Fótbolti

Tvö hröðustu lands­leikja­mörk sögunnar bæði skoruð í gær­kvöldi

Siggeir Ævarsson skrifar
Christoph Baumgartner á harða spretti í leiknum í gær
Christoph Baumgartner á harða spretti í leiknum í gær vísir/Getty

Hinn austurríski Christoph Baumgartner skráði sig í sögubækurnar í gær þegar hann skoraði mark eftir aðeins sex sekúndur í landsleik Austurríkis og Slóvakíu. Aldrei áður hefur mark í landsleik verið skorað eftir jafn stuttan tíma.

Baumgartner bætti þar með met Þjóðverjans Lukas Podolski sem skoraði eftir níu sekúndna leik í landsleik Þýskalands og Ekvador árið 2013. 

Þó svo að Baumgartner hefði ekki komið boltanum í netið hefði metið engu að síður fallið í gær þar sem hinn þýski Florian Wirtz skoraði eftir aðeins sjö sekúndur í leik Þýskalands og Frakklands í gærkvöldi.

Hér að neðan má sjá bæði mörkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×