Vinstri græn næðu ekki inn á þing Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. mars 2024 19:37 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, er vafalaust ekki sátt með fylgi flokksins í könnunum. Vísir/Arnar Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í frétt Rúv um Þjóðarpúls Gallúp sem unnin var 1. til 29. febrúar. Fylgi VG hefur dalað jafnt og þétt frá síðustu Alþingkosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent. Hann mælist núna í fyrsta sinn undir fimm prósentum sem er skilyrði fyrir því að flokkar fái uppbótarþingmann. Þar að auki mælist flokkurinn heldur ekki með kjördæmakjörinn þingmann og myndi því þurrkast af þingi ef útkoman yrði þessi. Flokkurinn hefur ekki mælst jafn illa í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Vinstri græn mældust með 5,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði síðan sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Hægri flokkarnir bæta við sig og Samfylking missir fylgi VG er ekki eini flokkurinn sem missir fylgi frá síðasta Þjóðarpúlsi. Samfylkingin mælist áfram með mest fylgi en fer úr 30,6 prósentum í síðasta Þjóðarpúlsi í 28,2 prósent núna. Það er svipað mikið og flokkurinn mældist með fyrir um mánuði síðan. Það er ekki ólíklegt að þar spili inn í fréttaflutningur og mikið umtal um meinta stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum í kjölfar ummæla sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lét falla 19. febrúar síðastliðinn. Flokkarnir tveir sem eru lengst til hægri á pólitíska ásnum, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, bæta nokkuð við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 18,2 prósentum í 19,9 prósent en Miðflokkurinn fer úr 10,9 prósentum í 12,8 prósent. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá febrúar 2020. Fylgi annarra flokka breytist lítið og er eftirfarandi (fylgi í kosningum 2021 er innan sviga): Samfylkingin: 28,2 prósent (9,9 prósent) Sjálfstæðisflokkurinn: 19,9 prósent (24,4 prósent) Miðflokkurinn: 12,8 prósent (5,5 prósent) Framsókn: 8,8 prósent (17,3 prósent) Píratar: 8,0 prósent (8,6 prósent) Viðreisn: 7,5 prósent (8,3 prósent) Flokkur fólksins: 6,8 prósent (8,9 prósent) Vinstri græn: 4,7 prósent (12,6 prósent) Sósíalistaflokkurinn: 3,5 prósent (4,1 prósent) Samkvæmt frétt Rúv voru 9.964 í heildarúrtaki Þjóðarpúlsins og var þátttökuhlutfallið 48,1 prósent. Könnunin var unnin á netinu 1. til 29. febrúar. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,6 til 1,5 prósent. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09 Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Rúv um Þjóðarpúls Gallúp sem unnin var 1. til 29. febrúar. Fylgi VG hefur dalað jafnt og þétt frá síðustu Alþingkosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent. Hann mælist núna í fyrsta sinn undir fimm prósentum sem er skilyrði fyrir því að flokkar fái uppbótarþingmann. Þar að auki mælist flokkurinn heldur ekki með kjördæmakjörinn þingmann og myndi því þurrkast af þingi ef útkoman yrði þessi. Flokkurinn hefur ekki mælst jafn illa í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Vinstri græn mældust með 5,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði síðan sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Hægri flokkarnir bæta við sig og Samfylking missir fylgi VG er ekki eini flokkurinn sem missir fylgi frá síðasta Þjóðarpúlsi. Samfylkingin mælist áfram með mest fylgi en fer úr 30,6 prósentum í síðasta Þjóðarpúlsi í 28,2 prósent núna. Það er svipað mikið og flokkurinn mældist með fyrir um mánuði síðan. Það er ekki ólíklegt að þar spili inn í fréttaflutningur og mikið umtal um meinta stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum í kjölfar ummæla sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lét falla 19. febrúar síðastliðinn. Flokkarnir tveir sem eru lengst til hægri á pólitíska ásnum, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, bæta nokkuð við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 18,2 prósentum í 19,9 prósent en Miðflokkurinn fer úr 10,9 prósentum í 12,8 prósent. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá febrúar 2020. Fylgi annarra flokka breytist lítið og er eftirfarandi (fylgi í kosningum 2021 er innan sviga): Samfylkingin: 28,2 prósent (9,9 prósent) Sjálfstæðisflokkurinn: 19,9 prósent (24,4 prósent) Miðflokkurinn: 12,8 prósent (5,5 prósent) Framsókn: 8,8 prósent (17,3 prósent) Píratar: 8,0 prósent (8,6 prósent) Viðreisn: 7,5 prósent (8,3 prósent) Flokkur fólksins: 6,8 prósent (8,9 prósent) Vinstri græn: 4,7 prósent (12,6 prósent) Sósíalistaflokkurinn: 3,5 prósent (4,1 prósent) Samkvæmt frétt Rúv voru 9.964 í heildarúrtaki Þjóðarpúlsins og var þátttökuhlutfallið 48,1 prósent. Könnunin var unnin á netinu 1. til 29. febrúar. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,6 til 1,5 prósent.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09 Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09
Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39