Bandaríkin henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. mars 2024 09:59 Mynd af hjálpargögnum jórdanskra yfirvalda sem kastað er út úr flugvél yfir Gasa. Gagnrýnendur benda á að leiðin sé afar óskilvirk. EPA-EFE/MOHAMMED SABER Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að afar erfiðlega hafi gengið að koma hjálpargögnum til Palestínumanna. Hungursneyð og örbirgð ríki á Gasa ströndinni eftir hernað Ísraelsmanna undanfarna mánuði. Þá kemur fram að Ísraelsmenn verði fyrir auknum þrýstingi á alþjóðavettvangi um að rannsaka dráp hundrað almennra borgara á Gasa sem létust á fimmtudaginn í skothríð Ísraelshers þegar mannskari þusti að hjálpargögnum sem nýkomin voru á Gasa svæðið. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti um ákvörðun sína um að koma hjálpargögnum til Gasa úr lofti eftir fund með Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Hann segir hræðilegt að horfa upp á mannsfallið. „Fólk er svo örvæntingarfullt að saklaust fólk lenti á milli í hræðilegu stríði og getur ekki fætt fjölskyldur sínar. Þið sáuð viðbrögðin þegar þeir reyndu að koma hjálpargögnum þangað,“ sagði Joe Biden. Hann segir Bandaríkin verða að gera meira og ætli að gera meira. „Á næstu dögum ætlum við með vinum okkar frá Jórdaníu og öðrum að fljúga inn hjálpargögnum til Gasa.“ Fram kemur í frétt Guardian að jórdönsk yfirvöld auk franskra yfirvalda hafi þegar nýtt þessa leið til að koma hjálpargögnum á Gasa. Gagnrýnendur hafa hinsvegar bent á að leiðin sé afar dýr og að afar erfitt, nánast óhugsandi, sé að tryggja að hjálpargögnin rati í réttar hendur þegar þau eru flutt með þessum hætti. Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Palestína Hjálparstarf Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að afar erfiðlega hafi gengið að koma hjálpargögnum til Palestínumanna. Hungursneyð og örbirgð ríki á Gasa ströndinni eftir hernað Ísraelsmanna undanfarna mánuði. Þá kemur fram að Ísraelsmenn verði fyrir auknum þrýstingi á alþjóðavettvangi um að rannsaka dráp hundrað almennra borgara á Gasa sem létust á fimmtudaginn í skothríð Ísraelshers þegar mannskari þusti að hjálpargögnum sem nýkomin voru á Gasa svæðið. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti um ákvörðun sína um að koma hjálpargögnum til Gasa úr lofti eftir fund með Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu. Hann segir hræðilegt að horfa upp á mannsfallið. „Fólk er svo örvæntingarfullt að saklaust fólk lenti á milli í hræðilegu stríði og getur ekki fætt fjölskyldur sínar. Þið sáuð viðbrögðin þegar þeir reyndu að koma hjálpargögnum þangað,“ sagði Joe Biden. Hann segir Bandaríkin verða að gera meira og ætli að gera meira. „Á næstu dögum ætlum við með vinum okkar frá Jórdaníu og öðrum að fljúga inn hjálpargögnum til Gasa.“ Fram kemur í frétt Guardian að jórdönsk yfirvöld auk franskra yfirvalda hafi þegar nýtt þessa leið til að koma hjálpargögnum á Gasa. Gagnrýnendur hafa hinsvegar bent á að leiðin sé afar dýr og að afar erfitt, nánast óhugsandi, sé að tryggja að hjálpargögnin rati í réttar hendur þegar þau eru flutt með þessum hætti.
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Palestína Hjálparstarf Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira