Glódís Perla og Sveindís Jane í undanúrslit bikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2024 19:41 Glódís Perla Viggósdóttir er sannkallaður klettur í vörn Bayern München. Getty Images/Catherine Steenkeste Bayern München og Wolfsburg eru komin í undanúrslit þýsku bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Íslendinglið Bayer Leverkusen og Duisburg eru hins vegar úr leik. Allir fjórir leikir 8-liða úrslita þýsku bikarkeppninnar fóru fram í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað þegar Bayern vann öruggan 3-0 útisigur á Jena. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins en hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Pernille Harder skoraði fyrsta mark leiksins og Jovana Damnjanović bætti við tveimur til viðbótar áður en fyrri hálfleik var lokið. Bayern sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og bókaði þar með farseðilinn í undanúrslitin. ZUSAMMEN ins -Halbfinale! #FCCFCB #FCBayern pic.twitter.com/Z5BYGQPPbY— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 5, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar ríkjandi meistarar Wolfsburg heimsóttu Hoffenheim. Jule Brand kom Wolfsburg yfir eftir tæpan hálftíma og Alexandra Popp tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sveindís Jane kom inn af beknum þegar rúm klukkustund var liðin. Það var svo í uppbótartíma sem Vivien Endemann bætti þriðja marki meistaranna við. Auf ins Halbfinale! Vivi markiert mit dem dritten Treffer den Endstand! #TSGWOB 0:3#VfLWolfsburg #VflWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/m2NO2mGYWJ— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 5, 2024 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - sem er á láni frá Bayern - lék allan leikinn þegar Bayer Leverkusen tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Essen. Þá var Ingibjörg Sigurðardóttir í hjarta varnar Duisburg þegar liðið tapaði 4-1 gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Undanúrslitin fara fram 30. mars en ekki hefur verið dregið hvaða lið mætast þar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Allir fjórir leikir 8-liða úrslita þýsku bikarkeppninnar fóru fram í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað þegar Bayern vann öruggan 3-0 útisigur á Jena. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins en hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Pernille Harder skoraði fyrsta mark leiksins og Jovana Damnjanović bætti við tveimur til viðbótar áður en fyrri hálfleik var lokið. Bayern sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og bókaði þar með farseðilinn í undanúrslitin. ZUSAMMEN ins -Halbfinale! #FCCFCB #FCBayern pic.twitter.com/Z5BYGQPPbY— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 5, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar ríkjandi meistarar Wolfsburg heimsóttu Hoffenheim. Jule Brand kom Wolfsburg yfir eftir tæpan hálftíma og Alexandra Popp tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sveindís Jane kom inn af beknum þegar rúm klukkustund var liðin. Það var svo í uppbótartíma sem Vivien Endemann bætti þriðja marki meistaranna við. Auf ins Halbfinale! Vivi markiert mit dem dritten Treffer den Endstand! #TSGWOB 0:3#VfLWolfsburg #VflWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/m2NO2mGYWJ— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 5, 2024 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - sem er á láni frá Bayern - lék allan leikinn þegar Bayer Leverkusen tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Essen. Þá var Ingibjörg Sigurðardóttir í hjarta varnar Duisburg þegar liðið tapaði 4-1 gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Undanúrslitin fara fram 30. mars en ekki hefur verið dregið hvaða lið mætast þar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti