Sport

Leboeuf ætlar að hætta

Fyrrum landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, Franck Leboeuf, sem spilar sem stendur í Katar með Al-Saad, ætlar að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. ,,Þetta er lokin á ferlinum," sagði þessi fyrrum heims- og Evrópumeistari. ,,Ég held ég hafi drepið fótboltann í mér, allavega líkamlega". LeBoeuf, sem er 37 ára, spilaði 50 landsleiki fyrir Frakka, þann síðasta gegn S-Kóreu á HM ´02. Hann er níundi leikmaðurinn í heimsmeistaraliði Frakka frá því árið 1998 sem leggur skóna á hilluna. Hinir átta eru: Didier Deschamps, Laurent Blanc, Bernard Lama, Lionel Charbonnier, Alain Boghossian, Stephane Guivarch, Emmanuel Petit og Christophe Dugarry.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×