MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 19:59 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssna vera væg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á vef Matvælastofnunar í dag. Þar segir að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi lagt fram kröfu um tafarlausa þjálfun dýralækna sem komi að blóðmerarhaldi. Tilefni yfirlýsingar MAST er umfjöllun í blóðmerarhald í Kveik í vikunni. Þar steig meðal annars bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða dýralækna fyrirtækisins Ísteka við blóðtökuna. Hún sagðist hafa verið beðin um að þagga niður þegar hryssurnar drápust og hefur ekki fengið bætur. Forsvarsmenn Dýralæknafélags Íslands sendu einnig út yfirlýsingu í morgun, þar sem kallað var eftir málefnalegri og agaðri umræðu. Í yfirlýsingu MAST segir að blóðmerahald sé undir viðamiklu eftirliti stofnunarinnar og reyndir eftirlitsmenn fari árlega á hverja starfsstöð og fylgist með blóðtöku. Því til viðbótar skili Ísteka árlega skýrslu um innra eftirlit fyrirtækisins. Þá er ítrekað að stofnunin komi ekki að deilum einstakra bænda og Ísteka. „Eins og fram kemur í sérstakri eftirlitsskýrslu fyrir blóðtöku á árinu 2022, kom upp grunur um að ástæðu þess að fjórar hryssur sem drápust í kjölfar blóðtöku á Lágafelli árið 2022, mætti rekja til reynsluleysis dýralækna sem að blóðtökunni komu,“ segir í yfirlýsingunni. Hræinn höfðu verið grafin en MAST fékk svör um að krufningarskýrsla lægi fyrir í einu tilfelli. „Þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í umfjölluninni barst ekki skrifleg skýrsla til stofnunarinnar en innihald hennar var að nokkru reifað í símtali. Það er ljóst að viðkomandi dýralæknar báru ábyrgð á meintum læknamistökum, bæði samkvæmt lögum um dýralækna en einnig samkvæmt þágildandi reglugerð um velferð hryssna sem notaðar eru til blóðtöku.“ Eftir áðurnefnda kröfu um aukna þjálfun dýralækna segir MAST að Ísteka hafi lagt fram þjálfunaráætlun fyrir komandi blóðtökutímabil og að í samantektarskýrslu um niðurstöður eftirlits komi fram að „út frá sjónarmiði dýravelferðar hafi blóðtakan gengið vel“. Ljóst sé að aðgerðirnar hafi skilað árangri. Í yfirlýsingu MAST segir einnig að niðurstöður rannsóknar Tilraunastöðvar HÍ á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands um blóðhag blóðtöku hryssna hafi verið settar fram með bjöguðum hætti. Viðmælandi í Kveik hafi lesið út úr skýrslunni að fimm hundruð hryssur í blóðtöku liðu fyrir blóðskort. Hið rétta sé að rannsóknin hafi staðfest faglegt mat MAST um væg áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssnanna. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Forsvarsmenn stofnunarinnar segja áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssna vera væg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á vef Matvælastofnunar í dag. Þar segir að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi lagt fram kröfu um tafarlausa þjálfun dýralækna sem komi að blóðmerarhaldi. Tilefni yfirlýsingar MAST er umfjöllun í blóðmerarhald í Kveik í vikunni. Þar steig meðal annars bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða dýralækna fyrirtækisins Ísteka við blóðtökuna. Hún sagðist hafa verið beðin um að þagga niður þegar hryssurnar drápust og hefur ekki fengið bætur. Forsvarsmenn Dýralæknafélags Íslands sendu einnig út yfirlýsingu í morgun, þar sem kallað var eftir málefnalegri og agaðri umræðu. Í yfirlýsingu MAST segir að blóðmerahald sé undir viðamiklu eftirliti stofnunarinnar og reyndir eftirlitsmenn fari árlega á hverja starfsstöð og fylgist með blóðtöku. Því til viðbótar skili Ísteka árlega skýrslu um innra eftirlit fyrirtækisins. Þá er ítrekað að stofnunin komi ekki að deilum einstakra bænda og Ísteka. „Eins og fram kemur í sérstakri eftirlitsskýrslu fyrir blóðtöku á árinu 2022, kom upp grunur um að ástæðu þess að fjórar hryssur sem drápust í kjölfar blóðtöku á Lágafelli árið 2022, mætti rekja til reynsluleysis dýralækna sem að blóðtökunni komu,“ segir í yfirlýsingunni. Hræinn höfðu verið grafin en MAST fékk svör um að krufningarskýrsla lægi fyrir í einu tilfelli. „Þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í umfjölluninni barst ekki skrifleg skýrsla til stofnunarinnar en innihald hennar var að nokkru reifað í símtali. Það er ljóst að viðkomandi dýralæknar báru ábyrgð á meintum læknamistökum, bæði samkvæmt lögum um dýralækna en einnig samkvæmt þágildandi reglugerð um velferð hryssna sem notaðar eru til blóðtöku.“ Eftir áðurnefnda kröfu um aukna þjálfun dýralækna segir MAST að Ísteka hafi lagt fram þjálfunaráætlun fyrir komandi blóðtökutímabil og að í samantektarskýrslu um niðurstöður eftirlits komi fram að „út frá sjónarmiði dýravelferðar hafi blóðtakan gengið vel“. Ljóst sé að aðgerðirnar hafi skilað árangri. Í yfirlýsingu MAST segir einnig að niðurstöður rannsóknar Tilraunastöðvar HÍ á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands um blóðhag blóðtöku hryssna hafi verið settar fram með bjöguðum hætti. Viðmælandi í Kveik hafi lesið út úr skýrslunni að fimm hundruð hryssur í blóðtöku liðu fyrir blóðskort. Hið rétta sé að rannsóknin hafi staðfest faglegt mat MAST um væg áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssnanna.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira