„Erum að fara að spila á móti fótboltamönnum, ekki hermönnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 13:31 Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. KSÍ Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikið verði gegn knattspyrnumönnum en ekki hermönnum þegar Ísland og Ísrael eigast við í umspili um sæti á EM í Þýskalandi eftir fimm daga. Ísland og Írael mætast í Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Þrátt fyrir gríðarlegt mikilvægi leiksins hefur önnur hávær umræða átt sér stað vegna þeirra átaka og ástands sem ríkir á Gasasvæðinu. Åge Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti hvaða leikmenn muini taka þátt í leiknum mikilvæga og umdeilda. Þar var hann meðal annars spurður út í pólitíkina og allt sem henni tengist í kringum leikinn. „Í Skandinavíu erum við alin upp við að eiga að hafa skoðanir á hlutunum. Við erum ekki eins og kindur sem ganga um og segja ekki neitt. Við höfum skoðanir á hlutunum“ sagði Hareide. „Þetta er erfitt mál þegar við horfum á hverjir byrjuðu þetta og hugsum út í alla ísraelsku gíslana og öll börnin og allar konurnar sem lenda í sprengjuárásum á Gasa. Ef þeir frelsa alla gíslana þá hætta sprengjuárásirnar. Það er auðvelt að segja það, en þessi átök hafa gengið á í áraraðir.“ Tekur ekki afstöðu með eða á móti „Ég tek ekki neina afstöðu með Ísrael eða Palestínu því diplómatarnir geta ekki einu sinni leyst úr þessum deilum. Ég er bara knattspyrnuþjálfari og ég veit bara að mér finnst óþægilegt að fylgjast með þessu. Þetta snýst ekki um að taka afstöðu, og ég geri það ekki. Ég get ekki leyst þessi mál.“ „Ég hef áður sagt að við erum að fara að spila á móti fótboltamönnum, ekki hermönnum. Það er mjög mikilvægt. Fótbolti er íþrótt og við verðum að haga okkur eins og íþróttamenn. En við verðum líka að átta okkur á því, bæði leikmenn og þjálfarar, hvað er að gerast í heiminum í kringum okkur. Ég er hræddur við það sem er að gerast í heiminum. Ekki bara í Ísrael, Palestínu og Gasa. Þetta er út um allan heim og það er það sem veldur mér áhyggjum.“ Hann segir þó að íþróttir hafi ákveðinn sameiningarmátt og að það hafi sýnt sig í gegnum árin. „Íþróttir hafa sýnt það í gegnum árin að það er hægt að mætast friðsamlega í keppnisleik þrátt fyrir mismunandi kerfi og stöður ríkja og þjóða. Við getum spilað við þjóðir sem eru ekki lýðveldi. Við höfum ekkert á móti leikmönnunum á vellinum, en stundum þarftu að velta pólitíkinni í landinu fyrir þér og svo myndarðu þér skoðun á henni. Það hefur ekkert að gera með fólkið í viðkomandi landi. Fyrir mér er fótbolti bara fótbolti,“ sagði Hareide að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Ísland og Írael mætast í Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Þrátt fyrir gríðarlegt mikilvægi leiksins hefur önnur hávær umræða átt sér stað vegna þeirra átaka og ástands sem ríkir á Gasasvæðinu. Åge Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær þegar hann tilkynnti hvaða leikmenn muini taka þátt í leiknum mikilvæga og umdeilda. Þar var hann meðal annars spurður út í pólitíkina og allt sem henni tengist í kringum leikinn. „Í Skandinavíu erum við alin upp við að eiga að hafa skoðanir á hlutunum. Við erum ekki eins og kindur sem ganga um og segja ekki neitt. Við höfum skoðanir á hlutunum“ sagði Hareide. „Þetta er erfitt mál þegar við horfum á hverjir byrjuðu þetta og hugsum út í alla ísraelsku gíslana og öll börnin og allar konurnar sem lenda í sprengjuárásum á Gasa. Ef þeir frelsa alla gíslana þá hætta sprengjuárásirnar. Það er auðvelt að segja það, en þessi átök hafa gengið á í áraraðir.“ Tekur ekki afstöðu með eða á móti „Ég tek ekki neina afstöðu með Ísrael eða Palestínu því diplómatarnir geta ekki einu sinni leyst úr þessum deilum. Ég er bara knattspyrnuþjálfari og ég veit bara að mér finnst óþægilegt að fylgjast með þessu. Þetta snýst ekki um að taka afstöðu, og ég geri það ekki. Ég get ekki leyst þessi mál.“ „Ég hef áður sagt að við erum að fara að spila á móti fótboltamönnum, ekki hermönnum. Það er mjög mikilvægt. Fótbolti er íþrótt og við verðum að haga okkur eins og íþróttamenn. En við verðum líka að átta okkur á því, bæði leikmenn og þjálfarar, hvað er að gerast í heiminum í kringum okkur. Ég er hræddur við það sem er að gerast í heiminum. Ekki bara í Ísrael, Palestínu og Gasa. Þetta er út um allan heim og það er það sem veldur mér áhyggjum.“ Hann segir þó að íþróttir hafi ákveðinn sameiningarmátt og að það hafi sýnt sig í gegnum árin. „Íþróttir hafa sýnt það í gegnum árin að það er hægt að mætast friðsamlega í keppnisleik þrátt fyrir mismunandi kerfi og stöður ríkja og þjóða. Við getum spilað við þjóðir sem eru ekki lýðveldi. Við höfum ekkert á móti leikmönnunum á vellinum, en stundum þarftu að velta pólitíkinni í landinu fyrir þér og svo myndarðu þér skoðun á henni. Það hefur ekkert að gera með fólkið í viðkomandi landi. Fyrir mér er fótbolti bara fótbolti,“ sagði Hareide að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn