Sir Alex heiðursmeðlimur Frankfurt svo lengi sem hann lifir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 23:31 Sir Alex Ferguson tengist Frankfurt á marga vegu. @eintracht_eng Þýska úrvalsdeildarfélagið Eintracht Frankfurt gerði hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson að heiðursmeðlim ásamt því að gefa honum treyju með nafni hans og númerinu 10. Ástæðan er þó aldrei gefin upp en Ferguson skoraði þrennu gegn Frankfurt í sínum fyrsta leik sem leikmaður Rangers og lærði svo sína lexíu þegar Aberdeen tapaði fyrir Frankfurt nokkrum árum síðar. . There are plenty of points of contact - and were the reason for a personal conversation with the legendary trainer and manager. — Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Frankfurt sótti hinn 82 ára gamla Sir Alex heim eftir 2-0 tap liðsins gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu í desember. Áður en Ferguson tók við Manchester United skaust í kjölfarið upp á stjörnuhimininn þegar félagið vann hvern titilinn á fætur öðrum þá var hann þjálfari Aberdeen í Skotlandi. Þar mátti lið hans þola tap gegn Frankfurt í UEFA bikarnum sáluga tímabilið 1979-80. Fór það svo að Frankfurt vann einvígi liðanna 2-1. „Frankfurt var betra liðið, við björguðum fyrri leiknum með jafntefli. Við töpuðum 1-0 í Frankfurt þar sem Bernd Holzenbein skoraði markið sem sparkaði okkur úr keppninni. Ég lærði mikilvæga lexíu í þeirri ferð. Nokkrir af leikmönnum liðsins fóru út á lífið eftir leik, en síðan sá ég til þess að slíkt gerðist aldrei aftur.“ Þar áður, árið 1967, var Ferguson nýgenginn í raðir Rangers. Hans fyrst leikur fyrir félagið var æfingaleikur gegn Frankfurt. Gerði Sir Alex sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Í viðtali sem finna má samfélagsmiðlum félagsins var Ferguson spurður út í þrennuna, hvernig það var að hafa séð Frankfurt spila nokkrum árum áður og hinn magnaða Jürgen Grabowski. We said to ourselves: "Wow! A great German team!"Sir Alex Ferguson on seeing Eintracht play for the first time in 1960 as a Rangers fan, his hat-trick against SGE seven years later and the "unbelievable" Jürgen Grabowski #SGE pic.twitter.com/6lrqNiZEul— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Undir hans stjórn lék Man United margoft gegn þýskum liðum en þó aldrei gegn Frankfurt. Frægasti leikurinn ef til vill gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Síðan Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 hefur hann séð Frankfurt vinna Barcelona í Evrópudeildinni 2021-22. Þá sá hann Frankfurt leggja sitt gamla félag Rangers í úrslitum sömu keppni. Sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni. „Ég vona alltaf að lítilmagninn sigri. Stuðningsfólk Bayern er kannski ósammála en ég virkilega vona að einhver annar vinni deildina,“ sagði Sir Alex að endingu og það virðist sem hann fái ósk sína uppfyllta en það stefnir allt í að Bayer Leverkusen verði þýskur meistari í vor. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Ástæðan er þó aldrei gefin upp en Ferguson skoraði þrennu gegn Frankfurt í sínum fyrsta leik sem leikmaður Rangers og lærði svo sína lexíu þegar Aberdeen tapaði fyrir Frankfurt nokkrum árum síðar. . There are plenty of points of contact - and were the reason for a personal conversation with the legendary trainer and manager. — Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Frankfurt sótti hinn 82 ára gamla Sir Alex heim eftir 2-0 tap liðsins gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu í desember. Áður en Ferguson tók við Manchester United skaust í kjölfarið upp á stjörnuhimininn þegar félagið vann hvern titilinn á fætur öðrum þá var hann þjálfari Aberdeen í Skotlandi. Þar mátti lið hans þola tap gegn Frankfurt í UEFA bikarnum sáluga tímabilið 1979-80. Fór það svo að Frankfurt vann einvígi liðanna 2-1. „Frankfurt var betra liðið, við björguðum fyrri leiknum með jafntefli. Við töpuðum 1-0 í Frankfurt þar sem Bernd Holzenbein skoraði markið sem sparkaði okkur úr keppninni. Ég lærði mikilvæga lexíu í þeirri ferð. Nokkrir af leikmönnum liðsins fóru út á lífið eftir leik, en síðan sá ég til þess að slíkt gerðist aldrei aftur.“ Þar áður, árið 1967, var Ferguson nýgenginn í raðir Rangers. Hans fyrst leikur fyrir félagið var æfingaleikur gegn Frankfurt. Gerði Sir Alex sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum. Í viðtali sem finna má samfélagsmiðlum félagsins var Ferguson spurður út í þrennuna, hvernig það var að hafa séð Frankfurt spila nokkrum árum áður og hinn magnaða Jürgen Grabowski. We said to ourselves: "Wow! A great German team!"Sir Alex Ferguson on seeing Eintracht play for the first time in 1960 as a Rangers fan, his hat-trick against SGE seven years later and the "unbelievable" Jürgen Grabowski #SGE pic.twitter.com/6lrqNiZEul— Eintracht Frankfurt (@eintracht_eng) March 19, 2024 Undir hans stjórn lék Man United margoft gegn þýskum liðum en þó aldrei gegn Frankfurt. Frægasti leikurinn ef til vill gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 1999. Síðan Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 hefur hann séð Frankfurt vinna Barcelona í Evrópudeildinni 2021-22. Þá sá hann Frankfurt leggja sitt gamla félag Rangers í úrslitum sömu keppni. Sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni. „Ég vona alltaf að lítilmagninn sigri. Stuðningsfólk Bayern er kannski ósammála en ég virkilega vona að einhver annar vinni deildina,“ sagði Sir Alex að endingu og það virðist sem hann fái ósk sína uppfyllta en það stefnir allt í að Bayer Leverkusen verði þýskur meistari í vor.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sjá meira