Gylfi Þór hetjan síðast þegar Ísland og Úkraína mættust Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 09:01 Gylfi Þór í leiknum gegn Úkraínu 2017 Vísir/Anton Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun á morgun leika hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu um laust sæti á komandi Evrópumóti. Liðin hafa alls mæst fjórum sinnum í mótsleikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Íslands í síðustu viðureign liðanna. Úrslitaleikur Íslands og Úkraínu fer fram á Tarczynski leikvanginum í Wroclaw í Póllandi. Leikvangurinn tekur um fjörutíu og þrjú þúsund manns í sæti og sigurliðið mun tryggja sér farmiðann á EM í Þýskalandi. Aðeins fimm af núverandi leikmönnum sem mynda landsliðshóp Íslands voru í leikmannahópi liðsins í síðustu viðureign gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018 sem fór fram á Laugardalsvelli. Það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Hjörtur Hermannsson og Arnór Ingvi Traustason. Árið 2017 er eitt af gullaldarárum íslenska landsliðsins sem hafði árið áður komist í fyrsta sinn á stórmót, EM 2016, þar sem að liðið vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Komst alla leið í átta liða úrslit mótsins. Í undankeppni HM 2018 hélt íslenska landsliðið uppteknum hætti, toppaði riðil sinn og tryggði sér beint sæti á HM í Rússlandi. Á þeirri vegferð sinni kom landslið Úkraínu í heimsókn í september árið 2017. Troðfullur Laugardalsvöllur hvatti Strákana okkar leggja Úkraínumenn af velli. Tvenna frá Gylfa Þór Sigurðssyni sigldi sigrinum heim. Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði úr síðasta leik Íslands og Úkraínu. Stórleikur morgundagsins verður svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Vonumst eftir svipuðum úrslitum. Þá verður EM sætið tryggt. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Úrslitaleikur Íslands og Úkraínu fer fram á Tarczynski leikvanginum í Wroclaw í Póllandi. Leikvangurinn tekur um fjörutíu og þrjú þúsund manns í sæti og sigurliðið mun tryggja sér farmiðann á EM í Þýskalandi. Aðeins fimm af núverandi leikmönnum sem mynda landsliðshóp Íslands voru í leikmannahópi liðsins í síðustu viðureign gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018 sem fór fram á Laugardalsvelli. Það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Hjörtur Hermannsson og Arnór Ingvi Traustason. Árið 2017 er eitt af gullaldarárum íslenska landsliðsins sem hafði árið áður komist í fyrsta sinn á stórmót, EM 2016, þar sem að liðið vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Komst alla leið í átta liða úrslit mótsins. Í undankeppni HM 2018 hélt íslenska landsliðið uppteknum hætti, toppaði riðil sinn og tryggði sér beint sæti á HM í Rússlandi. Á þeirri vegferð sinni kom landslið Úkraínu í heimsókn í september árið 2017. Troðfullur Laugardalsvöllur hvatti Strákana okkar leggja Úkraínumenn af velli. Tvenna frá Gylfa Þór Sigurðssyni sigldi sigrinum heim. Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði úr síðasta leik Íslands og Úkraínu. Stórleikur morgundagsins verður svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Vonumst eftir svipuðum úrslitum. Þá verður EM sætið tryggt. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira