Erlent

Airbnb bannar öryggis­mynda­vélar innan­húss

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Öryggismyndavélum hefur snarfjölgað og það nýtur vaxandi vinsælda að koma þeim fyrir innanhúss og beina þeim til að mynda að útidyrum og gluggum.
Öryggismyndavélum hefur snarfjölgað og það nýtur vaxandi vinsælda að koma þeim fyrir innanhúss og beina þeim til að mynda að útidyrum og gluggum. Getty

Airbnb hyggst banna öryggismyndavélar í öllu húsnæði sem leigt er í gegnum síðuna, út um allan heim. Breytingarnar munu taka gildi í enda apríl.

Tilgangur þeirra er að einfalda reglur um myndavélar og forgangsraða einkalífi gesta.

Samkvæmt umfjöllun BBC hafa gestir kvartað yfir öryggismyndavélum innandyra en hingað til hafa þær verð leyfðar í sameiginlegum rýmum á borð við stofur og ganga. Eigendur hafa þá þurft að taka skýrt fram í auglýsingu sinni að umrætt rými sé vaktað.

Nýju reglurnar fela einnig í sér bann gegn öryggismyndavélar utandyra, þegar þeim er beint inn í íbúðarrýmið. Myndavélar við dyrabjölluna og hávaðamælar innanhúss verða leyfð áfram.

Í yfirlýsingu frá Airbnb segir að breytingarnar muni hafa áhrif á tiltölulega fáa, þar sem flestar íbúðir séu myndavélalausar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×