Sverrir Ingi: Heppnin með okkur og við ætlum á Evrópumótið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2024 22:07 Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðaband Íslands í fjarveru Jóhanns Berg í kvöld. Vísir/Getty Ísland vann 4-1 í umspilsleik gegn Ísrael um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir Ingi, fyrirliði liðsins, sagði heppnina hafa verið með liðinu en var afar ánægður með karakterinn sem liðið sýndi og kvaðst fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn gegn Úkraínu. Eran Zahavi braut ísinn fyrir Ísrael þegar hann kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. „Ég held að þegar við horfum til baka hafi bara verið fínt að við lentum undir. Við eiginlega vöknuðum við það, vorum full passívir í byrjun fannst mér, mikið undir og spennustigið hátt. Þeir fengu vítaspyrnu upp úr eiginlega engu og þá byrjuðu menn svolítið að spila sinn leik. Mikið sem er hægt að taka með í leikinn á þriðjudag en fyrst og fremst bara geggjaður karakter í strákunum“ sagði Sverrir Ingi, landsliðsfyrirliði, strax að leik loknum. Raddlaus eftir leik Íslensku strákarnir voru ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir að blési á móti hélt Sverrir áfram að hvetja liðsfélaga sína áfram. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Íslandi í vil eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með föstu skoti sem fór af varnarmanni. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. „Ég er eiginlega bara raddlaus. Maður er að reyna að halda mönnum við efnið því oft þarf rosalega lítið til að menn slökkvi á sér. “ Heppnin með okkur í liði Ísraelsmenn misstu mann af velli á 73. mínútu en fengu aðra vítaspyrnu og tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar. Eran Zahavi steig aftur á punktinn en skot hans geigaði. „Við vorum heppnir þarna í stöðunni 2-1 þegar það kemur önnur vítaspyrna en við vorum með heppnina með okkur í dag. Ýmis atriði sem við þurfum að laga fyrir leikinn á þriðjudaginn, sérstaklega í varnarleiknum en sóknarlega erum við bara með svo mikið af hæfileikum í þessum ungu strákum. Ég hafði fulla trú á því að við myndum skora mörk í dag.“ Klippa: Fyrirliðinn í skýjunum Allt púður fór úr ísraelska liðinu eftir það. Strákarnir okkar gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir vítaspyrnuna skoraði Albert sitt annað mark eftir frábæran sprett upp hálfan völlinn. Albert bætti svo fjórða markinu við á 89. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í markteignum eftir skot Jóns Dags. „[Albert] bara geggjaður. Hann er búinn að spila frábærlega á Ítalíu þessu tímabili, í einni bestu deild í heimi. Hann sýndi það í dag að hann er í formi og ég er bara ánægður fyrir hans hönd. Frábær leikur hjá honum og öllu liðinu. Nú er bara að safna orku fyrir þriðjudaginn – það verður allt undir þar.“ Ætlar sér á Evrópumótið Þá er orðið ljóst að Ísland mætir Úkraínu í næsta leik – úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir hefur fulla trú á íslenska liðinu. „Mér er eiginlega alveg sama hvaða liði við mætum. Við förum í þennan leik af fullum krafti, ætlum að vinna og fara á Evrópumótið. Gera allt sem við getum í þeim leik og ég hef fulla trú á því að við getum komið út sem sigurvegarar þar“ sagði Sverrir Ingi fullur sjálfstrausts að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
Eran Zahavi braut ísinn fyrir Ísrael þegar hann kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. „Ég held að þegar við horfum til baka hafi bara verið fínt að við lentum undir. Við eiginlega vöknuðum við það, vorum full passívir í byrjun fannst mér, mikið undir og spennustigið hátt. Þeir fengu vítaspyrnu upp úr eiginlega engu og þá byrjuðu menn svolítið að spila sinn leik. Mikið sem er hægt að taka með í leikinn á þriðjudag en fyrst og fremst bara geggjaður karakter í strákunum“ sagði Sverrir Ingi, landsliðsfyrirliði, strax að leik loknum. Raddlaus eftir leik Íslensku strákarnir voru ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir að blési á móti hélt Sverrir áfram að hvetja liðsfélaga sína áfram. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Íslandi í vil eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með föstu skoti sem fór af varnarmanni. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. „Ég er eiginlega bara raddlaus. Maður er að reyna að halda mönnum við efnið því oft þarf rosalega lítið til að menn slökkvi á sér. “ Heppnin með okkur í liði Ísraelsmenn misstu mann af velli á 73. mínútu en fengu aðra vítaspyrnu og tækifæri til að jafna leikinn skömmu síðar. Eran Zahavi steig aftur á punktinn en skot hans geigaði. „Við vorum heppnir þarna í stöðunni 2-1 þegar það kemur önnur vítaspyrna en við vorum með heppnina með okkur í dag. Ýmis atriði sem við þurfum að laga fyrir leikinn á þriðjudaginn, sérstaklega í varnarleiknum en sóknarlega erum við bara með svo mikið af hæfileikum í þessum ungu strákum. Ég hafði fulla trú á því að við myndum skora mörk í dag.“ Klippa: Fyrirliðinn í skýjunum Allt púður fór úr ísraelska liðinu eftir það. Strákarnir okkar gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir vítaspyrnuna skoraði Albert sitt annað mark eftir frábæran sprett upp hálfan völlinn. Albert bætti svo fjórða markinu við á 89. mínútu þegar boltinn datt fyrir hann í markteignum eftir skot Jóns Dags. „[Albert] bara geggjaður. Hann er búinn að spila frábærlega á Ítalíu þessu tímabili, í einni bestu deild í heimi. Hann sýndi það í dag að hann er í formi og ég er bara ánægður fyrir hans hönd. Frábær leikur hjá honum og öllu liðinu. Nú er bara að safna orku fyrir þriðjudaginn – það verður allt undir þar.“ Ætlar sér á Evrópumótið Þá er orðið ljóst að Ísland mætir Úkraínu í næsta leik – úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í sumar. Sverrir hefur fulla trú á íslenska liðinu. „Mér er eiginlega alveg sama hvaða liði við mætum. Við förum í þennan leik af fullum krafti, ætlum að vinna og fara á Evrópumótið. Gera allt sem við getum í þeim leik og ég hef fulla trú á því að við getum komið út sem sigurvegarar þar“ sagði Sverrir Ingi fullur sjálfstrausts að lokum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42 Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42 Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. 21. mars 2024 20:42
Leik lokið: Ísrael - Ísland 1-4 | Albert skaut Íslandi í úrslitaleik Ísland er á leið í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld. Ísland átti frábæra endurkomu í leiknum eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 21. mars 2024 21:42
Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum Það er orðið ljóst að Úkraína mun mæta Íslandi í úrslitaumspilsleik fyrir Evrópumótið í sumar. Leikurinn hefði farið fram í Úkraínu en þar sem þeir geta ekki leikið heima fyrir mun leikurinn fara fram í borginni Wroclaw í Póllandi. 21. mars 2024 21:46