Lífið

Hera Björk keppir fyrir hönd Ís­lands í Euro­vision

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Reynsluboltinn Hera Björk lét tæknivandræði ekki trufla sig og stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2024.
Reynsluboltinn Hera Björk lét tæknivandræði ekki trufla sig og stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2024. Vísir/Hulda Margrét

Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar og mun flytja lagið „Scared of Heights“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2024. Vísir fylgdist með úrslitum Söngvakeppninnar sem fram fóru í Laugardalshöll.

Úr fimm keppenda hópi komust Hera Björk og Bashar Murad áfram í einvígið. Það var svo reynsluboltinn Hera sem bar sigur úr býtum að lokum.

Eftir að Hera var búin að flytja lag sitt í einvíginu greindi hún frá því að hún hefði ekki verið í „sync-i“ í upphafi lags. Henni hafi boðist að endurtaka lagið vegna mistakana en ákvað að láta kyrrt liggja þar sem áhorfendur vissu fyrir hvað hún stæði.

Og það hefur verið hárrétt metið hjá henni.

Fimm í upphafi

Fimm keppendur kepptu í úrslitakvöldinu en af þeim fimm komust tveir áfram í einvígið: Hera Björk með lagið „Scared of Heights“ og Bashar Murad með „Wild West“.

Lögin fimm og flytjendur þeirra eru hér að neðan: 

  • „Bíómynd“ - VÆB (900 9901)
  • „Scared of Heights“ - Hera Björk (900 9902)
  • „Downfall“ - ANITA (900 9903)
  • „Wild West“ - Bashar Murad (900 9904)
  • „Into The Atmosphere“ - Sigga Ózk (900 9905)

Fylgst verður með gangi mála í vaktinni á Vísi neðst í fréttinni.

Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna. Þá birtist vaktin um leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×