Fótbolti

„Ó­skiljan­legt að Gylfi sé ekki valinn í lands­liðið“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Sigurðsson er mjög ósáttur við að hafa ekki verið valinn.
Gylfi Sigurðsson er mjög ósáttur við að hafa ekki verið valinn. vísir/vilhelm

Íslenska karlalandsliðið var tilkynnt í gær og finnst mörgum það vera ótrúlegt að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki verið valinn í hópinn.

„Það vakti athygli hjá mér í viðtali 433 við Gylfa að hann væri svona reiður að vera ekki í landsliðinu,“ sagði Stefán Árni Pálsson íþróttafréttamaður í hlaðvarpinu Besta sætið sem er hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar.

„Ég skil hann 100 prósent og ég skil ekki af hverju hann er ekki í landsliðinu. Ég myndi hafa hann í landsliðinu þó ekki væri nema bara til þess að taka vítaspyrnur.“

Klippa: Besta sætið | Fréttir vikunnar

Aron Guðmundsson tók í sama streng og benti á að það hafi reglulega gerst síðustu ár að leikmenn sem séu ekki félagsbundnir séu valdir í landsliðið.

„Gylfi hefur þennan x-faktor. Af hverju er Hareide allt í einu að breyta út af vananum núna og það fyrir þennan risaleik?“

Strákarnir ræddu einnig hversu mikilvæg nærvera Gylfa í hópnum gæti verið en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og besti landsliðsmaður Íslandssögunnar að flestra mati.

„Þetta lið hefur ekki efni á að vera án Gylfa fyrst hann vill vera með,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson.

Hlusta má á þáttinn hér í fréttinni en þátturinn er einnig aðgengilegur á öllum hlaðvarpsveitum. Umræðan um þetta mál hefst eftir níu mínútur af þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×