Glódís Perla og Sveindís Jane í undanúrslit bikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2024 19:41 Glódís Perla Viggósdóttir er sannkallaður klettur í vörn Bayern München. Getty Images/Catherine Steenkeste Bayern München og Wolfsburg eru komin í undanúrslit þýsku bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Íslendinglið Bayer Leverkusen og Duisburg eru hins vegar úr leik. Allir fjórir leikir 8-liða úrslita þýsku bikarkeppninnar fóru fram í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað þegar Bayern vann öruggan 3-0 útisigur á Jena. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins en hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Pernille Harder skoraði fyrsta mark leiksins og Jovana Damnjanović bætti við tveimur til viðbótar áður en fyrri hálfleik var lokið. Bayern sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og bókaði þar með farseðilinn í undanúrslitin. ZUSAMMEN ins -Halbfinale! #FCCFCB #FCBayern pic.twitter.com/Z5BYGQPPbY— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 5, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar ríkjandi meistarar Wolfsburg heimsóttu Hoffenheim. Jule Brand kom Wolfsburg yfir eftir tæpan hálftíma og Alexandra Popp tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sveindís Jane kom inn af beknum þegar rúm klukkustund var liðin. Það var svo í uppbótartíma sem Vivien Endemann bætti þriðja marki meistaranna við. Auf ins Halbfinale! Vivi markiert mit dem dritten Treffer den Endstand! #TSGWOB 0:3#VfLWolfsburg #VflWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/m2NO2mGYWJ— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 5, 2024 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - sem er á láni frá Bayern - lék allan leikinn þegar Bayer Leverkusen tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Essen. Þá var Ingibjörg Sigurðardóttir í hjarta varnar Duisburg þegar liðið tapaði 4-1 gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Undanúrslitin fara fram 30. mars en ekki hefur verið dregið hvaða lið mætast þar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Allir fjórir leikir 8-liða úrslita þýsku bikarkeppninnar fóru fram í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað þegar Bayern vann öruggan 3-0 útisigur á Jena. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins en hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Pernille Harder skoraði fyrsta mark leiksins og Jovana Damnjanović bætti við tveimur til viðbótar áður en fyrri hálfleik var lokið. Bayern sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og bókaði þar með farseðilinn í undanúrslitin. ZUSAMMEN ins -Halbfinale! #FCCFCB #FCBayern pic.twitter.com/Z5BYGQPPbY— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 5, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar ríkjandi meistarar Wolfsburg heimsóttu Hoffenheim. Jule Brand kom Wolfsburg yfir eftir tæpan hálftíma og Alexandra Popp tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sveindís Jane kom inn af beknum þegar rúm klukkustund var liðin. Það var svo í uppbótartíma sem Vivien Endemann bætti þriðja marki meistaranna við. Auf ins Halbfinale! Vivi markiert mit dem dritten Treffer den Endstand! #TSGWOB 0:3#VfLWolfsburg #VflWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/m2NO2mGYWJ— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 5, 2024 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - sem er á láni frá Bayern - lék allan leikinn þegar Bayer Leverkusen tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Essen. Þá var Ingibjörg Sigurðardóttir í hjarta varnar Duisburg þegar liðið tapaði 4-1 gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Undanúrslitin fara fram 30. mars en ekki hefur verið dregið hvaða lið mætast þar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira