Fótbolti

Tíðinda­lítill sigur Ítalíu á Ekvador

Siggeir Ævarsson skrifar
Lorenzo Pellegrini, leikmaður Roma, skoraði eina mark kvöldsins í upphafi leiks.
Lorenzo Pellegrini, leikmaður Roma, skoraði eina mark kvöldsins í upphafi leiks. Luciano Rossi/Getty Images

Ítalía vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur á Ekvador í æfingaleik liðanna í kvöld. Lorenzo Pellegrini skoraði fyrra mark leiksins eftir aukaspyrnu á 3. mínútu sem hann tók þó ekki sjálfur.

Markið var sannkallaður þrumufleygur fyrir utan teiginn en boltinn barst til Pellegrini af varnarvegg Ekvadora. Federico Dimarco tók spyrnuna með takmörkuðum árangri en Pellegrini tók frákastið í fyrstu snertingu og hamraði boltann í netið.

Fleiri urðu mörkin ekki fyrr en í uppbótartíma en Ekvadorar voru í raun aldrei líklegir til að skora. Fyrirliði Ítalíu, Nicolò Barella, innsiglaði sigurinn þegar 93 mínútur voru komnar á klukkuna þegar hann kláraði örugglega einn á móti markmanni.

Leikurinn var liður í undirbúningi Ítalíu fyrir Evrópumótið í sumar. Þar er liðið í riðli með Albaníu, Króatíu og Spáni. 

Fyrsti leikur Ítalíu í riðlinum er gegn Albaníu 15. júní en liðið á þó eftir að leika í það minnsta tvo æfingaleiki áður. Gegn Tyrklandi 4. júní og Bosníu og Hersegóvínu þann 9. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×