Innlent

Munu fella fleiri aspir á Austur­veginum

Atli Ísleifsson skrifar
Til stendur að fella aspir, sem margar eru skemmdar og skerða sjónlínu ökumanna, og koma fyrir blómakerjum og nýjum trjám.
Til stendur að fella aspir, sem margar eru skemmdar og skerða sjónlínu ökumanna, og koma fyrir blómakerjum og nýjum trjám. Vegagerðin

Til stendur að fella fleiri aspir og fjarlægja ýmsan lággróður á miðeyju Austurvegar á Selfossi til að bæta umferðaröryggi. Ný tré verða gróðursett og blómakörum komið fyrir.

Þetta kemur fram á vef Árborgar en Vegagerðin hafði leitast eftir samstarfi við bæjaryfirvöld varðandi úrbætur á umferðaröryggi á Austurvegi frá Tryggvatorgi að Sigtúni.

Mikill umferðarþungi er á svæðinu og stendur til að setja upp girðingu í miðeyjuna til að beina gangandi fólki að gangbrautinni og þannig tryggja öryggi þess. „Aðgerðin felur í sér að núverandi trjágróður er fjarlægður og sett verða ný tré í staðinn. Þá verða settir blómakassar á girðinguna með svipuðum hætti og er við Tryggvatorg í dag.“

Myndin sýnir sjónlínur á Austurvegi.Vegagerðin

Umhverfisnefnd Árborgar tók málið fyrir á fundi sínum fyrr í vikunni en í umferðaröryggisrýni kom fram að núverandi gróður skerði sjónlínur ökumanna og stafi því hætta af því gagnvart annarri umferð og gangandi vegfarendum.

Athygli vakti á haustdögum 2021 þegar níu aspir voru felldar að ósk Vegagerðarinnar til að bæta umferðaröryggi á veginum. 

Í bókun umhverfisnefndar kemur fram að Vegagerðin muni sjá um framkvæmdir á eyjunni og uppsetningu grindverks en sveitarfélagið Árborg um að fjarlægja gróður og uppsetningu nýrra trjáa og blómakerja.

Tölvugerð mynd af Austurvegi 3 þar sem Krónuna er meðal annars að finna.Vegagerðin

Tengdar fréttir

„Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“

Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld.

Faðmaði öspina áður en hún var felld

Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×