Þessi átján ára gamli miðjumaður hefur spilað frábærlega síðan hann fékk sitt fyrsta alvörutækifæri hjá Manchester United.
Enska landsliðið er að fara að mæta Brasilíu og Belgíu og voru margir á því að hann hefði átt að vera í hópnum þegar hann var tilkynntur.
BREAKING: Kobbie Mainoo has received his first call-up to the England senior squad pic.twitter.com/lNDxD1LxwG
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 19, 2024
Hann var það ekki en átti síðan stórleik í bikarsigrinum á Liverpool um helgina.
Gareth Southgate hefur nú bætt úr þessu og kallað þennan spennandi leikmann inn í landsliðið.
Mainoo átti að vera með 21 árs landsliðinu en hefur nú verið færður upp í A-landsliðið.
Hann hafði aðeins spilað samanlagt í tíu mínútur í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta tímabil en er nú fastamaður á miðju Manchester United.
Welcome to the #ThreeLions, Kobbie Mainoo! pic.twitter.com/3iM6WfKsHl
— England (@England) March 19, 2024