Glódís Perla og Sveindís Jane í undanúrslit bikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2024 19:41 Glódís Perla Viggósdóttir er sannkallaður klettur í vörn Bayern München. Getty Images/Catherine Steenkeste Bayern München og Wolfsburg eru komin í undanúrslit þýsku bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Íslendinglið Bayer Leverkusen og Duisburg eru hins vegar úr leik. Allir fjórir leikir 8-liða úrslita þýsku bikarkeppninnar fóru fram í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað þegar Bayern vann öruggan 3-0 útisigur á Jena. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins en hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Pernille Harder skoraði fyrsta mark leiksins og Jovana Damnjanović bætti við tveimur til viðbótar áður en fyrri hálfleik var lokið. Bayern sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og bókaði þar með farseðilinn í undanúrslitin. ZUSAMMEN ins -Halbfinale! #FCCFCB #FCBayern pic.twitter.com/Z5BYGQPPbY— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 5, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar ríkjandi meistarar Wolfsburg heimsóttu Hoffenheim. Jule Brand kom Wolfsburg yfir eftir tæpan hálftíma og Alexandra Popp tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sveindís Jane kom inn af beknum þegar rúm klukkustund var liðin. Það var svo í uppbótartíma sem Vivien Endemann bætti þriðja marki meistaranna við. Auf ins Halbfinale! Vivi markiert mit dem dritten Treffer den Endstand! #TSGWOB 0:3#VfLWolfsburg #VflWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/m2NO2mGYWJ— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 5, 2024 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - sem er á láni frá Bayern - lék allan leikinn þegar Bayer Leverkusen tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Essen. Þá var Ingibjörg Sigurðardóttir í hjarta varnar Duisburg þegar liðið tapaði 4-1 gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Undanúrslitin fara fram 30. mars en ekki hefur verið dregið hvaða lið mætast þar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira
Allir fjórir leikir 8-liða úrslita þýsku bikarkeppninnar fóru fram í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað þegar Bayern vann öruggan 3-0 útisigur á Jena. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins en hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Pernille Harder skoraði fyrsta mark leiksins og Jovana Damnjanović bætti við tveimur til viðbótar áður en fyrri hálfleik var lokið. Bayern sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og bókaði þar með farseðilinn í undanúrslitin. ZUSAMMEN ins -Halbfinale! #FCCFCB #FCBayern pic.twitter.com/Z5BYGQPPbY— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 5, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar ríkjandi meistarar Wolfsburg heimsóttu Hoffenheim. Jule Brand kom Wolfsburg yfir eftir tæpan hálftíma og Alexandra Popp tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sveindís Jane kom inn af beknum þegar rúm klukkustund var liðin. Það var svo í uppbótartíma sem Vivien Endemann bætti þriðja marki meistaranna við. Auf ins Halbfinale! Vivi markiert mit dem dritten Treffer den Endstand! #TSGWOB 0:3#VfLWolfsburg #VflWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/m2NO2mGYWJ— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 5, 2024 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - sem er á láni frá Bayern - lék allan leikinn þegar Bayer Leverkusen tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Essen. Þá var Ingibjörg Sigurðardóttir í hjarta varnar Duisburg þegar liðið tapaði 4-1 gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Undanúrslitin fara fram 30. mars en ekki hefur verið dregið hvaða lið mætast þar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Sjá meira