Hungrinu beitt sem vopni segir utanríkismálastjóri ESB Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2024 07:00 Íbúar á Gasa freista þess að ná sér í mat í Rafah. AP/Fatima Shbair Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, segir hungursneyð beitt eins og vopni á Gasa. Hann segir skort á neyðargögnum á svæðinu „manngerðan harmleik“. Flutningaskip með 200 tonn af matvælum og öðrum neyðargögnum lagði úr höfn í Kýpur í gær en Sameinuðu þjóðirnar segja það ekki koma í staðinn fyrir flutning neyðargagna landleiðina. Þrátt fyrir aukna gagnrýni fjölda ríkja hafa stjórnvöld í Ísrael hins vegar lítið gert til að greiða fyrir aukinni aðstoð við almenna borgara á Gasa og heitið því að halda áfram aðgerðum sínum gegn Hamas. Þau hafna því að vera ábyrg fyrir matarskorti á svæðinu, þar sem þau heimili nú þegar flutning matvæla í gegnum tvö landamærahlið í suðurhluta Gasa. Borrell svaraði þessu þegar hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og sagði mannúðarkrísuna mega rekja til þess að það væru ekki fleiri landleiðir til staðar til að flytja gögn inn á Gasa. „Við erum núna að horfa upp á samfélag sem berst fyrir því að lifa af,“ sagði hann. Hann sagði vandann gerðan af mannanna höndum og að ástæða þess að menn væru að leita leiða til að koma neyðargögnum til Gasa sjó- og loftleiðina væri að landleiðinni hefði verið lokað. „Það er verið að nota hungur sem vopn og þegar við fordæmum það þegar það gerist í Úkraínu þá verðum við að nota sömu orð um það sem er að gerast á Gasa,“ sagði Borrell. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að um 576 þúsund manns á Gasa séu við það að búa við hungursneyð. Heilbrigðisráðuneytið á svæðinu segir 27 hafa látist sökum vannæringar og ofþornunar á síðustu tveimur vikum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist um helgina gera ráð fyrir að átökin myndu standa yfir allt að tvo mánuði í viðbót; kannski fjórar vikur, kannski sex. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Flutningaskip með 200 tonn af matvælum og öðrum neyðargögnum lagði úr höfn í Kýpur í gær en Sameinuðu þjóðirnar segja það ekki koma í staðinn fyrir flutning neyðargagna landleiðina. Þrátt fyrir aukna gagnrýni fjölda ríkja hafa stjórnvöld í Ísrael hins vegar lítið gert til að greiða fyrir aukinni aðstoð við almenna borgara á Gasa og heitið því að halda áfram aðgerðum sínum gegn Hamas. Þau hafna því að vera ábyrg fyrir matarskorti á svæðinu, þar sem þau heimili nú þegar flutning matvæla í gegnum tvö landamærahlið í suðurhluta Gasa. Borrell svaraði þessu þegar hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og sagði mannúðarkrísuna mega rekja til þess að það væru ekki fleiri landleiðir til staðar til að flytja gögn inn á Gasa. „Við erum núna að horfa upp á samfélag sem berst fyrir því að lifa af,“ sagði hann. Hann sagði vandann gerðan af mannanna höndum og að ástæða þess að menn væru að leita leiða til að koma neyðargögnum til Gasa sjó- og loftleiðina væri að landleiðinni hefði verið lokað. „Það er verið að nota hungur sem vopn og þegar við fordæmum það þegar það gerist í Úkraínu þá verðum við að nota sömu orð um það sem er að gerast á Gasa,“ sagði Borrell. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að um 576 þúsund manns á Gasa séu við það að búa við hungursneyð. Heilbrigðisráðuneytið á svæðinu segir 27 hafa látist sökum vannæringar og ofþornunar á síðustu tveimur vikum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist um helgina gera ráð fyrir að átökin myndu standa yfir allt að tvo mánuði í viðbót; kannski fjórar vikur, kannski sex.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira