Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 11:06 Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlýtar. EPA-EFE/GIUSEPPE LAMI Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. Í umfjöllun Guardian um málið er fullyrt að það sé niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld. Haft er eftir talsmanni þýska varnarmálaráðuneytisins að talið sé að samræður í flugher Þýskalands hafi lekið. Er ýjað að því að njósnir Rússa hafi þar mögulega átt sök í máli. Þá segir talsmaðurinn að ekki hafi tekist að staðfesta hvort átt hafi verið við upptökurnar sem eru í dreifingu. Fram kemur að upptökurnar hafi verið birtar á samfélagsmiðlinum Telegram. Er fullyrt að þar séu yfirmenn í þýska hernum að ræða hvernig megi sprengja Krímbrúna sem tengir Krímskagann við meginland Úkraínu. Það hefur ekki fengist staðfest af vestrænum fjölmiðlum. Þá virðist vera sem ræddar séu vopnaflutningar til Úkraínu, nánar tiltekið flutninga á Taurus eldflaugum sem eru sérlega langdrægnar. Sjálfur hefur Scholz neitað því að það sé rétt. Úkraínsk yfirvöld hafa lengi kallað eftir því að fá eldflaugarnar frá Þýskalandi. Scholz segir hinn mögulega leka grafalvarlegan. Verið sé að fara yfir málið. Þá kemur fram í frétt Guardian að rússneska sendiráðið í Berlín hafi ekki svarað fyrirspurn miðilsins um ásakanir á hendur Rússum um mögulegar njósnir. Fram kemur í þýskum miðlum að málið sé katastrófa fyrir þýsku leyniþjónustuna. Svo virðist vera sem um hafi verið að ræða fund yfirmanna í hernum sem fram hafi farið á WebEx samskiptaforritinu. Talsmaður rússneskra stjórnvalda hefur kallað eftir því að þýsk stjórnvöld svari fyrir það sem fullyrt er að komi fram í upptökunum. Svari þau ekki muni Rússar líta svo á að það sem þar fram komi sé allt satt og rétt. Haft er eftir Marie-Agnes Strack-Zimmerman, formanni varnarmálanefndar þýska þingsins, að tilgangur málsins sé augljós fyrir Rússa. Þeir hafi lengi reynt að koma í veg fyrir að Þjóðverjar sendi Úkraínumönnum Taurus eldflaugarnar. Málið sé liður í því. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið er fullyrt að það sé niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld. Haft er eftir talsmanni þýska varnarmálaráðuneytisins að talið sé að samræður í flugher Þýskalands hafi lekið. Er ýjað að því að njósnir Rússa hafi þar mögulega átt sök í máli. Þá segir talsmaðurinn að ekki hafi tekist að staðfesta hvort átt hafi verið við upptökurnar sem eru í dreifingu. Fram kemur að upptökurnar hafi verið birtar á samfélagsmiðlinum Telegram. Er fullyrt að þar séu yfirmenn í þýska hernum að ræða hvernig megi sprengja Krímbrúna sem tengir Krímskagann við meginland Úkraínu. Það hefur ekki fengist staðfest af vestrænum fjölmiðlum. Þá virðist vera sem ræddar séu vopnaflutningar til Úkraínu, nánar tiltekið flutninga á Taurus eldflaugum sem eru sérlega langdrægnar. Sjálfur hefur Scholz neitað því að það sé rétt. Úkraínsk yfirvöld hafa lengi kallað eftir því að fá eldflaugarnar frá Þýskalandi. Scholz segir hinn mögulega leka grafalvarlegan. Verið sé að fara yfir málið. Þá kemur fram í frétt Guardian að rússneska sendiráðið í Berlín hafi ekki svarað fyrirspurn miðilsins um ásakanir á hendur Rússum um mögulegar njósnir. Fram kemur í þýskum miðlum að málið sé katastrófa fyrir þýsku leyniþjónustuna. Svo virðist vera sem um hafi verið að ræða fund yfirmanna í hernum sem fram hafi farið á WebEx samskiptaforritinu. Talsmaður rússneskra stjórnvalda hefur kallað eftir því að þýsk stjórnvöld svari fyrir það sem fullyrt er að komi fram í upptökunum. Svari þau ekki muni Rússar líta svo á að það sem þar fram komi sé allt satt og rétt. Haft er eftir Marie-Agnes Strack-Zimmerman, formanni varnarmálanefndar þýska þingsins, að tilgangur málsins sé augljós fyrir Rússa. Þeir hafi lengi reynt að koma í veg fyrir að Þjóðverjar sendi Úkraínumönnum Taurus eldflaugarnar. Málið sé liður í því.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira