Fótbolti

Af­hjúpa númerið hans Gylfa í gæsa­húðar­mynd­bandi

Boði Logason skrifar
Gylfi Þór leikur sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir ÍA að Hlíðarenda.
Gylfi Þór leikur sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld þegar liðið mætir ÍA að Hlíðarenda. Valur

Gylfi Þór Sigurðsson sem skrifaði undir tveggja ára samning við Valsmenn fyrir skömmu mun leika sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld.

Valsmenn afhjúpuðu treyjunúmer Gylfa með myndbandi í morgun sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan:

Klippa: Valsmenn afhjúpa treyjunúmer Gylfa Þórs

Óhætt er að segja að mikill áhugi sé á félagsskiptunum og búast Valsmenn með við fjölda fólks á völlinn í kvöld. 

„Það er frítt á völlinn og við finnum fyrir miklum áhuga hjá iðkendum okkar og foreldrum. Öll spennt að koma og sjá Gylfa. Við hvetjum fólk til að mæta snemma og klæða sig vel," segir Styrmir Þór Bragason framkvæmdastjóri Vals.


Tengdar fréttir

Åge á­nægður með að Gylfi sé ó­á­nægður

Lands­liðs­hópur ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta fyrir um­spilsleikinn mikil­væga gegn Ísrael í næstu viku var opin­beraður í dag. Þar var, eins og hafði áður verið stað­fest, ekki að finna nafn Gylfa Þórs Sigurðs­sonar sem hefur sjálfur lýst yfir von­brigðum sínum með á­kvörðun lands­liðs­þjálfarans Åge Hareide. Norð­maðurinn sat fyrir svörum á fjar­fundi með blaða­mönnum í dag og var spurður út í á­kvörðun sína að velja Gylfa Þór ekki að þessu sinni í lands­liðið.

Flestir spenntir fyrir Gylfa en ekki allir

Mikil spenna virðist vera á meðal Valsara vegna komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til liðsins. Púlsinn var tekinn meðal almennings í Valsheimilinu í gær.

Gylfi Þór orðinn leikmaður Vals

Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×