Innlent

Trausti nýr for­maður Bænda­sam­takanna

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Trausti Hjálmarsson er nýr formaður Bændasamtakanna.
Trausti Hjálmarsson er nýr formaður Bændasamtakanna.

Trausti Hjálmarsson er nýr formaður Bændasamtakanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Trausti fékk 865 atkvæði, eða tæplega 66 prósent. Gunnar Þorgeirsson, fráfarandi formaður, fékk 426 atkvæði eða rúm 32 prósent.

Þá voru auðir atkvæðaseðlar 23 talsins eða 1,75 prósent atkvæða. Á kjörskrá voru 2428 manns. Alls kusu 1314 manns sem gerir 54,12 prósent kjörsókn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×