Al Nassr úr leik eftir klúður ársins hjá Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2024 22:55 Ronaldo klikkaði fyrir opnu marki. Yasser Bakhsh/Getty Images Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo átti eitt af klúðrum ársins þegar Al Nassr féll úr leik í Meistaradeild Asíu gegn lærisveinum Hernán Crespo í Al Ain frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í gær, mánudag. Al Ain vann fyrri leik liðanna á heimavelli og því þurftu Ronaldo og félagar að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram þegar liðin mættust í Sádi-Arabíu í gær. Gestirnir komust hins vegar tveimur mörkum yfir áður en heimamenn svöruðu með þremur mörkum. Það var hins vegar í stöðunni 2-2, þegar slétt klukkustund var liðin, sem Ronaldo fékk besta færi ársins. Boltinn féll þá til hans eftir að markvörður Al Ain hafði mistekist að halda lausu skoti úr teignum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst þessari gömlu markamaskínu ekki að hitta markið og staðan því enn 2-2. Cristiano Ronaldo missed a shot worth 0.94(xG). pic.twitter.com/fh6UOpzxTP— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) March 12, 2024 Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles kom Al Nassr á endanum 3-2 yfir og þar sem mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Gestirnir jöfnuðu í 3-3 en Al Nassr fékk vítaspyrnu í blálokin sem Ronaldo skoraði úr. Þar sem staðan var 4-3 eftir framlengingu og 4-4 samanlagt þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram. Þar reyndust gestirnir sterkari en þeir skoruðu úr þremur spyrnum á meðan Ronaldo var sá eini sem skoraði úr þeim fjórum spyrnum sem Al Nassr tók. Al Ain er því komið áfram í Meistaradeild Asíu á meðan Al Nassr situr eftir með sárt ennið. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Al Ain vann fyrri leik liðanna á heimavelli og því þurftu Ronaldo og félagar að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram þegar liðin mættust í Sádi-Arabíu í gær. Gestirnir komust hins vegar tveimur mörkum yfir áður en heimamenn svöruðu með þremur mörkum. Það var hins vegar í stöðunni 2-2, þegar slétt klukkustund var liðin, sem Ronaldo fékk besta færi ársins. Boltinn féll þá til hans eftir að markvörður Al Ain hafði mistekist að halda lausu skoti úr teignum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst þessari gömlu markamaskínu ekki að hitta markið og staðan því enn 2-2. Cristiano Ronaldo missed a shot worth 0.94(xG). pic.twitter.com/fh6UOpzxTP— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) March 12, 2024 Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles kom Al Nassr á endanum 3-2 yfir og þar sem mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Gestirnir jöfnuðu í 3-3 en Al Nassr fékk vítaspyrnu í blálokin sem Ronaldo skoraði úr. Þar sem staðan var 4-3 eftir framlengingu og 4-4 samanlagt þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram. Þar reyndust gestirnir sterkari en þeir skoruðu úr þremur spyrnum á meðan Ronaldo var sá eini sem skoraði úr þeim fjórum spyrnum sem Al Nassr tók. Al Ain er því komið áfram í Meistaradeild Asíu á meðan Al Nassr situr eftir með sárt ennið.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira