstöðurnar. Um helgina voru nokkur svæði í Grindavík girt af. „Við erum náttúrulega bara að sjá um jarðkönnunina og ráðleggjum almannavörnum og bænum hvað sé best að gera á hverjum stað,“ segir Hallgrímur. „Hvort það sé girt af eða hvort það sé farið í að fylla í sprungur, grafa upp eða laga vegi eða hvort staðirnir séu settir í vöktun, einhverskonar gjörgæslu þar sem er fylgst með því, það er náttúrulega allt á hreyfingu þarna ennþá.“ „Út frá þessum niðurstöðum sem við erum að skila er hægt að sjá á hvaða dýpi þessi holrými eru og hvort þau liggja á virkum sprungum. Svo þarf að meta hættuna á hverjum stað miðað við hvaða umferð er, hvort það sé bílaumferð eða fótgangandi. Það verður gert einhverskonar áhættumat sem stýrir því hvort það sé ásættanlegt hvort fólk búi í bænum eða ekki.“ Önnur svæði í bænum verr farin Hallgrímur segir vesturhlutann, það svæði sem búið er að fara yfir, í raun betur farin en restina af bænum. „Við erum að skoða mikið fyrir norðan Austurveginn. Þar erum við að sjá fleiri vísbendingar heldur en við sjáum í vesturhlutanum. Við stefnum á að skila niðurstöðunum þaðan fljótlega eftir páska. Svo erum við að skoða hafnarsvæðið líka, á því svæði erum við að sjá einhverjar vísbendingar en ekki jafn mikið og norðanmegin,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar í Grindavík . Unnið að mótvægisaðgerðum Á vef Grindavíkurbæjar segir að ljóst sé að lokanirnar hafi áhrif á íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Þá er tekið fram að kappkostað sé að vinna í mótvægisaðgerðum þannig að hægt verði að koma umferð á þau svæði sem í dag sæta lokunum sem allra fyrst. Íbúar sem eiga fasteignir sem sæta takmörkuðu aðgengi geta komið við hjá vettvangsstjórn í björgunarsveitarhúsinu við Seljabót 10 og rætt við öryggisstjóra á vettvangi um málið. Eftirfarandi er mikilvægt fyrir íbúa að hafa í huga: Göturnar Sunnubraut og Kirkjustígur eru lokaðar vegna girðinga. Aðgengi að Laut og Dalbraut er um göngustíg frá Ásabraut. Aðgengi að Fornuvör er um flóttaleið frá Nesvegi Flóttaleið frá Ásabraut er lokuð öðrum en þeim sem búa við Fornuvör. Hringakstur um Glæsivellir/Ásvelli er lokaður. Víkurbraut er lokuð neðan frá Kvennó niður fyrir Sunnubraut. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Frumniðurstöður úr fyrsta fasa jarðkönnunarverkefnis almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra liggja nú fyrir. Í þessum fyrsta fasa voru götur í vesturhluta Grindavíkurbæjar, það er vestan Víkurbrautar, sjónskoðaðar og mældar með jarðsjám sem ná niður á 4 - 4,5 metra dýpi. „Við förum hratt yfir með cobra jarðsjá sem sér grunnt og svo förum við yfir með dýpri jarðsjá á þeim stöðum þar sem við sjáum vísbendingar um sprungur eða holrými,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar hjá Verkís. „Og það sem hefur komið í ljós er að í vesturbænum eru níu staðir sem við þurfum að skoða betur og munum skila þeim niðurstöðum til almannavarna. Í þessari viku vinnum við að því að segulmæla á þeim svæðum sem gefa okkur betri mynd af því sem er að gerast og í framhaldinu er tekin ákvörðun um hvort það þurfi að fara í mótvægisaðgerðir á svæðinu.“ „Allt á hreyfingu þarna ennþá“ Verkís sér um jarðkönnunina fyrir hönd almannavarna en það er svo í höndum bæjarstjórnar Grindavíkur að ákveða hvað er gert í framhaldinu við niðurstöðurnar. Um helgina voru nokkur svæði í Grindavík girt af. „Við erum náttúrulega bara að sjá um jarðkönnunina og ráðleggjum almannavörnum og bænum hvað sé best að gera á hverjum stað,“ segir Hallgrímur. „Hvort það sé girt af eða hvort það sé farið í að fylla í sprungur, grafa upp eða laga vegi eða hvort staðirnir séu settir í vöktun, einhverskonar gjörgæslu þar sem er fylgst með því, það er náttúrulega allt á hreyfingu þarna ennþá.“ „Út frá þessum niðurstöðum sem við erum að skila er hægt að sjá á hvaða dýpi þessi holrými eru og hvort þau liggja á virkum sprungum. Svo þarf að meta hættuna á hverjum stað miðað við hvaða umferð er, hvort það sé bílaumferð eða fótgangandi. Það verður gert einhverskonar áhættumat sem stýrir því hvort það sé ásættanlegt hvort fólk búi í bænum eða ekki.“ Önnur svæði í bænum verr farin Hallgrímur segir vesturhlutann, það svæði sem búið er að fara yfir, í raun betur farin en restina af bænum. „Við erum að skoða mikið fyrir norðan Austurveginn. Þar erum við að sjá fleiri vísbendingar heldur en við sjáum í vesturhlutanum. Við stefnum á að skila niðurstöðunum þaðan fljótlega eftir páska. Svo erum við að skoða hafnarsvæðið líka, á því svæði erum við að sjá einhverjar vísbendingar en ekki jafn mikið og norðanmegin,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar í Grindavík . Unnið að mótvægisaðgerðum Á vef Grindavíkurbæjar segir að ljóst sé að lokanirnar hafi áhrif á íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Þá er tekið fram að kappkostað sé að vinna í mótvægisaðgerðum þannig að hægt verði að koma umferð á þau svæði sem í dag sæta lokunum sem allra fyrst. Íbúar sem eiga fasteignir sem sæta takmörkuðu aðgengi geta komið við hjá vettvangsstjórn í björgunarsveitarhúsinu við Seljabót 10 og rætt við öryggisstjóra á vettvangi um málið. Eftirfarandi er mikilvægt fyrir íbúa að hafa í huga: Göturnar Sunnubraut og Kirkjustígur eru lokaðar vegna girðinga. Aðgengi að Laut og Dalbraut er um göngustíg frá Ásabraut. Aðgengi að Fornuvör er um flóttaleið frá Nesvegi Flóttaleið frá Ásabraut er lokuð öðrum en þeim sem búa við Fornuvör. Hringakstur um Glæsivellir/Ásvelli er lokaður. Víkurbraut er lokuð neðan frá Kvennó niður fyrir Sunnubraut.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira