Pirrar sig á Ronaldo: „Þegiðu bara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 11:30 Leboeuf segir Ronaldo að þegja og að portúgalska landsliðið eigi betri möguleika á EM án hans. Samsett/Getty Frakkinn Frank Leboeuf er ósáttur við ummæli Portúgalans Cristiano Ronaldo um frönsku úrvalsdeildina og segir þau stafa af gremju þess síðarnefnda tengda ríg hans við Lionel Messi. Ronaldo var nýverið dæmdur í eins leiks bann vegna dónalegrar bendingar hans upp í stúku þegar áhorfendur kyrjuðu nafn Messi og beindu því að Ronaldo. Slíkt hefur gerst ítrekað í sádísku deildinni á leikjum Ronaldo undanfarið, og virðist til þess gert að pirra portúgölsku stjörnuna. Messi lék með Paris Saint Germain í Frakklandi áður en hann skipti til Inter Miami í Bandaríkjunum í fyrra en ummæli Ronaldo um frönsku deildina fyrr á þessu ári virðast hafa farið fyrir brjóstið á Frank Leboeuf, fyrrum leikmanni Marseille, Chelsea og franska landsliðsins. „Hreinskilningslega er sádíska deildin ekki verri en sú franska, finnst mér. Í frönsku deildinni eru tvö eða þrjú lið á háu stigi. En í Sádi-Arabíu er samkeppnin meiri. Mér þykir við vera betri en franska deildin og erum enn að bæta okkur,“ lét Ronaldo hafa eftir sér. Illa vegið að frönsku deildinni Leboeuf telur veru Messi í Frakklandi hafa hvatt til ummæla Ronaldo. Þá segir hann Ronaldo eiga að vita hvenær hann eigi að þegja. „Þetta pirrar mig. Af hverju helduru að hann nefni frönsku deildina frekar en til dæmis þá portúgölsku? Vegna þess að Messi spilaði í Frakklandi,“ Leboeuf fagnar Evróputitlinum árið 2000 með Didier Deschamps en þeir félagar unnu einnig heimsmeistaratitilinn tveimur árum fyrr.Getty „Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem leikmanni, en láttu ekki svona, þegiðu bara. Þetta er ósanngjarnt gagnvart frönsku deildinni,“ segir Leboeuf sem bætir svo við að Ronaldo sé kominn á endastöð sem leikmaður. Portúgal geti unnið, án Ronaldo „Það er ekki hægt að taka neitt af Ronaldo, hvað hann hefur gert fyrir fótboltann, bara vegna þess að hann ætlar að klára ferilinn í Sádi-Arabíu. Ég vil þakka honum fyrir að hafa reist ránna í íþróttinni en það kemur að endapunkti hjá öllum,“ segir Leboeuf en hann lauk sjálfur ferli sínum í Katar. Þá, árin eftir aldamót, fóru lið í katörsku deildinni svipaða leið og þau í Sádi-Arabíu þessi dægrin, og buðu stórum nöfnum í Evrópu háar fjárhæðir til að stækka ímynd og frægð deildarinnar. Þar á meðal voru Pep Guardiola, De Boer-bræður frá Hollandi, Gabriel Batistuta og Marcel Desailly, auk Leboeuf. Leboeuf vann á sínum tíma HM og EM með Frökkum, 1998 og 2000, og telur Portúgala eiga möguleika á Evróputitlinum í Þýskalandi í sumar, en að hinn 39 ára gamli Ronaldo dragi úr sigurlíkunum. „Ég held að Portúgal sé á meðal þeirra sem muni keppa um Evróputitilinn í sumar. Ég tel að þeir geti hreinlega unnið mótið, en bara ef Cristiano Ronaldo spilar ekki.“ Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo brást við Messi köllunum með klúru látbragði Cristiano Ronaldo skoraði og fagnaði sigri með Al Nassr í gær en kom sér einnig í vandræði með ósmekklegu látbragði eftir leikinn. 26. febrúar 2024 08:00 Ronaldo kominn upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo komst um helgina upp fyrir Lionel Messi á listanum yfir þá sem hafa skorað flest mörk utan af velli á sínum fótboltaferli. 19. febrúar 2024 16:30 Segir að Chelsea eigi að reka Potter: „Nú er nóg komið“ Fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að mælirinn sé fullur eftir 4-0 tap liðsins fyrir Manchester City í ensku bikarkeppninni í gær og nú þurfi að reka knattspyrnustjórann Graham Potter. 9. janúar 2023 08:02 Segir að Alexander-Arnold verjist eins og B-deildarleikmaður Varnarhæfileikar Trens Alexander-Arnold eru ekki sæmandi leikmanni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir Frank Leboeuf, fyrrverandi leikmaður Chelsea og heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu. 26. september 2022 09:31 Leboeuf ætlar að hætta Fyrrum landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, Franck Leboeuf, sem spilar sem stendur í Katar með Al-Saad, ætlar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. 12. apríl 2005 00:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Ronaldo var nýverið dæmdur í eins leiks bann vegna dónalegrar bendingar hans upp í stúku þegar áhorfendur kyrjuðu nafn Messi og beindu því að Ronaldo. Slíkt hefur gerst ítrekað í sádísku deildinni á leikjum Ronaldo undanfarið, og virðist til þess gert að pirra portúgölsku stjörnuna. Messi lék með Paris Saint Germain í Frakklandi áður en hann skipti til Inter Miami í Bandaríkjunum í fyrra en ummæli Ronaldo um frönsku deildina fyrr á þessu ári virðast hafa farið fyrir brjóstið á Frank Leboeuf, fyrrum leikmanni Marseille, Chelsea og franska landsliðsins. „Hreinskilningslega er sádíska deildin ekki verri en sú franska, finnst mér. Í frönsku deildinni eru tvö eða þrjú lið á háu stigi. En í Sádi-Arabíu er samkeppnin meiri. Mér þykir við vera betri en franska deildin og erum enn að bæta okkur,“ lét Ronaldo hafa eftir sér. Illa vegið að frönsku deildinni Leboeuf telur veru Messi í Frakklandi hafa hvatt til ummæla Ronaldo. Þá segir hann Ronaldo eiga að vita hvenær hann eigi að þegja. „Þetta pirrar mig. Af hverju helduru að hann nefni frönsku deildina frekar en til dæmis þá portúgölsku? Vegna þess að Messi spilaði í Frakklandi,“ Leboeuf fagnar Evróputitlinum árið 2000 með Didier Deschamps en þeir félagar unnu einnig heimsmeistaratitilinn tveimur árum fyrr.Getty „Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem leikmanni, en láttu ekki svona, þegiðu bara. Þetta er ósanngjarnt gagnvart frönsku deildinni,“ segir Leboeuf sem bætir svo við að Ronaldo sé kominn á endastöð sem leikmaður. Portúgal geti unnið, án Ronaldo „Það er ekki hægt að taka neitt af Ronaldo, hvað hann hefur gert fyrir fótboltann, bara vegna þess að hann ætlar að klára ferilinn í Sádi-Arabíu. Ég vil þakka honum fyrir að hafa reist ránna í íþróttinni en það kemur að endapunkti hjá öllum,“ segir Leboeuf en hann lauk sjálfur ferli sínum í Katar. Þá, árin eftir aldamót, fóru lið í katörsku deildinni svipaða leið og þau í Sádi-Arabíu þessi dægrin, og buðu stórum nöfnum í Evrópu háar fjárhæðir til að stækka ímynd og frægð deildarinnar. Þar á meðal voru Pep Guardiola, De Boer-bræður frá Hollandi, Gabriel Batistuta og Marcel Desailly, auk Leboeuf. Leboeuf vann á sínum tíma HM og EM með Frökkum, 1998 og 2000, og telur Portúgala eiga möguleika á Evróputitlinum í Þýskalandi í sumar, en að hinn 39 ára gamli Ronaldo dragi úr sigurlíkunum. „Ég held að Portúgal sé á meðal þeirra sem muni keppa um Evróputitilinn í sumar. Ég tel að þeir geti hreinlega unnið mótið, en bara ef Cristiano Ronaldo spilar ekki.“
Franski boltinn Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo brást við Messi köllunum með klúru látbragði Cristiano Ronaldo skoraði og fagnaði sigri með Al Nassr í gær en kom sér einnig í vandræði með ósmekklegu látbragði eftir leikinn. 26. febrúar 2024 08:00 Ronaldo kominn upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo komst um helgina upp fyrir Lionel Messi á listanum yfir þá sem hafa skorað flest mörk utan af velli á sínum fótboltaferli. 19. febrúar 2024 16:30 Segir að Chelsea eigi að reka Potter: „Nú er nóg komið“ Fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að mælirinn sé fullur eftir 4-0 tap liðsins fyrir Manchester City í ensku bikarkeppninni í gær og nú þurfi að reka knattspyrnustjórann Graham Potter. 9. janúar 2023 08:02 Segir að Alexander-Arnold verjist eins og B-deildarleikmaður Varnarhæfileikar Trens Alexander-Arnold eru ekki sæmandi leikmanni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir Frank Leboeuf, fyrrverandi leikmaður Chelsea og heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu. 26. september 2022 09:31 Leboeuf ætlar að hætta Fyrrum landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, Franck Leboeuf, sem spilar sem stendur í Katar með Al-Saad, ætlar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. 12. apríl 2005 00:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Ronaldo brást við Messi köllunum með klúru látbragði Cristiano Ronaldo skoraði og fagnaði sigri með Al Nassr í gær en kom sér einnig í vandræði með ósmekklegu látbragði eftir leikinn. 26. febrúar 2024 08:00
Ronaldo kominn upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo komst um helgina upp fyrir Lionel Messi á listanum yfir þá sem hafa skorað flest mörk utan af velli á sínum fótboltaferli. 19. febrúar 2024 16:30
Segir að Chelsea eigi að reka Potter: „Nú er nóg komið“ Fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að mælirinn sé fullur eftir 4-0 tap liðsins fyrir Manchester City í ensku bikarkeppninni í gær og nú þurfi að reka knattspyrnustjórann Graham Potter. 9. janúar 2023 08:02
Segir að Alexander-Arnold verjist eins og B-deildarleikmaður Varnarhæfileikar Trens Alexander-Arnold eru ekki sæmandi leikmanni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir Frank Leboeuf, fyrrverandi leikmaður Chelsea og heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu. 26. september 2022 09:31
Leboeuf ætlar að hætta Fyrrum landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, Franck Leboeuf, sem spilar sem stendur í Katar með Al-Saad, ætlar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. 12. apríl 2005 00:01