Innlent

Bein út­sending: Getur barnið þitt beðið lengur?

Atli Ísleifsson skrifar
Hægt verður að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan.
Hægt verður að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan.

„Getur barnið þitt beðið lengur?“ er yfirskrift málþings á vegum ÖBÍ réttindasamtaka sem fram fer í Nauthól og kefst klukkan 13 í dag. Snýr málþingið að biðlistum fyrir börn í heilbrigðiskerfinu.

Hægt verður að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan, en það verður bæði táknmáls- og rittúlkað.

Í tilkynningu segir að á dagskrá séu fyrirlestrar frá til að mynda verkefnastjóra farsældar barna hjá Reykjavíkurborg, staðgengli forstjóra hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins og yfirlækni á Geðheilsumiðstöð barna.

Dagskrá í heild:

  • 13:00 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra opnar málþingið.
  • 13:10 Umboðsmaður barna » Sigurveig Þórhallsdóttir, lögfræðingur.
  • 13:30 Sjónarhóll » Bóas Valdórsson, sálfræðingur og framkvæmdastjóri: „Er biðlistamenning ákjósanleg fyrir börn og fjölskyldur?“
  • 13:50 Hrönn Stefánsdóttir, formaður atvinnu- og menntahóps ÖBÍ: Reynslusaga.
  • 14:10 Kaffihlé.
  • 14:40 Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins » Sólveig Sigurðardóttir, barnalæknir og staðgengill forstjóra: „Áskoranir í þjónustu og biðlistar á RGR.“
  • 15:00 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar » Hákon Sigursteinsson, sálfræðingur og verkefnastjóri farsældar barna.
  • 15:20 Geðheilsumiðstöð barna » Anna Sigríður Pálsdóttir, yfirlæknir: „Biðlistar barna á Geðheilsumiðstöð barna.“
  • 15:40 Pallborðsumræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×