Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 12:02 Það er tómlegt um að lítast í Grindavík þessa dagana. Forseti bæjarstjórnar segir þó að margir íbúar sjái enn fyrir sér framtíð í bænum. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Bæjarstjórn Grindavíkur, Félag eldri borgara í bænum, Verkalýðsfélag og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér samstöðuyfirlýsingu þess efnis að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur fasteigna. „Þá erum við að tala um afslátt af stimpilgjöldum, skattfrjálsa úttekt á uppsöfnuðum séreignasparnaði og aukið aðgengi hlutdeildarlánum þó svo að við höfum átt fasteignir áður,” segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra Að sögn Ásrúnar er töluvert tap á fjármunum fasteignaeigenda fyrirsjáanlegt þrátt fyrir sterka eiginfjárstöðu, auk þess sem íbúar hafi orðið fyrir miklum útgjalda aukningum í kjölfar náttúruhamfaranna. Staða margra Grindvíkinga sé því gríðarlega erfið nú þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á þöndum fasteignamarkaði og ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra í stuðningi sínum. „Ég held að landsmenn geri sér almennt ekki grein fyrir hversu grafalvarleg staðan er á húsnæðismarkaðnum varðandi húsnæðismál Grindvíkinga,“ segir Ásrún. „Við erum að tala um 130 fjölskyldueiningar sem eru enn þá í óviðunandi húsnæði. Fólk búandi í hjólhýsum og fjölskyldur í einhverjum tuttugu og sex fermetrum. Þannig betur má ef duga skal, segi ég nú bara. Það er ljóst að yfirvöld þurfa að ganga enn lengra til að styðja okkur.“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.Vísir Þá segist Ásrún hafa áhyggjur af því að fjárhagsáhyggjur bætist ofan á þetta mikla áfall sem Grindvíkingar séu staddir í. „Til dæmis barnafjölskyldur sem hafa verið að sníða sér stakk eftir vexti í fjármálum heimila, að þær séu að spenna bogann og fjárfesta í hæstu hæðum greiðslugetu til að fá hentugt húsnæði.“ Margir sjái framtíð í Grindavík Sértækur húsnæðisstuðningur ríkisstjórnarinnar til að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem leigja húsnæði utan Grindavíkurbæjar rennur út 31. ágúst en Ásrún segir mikilvægt að framlengja þann stuðning til áramóta. „Það er ekki allir sem vilja láta kaupa húsin sín, það eru margir sem sjá framtíðina heima í Grindavík og vilja láta reyna á það,“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur, Félag eldri borgara í bænum, Verkalýðsfélag og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa sent frá sér samstöðuyfirlýsingu þess efnis að frekari stuðningur við Grindvíkinga sé nauðsynlegur. Í yfirlýsingunni er farið þess á leit við yfirvöld að Grindvíkingar njóti sömu kjara og fyrstu kaupendur fasteigna. „Þá erum við að tala um afslátt af stimpilgjöldum, skattfrjálsa úttekt á uppsöfnuðum séreignasparnaði og aukið aðgengi hlutdeildarlánum þó svo að við höfum átt fasteignir áður,” segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík. Ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra Að sögn Ásrúnar er töluvert tap á fjármunum fasteignaeigenda fyrirsjáanlegt þrátt fyrir sterka eiginfjárstöðu, auk þess sem íbúar hafi orðið fyrir miklum útgjalda aukningum í kjölfar náttúruhamfaranna. Staða margra Grindvíkinga sé því gríðarlega erfið nú þegar þeir leita leiða til að koma sér fyrir á þöndum fasteignamarkaði og ljóst að yfirvöld þurfi að ganga lengra í stuðningi sínum. „Ég held að landsmenn geri sér almennt ekki grein fyrir hversu grafalvarleg staðan er á húsnæðismarkaðnum varðandi húsnæðismál Grindvíkinga,“ segir Ásrún. „Við erum að tala um 130 fjölskyldueiningar sem eru enn þá í óviðunandi húsnæði. Fólk búandi í hjólhýsum og fjölskyldur í einhverjum tuttugu og sex fermetrum. Þannig betur má ef duga skal, segi ég nú bara. Það er ljóst að yfirvöld þurfa að ganga enn lengra til að styðja okkur.“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.Vísir Þá segist Ásrún hafa áhyggjur af því að fjárhagsáhyggjur bætist ofan á þetta mikla áfall sem Grindvíkingar séu staddir í. „Til dæmis barnafjölskyldur sem hafa verið að sníða sér stakk eftir vexti í fjármálum heimila, að þær séu að spenna bogann og fjárfesta í hæstu hæðum greiðslugetu til að fá hentugt húsnæði.“ Margir sjái framtíð í Grindavík Sértækur húsnæðisstuðningur ríkisstjórnarinnar til að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem leigja húsnæði utan Grindavíkurbæjar rennur út 31. ágúst en Ásrún segir mikilvægt að framlengja þann stuðning til áramóta. „Það er ekki allir sem vilja láta kaupa húsin sín, það eru margir sem sjá framtíðina heima í Grindavík og vilja láta reyna á það,“ Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Sjá meira