Óljóst hvort Albert megi spila ef niðurfelling er kærð Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2024 13:25 Albert í leik íslenska landsliðsins gegn Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hefur staðfest að Åge Hareide, landsliðsþjálfara karla, sé frjálst að velja Albert Guðmundsson í hópinn fyrir komandi verkefni gegn Ísrael. Verði niðurstaða Héraðssaksóknara kærð vandast staðan. Í samtali við RÚV segir Þorvaldur að Knattspyrnusambandið líti á mál Albert sem svo að það sé niður fallið. Vegna þess sé Hareide heimilt að velja Albert eins og sakir standa. Héraðssaksóknari felldi málið niður þann 22. febrúar síðastliðinn en kærandi í málinu getur enn kært þá niðurstöðu. Áfrýjunarfresturinn rennur út þann 22. mars, degi eftir leik Íslands og Ísrael. Samkvæmt frétt RÚV gat Þorvaldur ekki sagt til um hvaða áhrif slík kæra myndi hafa á stöðu Alberts í hópnum. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert fyrir kynferðisbrot, sagði við Vísi í gær það til alvarlegrar skoðunar að kæra ákvörðun Héraðssaksóknara. Landsliðshópur Íslands verður valinn eftir tvo daga, á föstudaginn 15. mars. Ef marka má orð Þorvaldar virðist ekki enn liggja fyrir hvort Albert verði gjaldgengur ef niðurstaða Héraðssaksóknara verður kærð. Yrði niðurstaðan kærð í dag eða á morgun er þá ekki víst hvort Hareide sé heimilt að velja hann í hópinn. Þá er spurningin hvort Albert verði vísað úr hópnum sé niðurstaðan kærð eftir helgi. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Áður hefur Aron Einar Gunnarsson verið útilokaður frá vali í landsliðið vegna þeirrar samþykktar. Hann var kærður fyrir kynferðisbrot í september 2021 og var utan hóps frá þeim tíma þar til málið var látið niður falla tæpu ári síðar. KSÍ Landslið karla í fótbolta Lögreglumál Kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Í samtali við RÚV segir Þorvaldur að Knattspyrnusambandið líti á mál Albert sem svo að það sé niður fallið. Vegna þess sé Hareide heimilt að velja Albert eins og sakir standa. Héraðssaksóknari felldi málið niður þann 22. febrúar síðastliðinn en kærandi í málinu getur enn kært þá niðurstöðu. Áfrýjunarfresturinn rennur út þann 22. mars, degi eftir leik Íslands og Ísrael. Samkvæmt frétt RÚV gat Þorvaldur ekki sagt til um hvaða áhrif slík kæra myndi hafa á stöðu Alberts í hópnum. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert fyrir kynferðisbrot, sagði við Vísi í gær það til alvarlegrar skoðunar að kæra ákvörðun Héraðssaksóknara. Landsliðshópur Íslands verður valinn eftir tvo daga, á föstudaginn 15. mars. Ef marka má orð Þorvaldar virðist ekki enn liggja fyrir hvort Albert verði gjaldgengur ef niðurstaða Héraðssaksóknara verður kærð. Yrði niðurstaðan kærð í dag eða á morgun er þá ekki víst hvort Hareide sé heimilt að velja hann í hópinn. Þá er spurningin hvort Albert verði vísað úr hópnum sé niðurstaðan kærð eftir helgi. Samkvæmt samþykkt KSÍ frá árinu 2022 skal haft að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Áður hefur Aron Einar Gunnarsson verið útilokaður frá vali í landsliðið vegna þeirrar samþykktar. Hann var kærður fyrir kynferðisbrot í september 2021 og var utan hóps frá þeim tíma þar til málið var látið niður falla tæpu ári síðar.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Lögreglumál Kynferðisofbeldi Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira