Ákvörðun um að banna auglýsingu dregin til baka eftir mótmæli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2024 11:14 Ákvörðunin um að banna auglýsinguna var afturkölluð ekki síst vegna mótmæla frá fyrirsætunni sjálfri. Advertising Standards Authority, sem hefur eftirlit með auglýsingum á Bretlandseyjum, hefur afturkallað ákvörðun sína um að banna auglýsingu Calvin Klein, sem sýnir listamanninn FKA twigs hálfbera. Auglýsingin sýnir FKA twigs í skyrtu frá Calvin Klein en skyrtan er fráhneppt og sýnir bera síðu tónlistarkonunnar og annað brjóstið að hluta. Kvartað var yfir auglýsingunni og ASA komst upphaflega að þeirri niðurstöðu að á myndinni væri FKA twigs hlutgerð á kynferðislegan hátt. Ákvörðunin um að draga bannið til baka var hins vegar tekin í kjölfar mikilla mótmæla og þá ekki síst á grundvelli yfirlýsingar FKA twigs, sem hóf feril sinn sem dansari. Listakonan mótmælti niðurstöðu ASA og sagði myndina þvert á móti sýna „sterka, fallega, litaða konu“. Hún kannaðist ekki við það hlutverk sem stofnunin hefði ætlað henni. FKA twigs sagði líkama sinn hafa þolað meiri sársauka en menn gætu ímyndað sér og hún væri stolt af líkama sínum og þeirri list sem hún skapaði með honum. Þá sagði listakonan ákvörðun ASA til marks um tvöfalt siðferði en aðrar áþekkar auglýsingar hefðu fengið að standa, til dæmis myndir af leikaranum Jeremy Allen White, sem kemur fyrir í nýjustu undirfataherferð Calvin Klein. View this post on Instagram A post shared by FKA twigs (@fkatwigs) Herferðin sýnir White í ýmsum stellingum á nærfötunum einum fata og hefur vakið mikla athygli en jákvæða. Þá hefur ekki verið kvartað undan auglýsingum Calvin Klein þar sem fyrirsætan Kendall Jenner kemur fyrir á nærfötunum. Þess má geta að ASA bannaði auglýsinguna með FKA twigs eftir að tvær kvartanir bárust en hefur ekki tekið auglýsingarnar með White til skoðunar þrátt fyrir að fleiri kvartanir hafi borist vegna þeirra; þrjár samtals. Talsmaður ASA hefur sagt að ákvörðunin um að draga bannið til baka hafi verið tekin eftir að afstaða FKA twigs lá fyrir og eftir að áhyggjur vöknuðu af því að rökin á bakvið ákvörðunina hefðu ekki verið nægilega ígrunduð. View this post on Instagram A post shared by Calvin Klein (@calvinklein) Guardian greindi frá. Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Auglýsingin sýnir FKA twigs í skyrtu frá Calvin Klein en skyrtan er fráhneppt og sýnir bera síðu tónlistarkonunnar og annað brjóstið að hluta. Kvartað var yfir auglýsingunni og ASA komst upphaflega að þeirri niðurstöðu að á myndinni væri FKA twigs hlutgerð á kynferðislegan hátt. Ákvörðunin um að draga bannið til baka var hins vegar tekin í kjölfar mikilla mótmæla og þá ekki síst á grundvelli yfirlýsingar FKA twigs, sem hóf feril sinn sem dansari. Listakonan mótmælti niðurstöðu ASA og sagði myndina þvert á móti sýna „sterka, fallega, litaða konu“. Hún kannaðist ekki við það hlutverk sem stofnunin hefði ætlað henni. FKA twigs sagði líkama sinn hafa þolað meiri sársauka en menn gætu ímyndað sér og hún væri stolt af líkama sínum og þeirri list sem hún skapaði með honum. Þá sagði listakonan ákvörðun ASA til marks um tvöfalt siðferði en aðrar áþekkar auglýsingar hefðu fengið að standa, til dæmis myndir af leikaranum Jeremy Allen White, sem kemur fyrir í nýjustu undirfataherferð Calvin Klein. View this post on Instagram A post shared by FKA twigs (@fkatwigs) Herferðin sýnir White í ýmsum stellingum á nærfötunum einum fata og hefur vakið mikla athygli en jákvæða. Þá hefur ekki verið kvartað undan auglýsingum Calvin Klein þar sem fyrirsætan Kendall Jenner kemur fyrir á nærfötunum. Þess má geta að ASA bannaði auglýsinguna með FKA twigs eftir að tvær kvartanir bárust en hefur ekki tekið auglýsingarnar með White til skoðunar þrátt fyrir að fleiri kvartanir hafi borist vegna þeirra; þrjár samtals. Talsmaður ASA hefur sagt að ákvörðunin um að draga bannið til baka hafi verið tekin eftir að afstaða FKA twigs lá fyrir og eftir að áhyggjur vöknuðu af því að rökin á bakvið ákvörðunina hefðu ekki verið nægilega ígrunduð. View this post on Instagram A post shared by Calvin Klein (@calvinklein) Guardian greindi frá.
Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira