Níu svæði í Grindavík girt af Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. mars 2024 12:13 Ljóst er að lokanirnar hafa áhrif íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Grindavíkurbær Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. Frumniðurstöður úr fyrsta fasa jarðkönnunarverkefnis almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra liggja nú fyrir. Í þessum fyrsta fasa voru götur í vesturhluta Grindavíkurbæjar, það er vestan Víkurbrautar, sjónskoðaðar og mældar með jarðsjám sem ná niður á 4 - 4,5 metra dýpi. „Við förum hratt yfir með cobra jarðsjá sem sér grunnt og svo förum við yfir með dýpri jarðsjá á þeim stöðum þar sem við sjáum vísbendingar um sprungur eða holrými,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar hjá Verkís. „Og það sem hefur komið í ljós er að í vesturbænum eru níu staðir sem við þurfum að skoða betur og munum skila þeim niðurstöðum til almannavarna. Í þessari viku vinnum við að því að segulmæla á þeim svæðum sem gefa okkur betri mynd af því sem er að gerast og í framhaldinu er tekin ákvörðun um hvort það þurfi að fara í mótvægisaðgerðir á svæðinu.“ „Allt á hreyfingu þarna ennþá“ Verkís sér um jarðkönnunina fyrir hönd almannavarna en það er svo í höndum bæjarstjórnar Grindavíkur að ákveða hvað er gert í framhaldinu við niðurstöðurnar. Um helgina voru nokkur svæði í Grindavík girt af. „Við erum náttúrulega bara að sjá um jarðkönnunina og ráðleggjum almannavörnum og bænum hvað sé best að gera á hverjum stað,“ segir Hallgrímur. „Hvort það sé girt af eða hvort það sé farið í að fylla í sprungur, grafa upp eða laga vegi eða hvort staðirnir séu settir í vöktun, einhverskonar gjörgæslu þar sem er fylgst með því, það er náttúrulega allt á hreyfingu þarna ennþá.“ „Út frá þessum niðurstöðum sem við erum að skila er hægt að sjá á hvaða dýpi þessi holrými eru og hvort þau liggja á virkum sprungum. Svo þarf að meta hættuna á hverjum stað miðað við hvaða umferð er, hvort það sé bílaumferð eða fótgangandi. Það verður gert einhverskonar áhættumat sem stýrir því hvort það sé ásættanlegt hvort fólk búi í bænum eða ekki.“ Önnur svæði í bænum verr farin Hallgrímur segir vesturhlutann, það svæði sem búið er að fara yfir, í raun betur farin en restina af bænum. „Við erum að skoða mikið fyrir norðan Austurveginn. Þar erum við að sjá fleiri vísbendingar heldur en við sjáum í vesturhlutanum. Við stefnum á að skila niðurstöðunum þaðan fljótlega eftir páska. Svo erum við að skoða hafnarsvæðið líka, á því svæði erum við að sjá einhverjar vísbendingar en ekki jafn mikið og norðanmegin,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar í Grindavík . Unnið að mótvægisaðgerðum Á vef Grindavíkurbæjar segir að ljóst sé að lokanirnar hafi áhrif á íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Þá er tekið fram að kappkostað sé að vinna í mótvægisaðgerðum þannig að hægt verði að koma umferð á þau svæði sem í dag sæta lokunum sem allra fyrst. Íbúar sem eiga fasteignir sem sæta takmörkuðu aðgengi geta komið við hjá vettvangsstjórn í björgunarsveitarhúsinu við Seljabót 10 og rætt við öryggisstjóra á vettvangi um málið. Eftirfarandi er mikilvægt fyrir íbúa að hafa í huga: Göturnar Sunnubraut og Kirkjustígur eru lokaðar vegna girðinga. Aðgengi að Laut og Dalbraut er um göngustíg frá Ásabraut. Aðgengi að Fornuvör er um flóttaleið frá Nesvegi Flóttaleið frá Ásabraut er lokuð öðrum en þeim sem búa við Fornuvör. Hringakstur um Glæsivellir/Ásvelli er lokaður. Víkurbraut er lokuð neðan frá Kvennó niður fyrir Sunnubraut. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Frumniðurstöður úr fyrsta fasa jarðkönnunarverkefnis almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra liggja nú fyrir. Í þessum fyrsta fasa voru götur í vesturhluta Grindavíkurbæjar, það er vestan Víkurbrautar, sjónskoðaðar og mældar með jarðsjám sem ná niður á 4 - 4,5 metra dýpi. „Við förum hratt yfir með cobra jarðsjá sem sér grunnt og svo förum við yfir með dýpri jarðsjá á þeim stöðum þar sem við sjáum vísbendingar um sprungur eða holrými,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar hjá Verkís. „Og það sem hefur komið í ljós er að í vesturbænum eru níu staðir sem við þurfum að skoða betur og munum skila þeim niðurstöðum til almannavarna. Í þessari viku vinnum við að því að segulmæla á þeim svæðum sem gefa okkur betri mynd af því sem er að gerast og í framhaldinu er tekin ákvörðun um hvort það þurfi að fara í mótvægisaðgerðir á svæðinu.“ „Allt á hreyfingu þarna ennþá“ Verkís sér um jarðkönnunina fyrir hönd almannavarna en það er svo í höndum bæjarstjórnar Grindavíkur að ákveða hvað er gert í framhaldinu við niðurstöðurnar. Um helgina voru nokkur svæði í Grindavík girt af. „Við erum náttúrulega bara að sjá um jarðkönnunina og ráðleggjum almannavörnum og bænum hvað sé best að gera á hverjum stað,“ segir Hallgrímur. „Hvort það sé girt af eða hvort það sé farið í að fylla í sprungur, grafa upp eða laga vegi eða hvort staðirnir séu settir í vöktun, einhverskonar gjörgæslu þar sem er fylgst með því, það er náttúrulega allt á hreyfingu þarna ennþá.“ „Út frá þessum niðurstöðum sem við erum að skila er hægt að sjá á hvaða dýpi þessi holrými eru og hvort þau liggja á virkum sprungum. Svo þarf að meta hættuna á hverjum stað miðað við hvaða umferð er, hvort það sé bílaumferð eða fótgangandi. Það verður gert einhverskonar áhættumat sem stýrir því hvort það sé ásættanlegt hvort fólk búi í bænum eða ekki.“ Önnur svæði í bænum verr farin Hallgrímur segir vesturhlutann, það svæði sem búið er að fara yfir, í raun betur farin en restina af bænum. „Við erum að skoða mikið fyrir norðan Austurveginn. Þar erum við að sjá fleiri vísbendingar heldur en við sjáum í vesturhlutanum. Við stefnum á að skila niðurstöðunum þaðan fljótlega eftir páska. Svo erum við að skoða hafnarsvæðið líka, á því svæði erum við að sjá einhverjar vísbendingar en ekki jafn mikið og norðanmegin,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar í Grindavík . Unnið að mótvægisaðgerðum Á vef Grindavíkurbæjar segir að ljóst sé að lokanirnar hafi áhrif á íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Þá er tekið fram að kappkostað sé að vinna í mótvægisaðgerðum þannig að hægt verði að koma umferð á þau svæði sem í dag sæta lokunum sem allra fyrst. Íbúar sem eiga fasteignir sem sæta takmörkuðu aðgengi geta komið við hjá vettvangsstjórn í björgunarsveitarhúsinu við Seljabót 10 og rætt við öryggisstjóra á vettvangi um málið. Eftirfarandi er mikilvægt fyrir íbúa að hafa í huga: Göturnar Sunnubraut og Kirkjustígur eru lokaðar vegna girðinga. Aðgengi að Laut og Dalbraut er um göngustíg frá Ásabraut. Aðgengi að Fornuvör er um flóttaleið frá Nesvegi Flóttaleið frá Ásabraut er lokuð öðrum en þeim sem búa við Fornuvör. Hringakstur um Glæsivellir/Ásvelli er lokaður. Víkurbraut er lokuð neðan frá Kvennó niður fyrir Sunnubraut.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira